Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 14

Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 14
HRAFNINN FLYGUR: EFTÍRMINNILEGT KVIKMYNDAVERK Yfirbragð nýjustu kvikmyndar Hrafns Gunnlaugssonar gefur ekki aðeins tileíni til samanburðar við erlendar stórmyndir held- ur skipar myndinni í hóp eftirminnilegri kvikmyndaverka síðari ára. Sagan er að allri uppbyggingu og framsetningu „hold- gervingur" þess sem gott bíó þarf til að bera. Hún er skýr, einföid, kraftmikil og allt frá fyrstu byrjun heldur hún mánni föngnum þannig að athyglin dofnar aldrei. Þannig að hvort sem þú ert harðsvíraður kvik- myndasælkeri eða bara venjulegur bíógest- ur, þá muntu eiga góða stund yfir þessari mynd, sem í ílestöllu tilliti telst það besta sem íslenskir aðilar hafa sent frá sér. Hrafninn flýgur ber þess glögg merki að fagmenn standa bak við myndavélarnar. Kvikmyndataka Tony Forsberg á sennilega ekki sístan þátt í áhrifamætti verksins og hljóðupptaka Gunnars Smára Helgasonar er algerlega óaðfinnanleg, stór orð en dagsönn. Engin önnur íslensk kvikmynd hefur innihaldið hljóð sem jafn ríkt er að blæbrigðum og þessi mynd, nema kannsi Húsið að einhverju leyti. Sögusviðið er tiltölulega þröngt, híbýli víkinganna tveggja, Þórðar og Eiríks, sand- fjara þar á milli og bátsvörin í upphafi myndarinnar. En íslenska landslagið stend- ur ávallt fyrir sínu, sérstaklega sem um- gjörð sögu frá þessum tíma. Hugmyndir Hrafns og félaga um lifnaðarhætti þessara landnámsmanna eru hinar merkustu og umfram allt, trúverðugar. Tónlistin spilar afar stóra rullu í mynd- inni og hefur yfir sér afar stórmyndarlegan blæ. Tónskáldið Hans Erik-Philip fær stef 14 MYNDMÁL Upnunarmynd 6. kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík var kvik- mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn Flýgur, sem hann gerði í samvinnu við sœnska aðila. Myndin var frumsýnd 4. febrúar sl. í Háskólabíói og eftir að hafa séð myndina getur maður fullyrt með góðu móti að enn einu sinni hafiHrafni tekist að skapa kröftugt kvikmyndaverk. Hrafninn Flýgur vakti einnig athygli aðstandenda Kvikmyndahátíðarinnar í Berlín sem er ein sú stœrsta og virtasta í veröldinni, en þar var hún sýnd á sérstakri heiðurssýningu, þann 28. febrúar sl. héðan og þaðan lánuð, auk eigin tónsmíða, stundum skynjar maður hljóma kennda við ítalska fæðutegund og annars staðar greinir maður vestlægar nógur. Útsetning Hans Erik-Philip á lagi Sigvalda Kaldalóns, „Sprengisandur11, er nýstárleg, nútímalegur trommutaktur virkaði reyndar svolítið ankannalega til að byrja með en sannaði fljótt ágæti sitt. I stærsta hlutverkinu er Jakob Þór Einars- son, sá hinn sami og lék aðalhlutverkið í Óðali feðranna. Gestur er þögul týpa sem lætur verkin tala og Jakob kemst yfirleitt mjög vel frá sínu en er þó stundum svolítið linmæltur. Helgi Skúlason, í hlutverki Þórðar, er atvinnumaður eins og þeir gerast bestir, enda orðinn vel sjóaður í kvik- myndaleik, a.m.k. á íslenskan mælikvarða. Flosi Olafsson leikur refinn Eirík af sams konar snilld. Edda Björgvinsdóttir, sem tví- mælalaust er vinsælasta gamanleikkona landsins um þessar mundir, tilheyrir þess- um flokki fagmanna sömuleiðis, ég hefði gjarnan viljað að þáttur hennar í þessari mynd hefði verið mun stærri. Og ekki má gleyma Egils þætti Ólafssonar. Man nokkur eftir að hafa séð þann mann klúðra nokkru hlutverki? Það vandamál sem hrjáð hefur suma atvinnuleikara í íslensku bíómyndun- um, eru sviðsleikstaktarnir sem birtast í tíma og ótíma, slíkt er ekki fyrir hendi í þessari mynd, kannski vegna skyldleikans við stíliseringu leiksviðsins. Textinn er knappur og menn segja þau orð sem þarf en ekkert kjaftæði umfram það. Það er sagt að gott handrit geri góða mynd og handritið er án efa sterkasti hlekkur myndarinnar. Hrafn vinnur ekki óskynsamlega úr góðri hugmynd og árangurinn er meistarastykki sem vonandi tekst að brjóta tungumálamúr- inn og hljóta þann frama á erlendri grund sem það verðskuldar. ÁSGRIMUR SVERRISSON Gestur, sem barn á írlandi, sér foreldra sína myrta, heimili sitt brennt og systur sína flutta nauðuga burt. Magnús Þór Þórðarson í HRAFNINN FLYGUR.

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.