Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 19
Stjörnubíó:
EDUCATING
RITA
Væntanleg er í Stjörnubíó gamanmynd-
in Educating Rita, sem gerð var á síðasta
ári í Bretlandi og hlaut afar góða dóma.
Leikstjóri er Lewis Gilbert og í aðalhlut-
verkunum eru Michael Caine og Julie
Walters. Það hefur þótt koma til álita að
þessi mynd verði tilnefnd til Óskarsverð-
launa, sein kunngjörð verða á næstunni.
Julie Walters og Michaei Caine í EDUC-
ATING RITA.
Sagan er byggð á vinsælu verðlaunaleik-
riti eftir Willy Russel, en stykki þetta hefur
nú gengið í yfir 20 ár á sviði Piccadilly
leikhússins í London. Rita á sér þann
draum að verða sér úti um írekari menntun.
Til að flýja tilbreytingarsnautt líf sem hár-
greiðslukona og húsmóðir skráir hún sig í
bókmenntakúrs í hinum svokallaða Opna
háskóla. Kennarinn, prófessor Bryant, er
lífsþreyttur og það ruglar Ritu í ríminu.
Hann hvetur nemendur sína til að skeyta
engu um verk látinna skálda heldur njóta
gæða lífsins. Þrátt fyrir þessa kaldhæðni
sína, veitir hann Ritu innblástur til að iæra
og þroskast. Líf hennar tekur stórum breyt-
ingum.
Þessi umskipti á Ritu fara ekki framhjá
prófessor Bryant, sem uppgötvar að hann
er hrifinn af þessari manneskju. Samskipti
þeirra taka á sig nánara form og þau læra
sitt af hverju um sjálf sig og tilveruna...
Sean Penn og Robert Lee Rush í BAD
BOYS.
BAD BOYS
Eftir kvikmyndahátíð Listahátíðar hófust
sýningar á kvikmyndinni Bad Boys í Regn-
hoganum. Leikstjóri er Rick Rosenthal
og í aðalhlutverkunum eru Sean Penn og
Reni Santoni.
Mick O’Brien, 16 ára sonur götunnar, og
besti vinur hans, Carl Brennan, leggja á
ráðin um þjófnað á miklu magni eiturlyfja
sem óvinagengi, stjómað af Paco Moreno,
hefur undir höndum. Ráðagerðin fer út um
þúfur og Brennan er myrtur af óvinaklík-
unni. Á fiótta frá ofsækjendum sínum verð-
ur O'Brien óviijandi að bana ungum bróður
Morenos. Hann er gómaður af lögreglunni
og sendur á nokkurs konar „vandræðaheim-
ili“. Þar lendir hann í félagsskap morðingja
á unglingsaldri, nauðgara og ræningja.
Klefafélagi hans er Horowitz, 15 ára sálar-
flak sem sprengt hafði keiluspilastað í loft
upp og drepið þrjá saklausa gesti.
Á meðan er Paco Moreno laus og þráir
hefnd fyrir dauða bróður síns. Hann hefur
uppá vinkonu O’Briens og nauðgar henni á
hrottalegan hátt. Armur laganna hefur
hendur í hári Morenos og fyrir mistök
skriffinna er hann sendur á sama stað og
O’Brien. Á betrunarheimilinu hafa tveir
starfsmenn þess fengið O’Brien til að horf-
ast í augu og gera upp við ofbeldiskennda
fortíð sína. Koma Morenos vekur þó aftur
upp heíndarþorstann og gagnkvæmt hatur
veldur uppgjöri þeirra uppá líf og dauða.
FRANCES
Kvikmyndin um ævi Hollywood-leikkon-
unnar Frances Farmer, Frances, með Jess-
icu Lange í aðalhlutverki, er nú loks vænt-
anleg í Regnbogann, en Myndmál greindi
frá þessari mynd í októberheftinu 1983.
Lange hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna
árið 1983 fyrir leik sinn í þessari mynd sem
leikstýrð var af Graeme Clifford.
Frances Farmer var leikkona á fimmta
áratugnum. Um 23 ára aldur fer stjarna
hennar hækkandi sem sviðs- og kvikmynda-
leikkona og hún vekur aðdáun fyrir fegurð
og hæfileika. En nokkrum árum síðar fara
Jessica Lange í FRANCES.
hlutimir að snúast henni í óhag og keðja
atvika verður til þess að hún er handtekin
og síðar dæmd á geðveikrahæli, ekki síst
fyrir tilverknað móður sinnar (leikin af Kim
Stanley). Á hælinu hlýtur Frances grimmi-
lega meðhöndlun, s.s. barsmíðar, heilaþvott
og raflost. Um síðir er henni þó sleppt af
hælinu og hún eygir bjartari tíma með vini
sínum Harry York (Sam Shepard).
007**
JAMES BOND-HAD
í BÍOHÓUM!
GOLDFXNGER
YOUONLY
UVETWICE
MYNDMÁL 19