Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 15
Sagan:
I barnaævintýri greinir frá tveimur ósigrandi jötnum sem fóru um heim allan, sneru
bökum saman og töpuðu aldrei bardaga.
Dag einn lögðust þeir til svefns undir háum kletti sem ungur drengur hafði kiifrað
uppá. Hann kastaði steini í höfuð annars jötunsins, sem vaknaði og ásakaði vin sinn
um að hafa ráðist á sig. Þeir deila nokkra stund en sofna síðan aftur. Þá kastaði
drengurinn öðrum steini og áfram kýta jötnamir þar til þeir taka að berjast.
Og þegar þeir voru byrjaðir gátu þeir ekki hætt af því að þeir vom vinir.
Gestur er írskur og varð ungur fyrir barðinu á jötnum sem brenndu heimili foreldra
hans til gmnna og rændu systur hans. Þetta vom norskir víkingar, Eiríkur og Þór. Þeir
höfðu flúið frá Noregi og sest að á íslandi.
Þór hafði rænt systur Gests á leið sinni til íslands og gert hana að ambátt sinni, en
tekið hana sem eiginkonu þegar hún eignaðist barn með honum.
Gestur fer til Islands að hefna harma sinna og systur sinnar og foreldra. En viil hún
fara með honum nú, að tuttugu ámm liðnum? Vill sonur hennar það? Getur réttlæti
byggst á blindri hefnd? Gestur álítur að svo sé og er hann hefur náð fram hefndum
hyggur hann að nú geti friður og velsæld dafnað. Hann grefur vopn sín og segir að
nóg sé að gert í manndrápum. En drengurinn ungi, systursonur hans, grefur þau upp.
Nú er komið að honum að hefna íöður síns.
Framleiðandi: F.I.L.M., RREYKJAVÍK, VIKING FILM AB OG
SÆNSKA KVIKMYNDASTOFNUNIN í STOKKHÓLMI
Handrit: HRAFN GUNNLAUGSSON
Kvikmyndataka: TONY FORSBERG
Hljóðstjórn: GUNNAR SMÁRI HELGASON
Leikmynd: GUNNAR BALDURSSON
Búningar: KARL JÚLÍUSSON
Förðun: GUNILLA GRÁNSBO
Klipping: HRAFN GUNNLAUGSSON
Tónlist: HANS-ERIK PHILIP
Sýningartími: 109 MÍNÚTUR
Aðalhlutverk: JAKOB ÞÓR EINARSSON, HELGI SKÚLASON, FLOSI ÓLAFSSON, EDDA
BJÖRGVINSDÓTTIR, SVEINN M. EIÐSSON, GOTTSKÁLK SIGURÐSSON, EGILL ÓLAFSSON
Dreifandi: SÆNSKA KVIKMYNDASTOFNUNIN
Hátíðir: VAR SÝND í AÐALKEPPNINNI Á BERLÍNARHÁTÍÐINNI 1984 (FEBRÚAR)
Verkstjóri Þórðar tortryggir Gest. „Eg tortryggi þann sem spyr þegar hann er
spurður." Pétur Einarsson í HRAFNINN FLÝGUR.
Þórður fyrirskipar að veita Eiríki fóstbróður sínum eftirför. Helgi Skúlason, Jón
Sigurbjörnsson og Birgir Guðjónsson í HRAFNINN FLÝGUR.
Gestur og hrafnarnir leggja á ráðin . . . Jakob Þór Einarsson í HRAFNINN FLYGUR.
Hrafn Gunnlaugsson
leikstjóri og
handritshöfundur.
Hrafn Gunnlaugsson fæddist í Reykja-
vík þann 17. júní árið 1948. Útskrifaðist
frá háskólanum í Stokkhólmi árið 1968
og lagði síðan stund á nám í leikhús- og
kvikmyndafræðum. Á menntaskólaárum
sínum hóf hann að rita ljóð og hlaut
ýmsar viðurkenningar fyrir skrif sín.
Hrafn hefur gefið út tvær Ijóðabækur,
skáldsögu, smásagnasafn og safn stuttra
leikþátta. Árið 1974 reyndi hann að gera
ritstörf að atvinnu sinni en gekk ekki vel.
„Það var of einmanaiegt að sitja bara
allan daginn, með höfuðið fullt af hug-
myndum. Auk þess er afturendinn á mér
ekki nógu breiður - ég get ekki þolað þá
raun að skrifa alia daga."
Þá hóf hann að vinna við kvikmynda-
gerð og fann að honum líkaði að vinna
með hugmyndir og fólk, miililiðalaust.
Sfðan þá hefur hann gert allnokkrar
sjónvarpsmyndir og má þar helstar nefna
Blóðrautt sólarlag (1976), Vandarhögg
(1979) og Hver er... sem Sjónvarpið
sýndi um síðustu jól. Einnig hefur hann
stjómað sjónvarpsleikritum, þ.ám. Silf-
urtungllnu eftir sögu Laxness og fram-
haldsmyndaflokknum Undir sama þaki
(1976).
Hrafn gerði sína fyrstu bíómynd, Óðal
feðranna, árið 1980 og Okkar á milli
gerði hann 1982. Hrafninn flýgur er
þriðja kvikmynd Hrafns í fullri lengd.
Tony Forsberg
kvitarnyndatöbumaður
Tony Forsberg, kvikmyndatökumaður
myndarinnar, er taiinn í hópi snjöllustu
filmara Svía og hefur verið jafnað við
sjálfan Sven Nykvist. Kannski ekki að
ástæðulausu því lngmar Bergman fékk
Forsberg til að taka meginhluta nýjustu
kvikmyndar sinnar, Fanny og Alexand-
er, í forföilum Nykvists. Forsberg er
fæddur 1933 og hóf störf í kvikmyndagerð
árið 1954. Hann hefur kvikmyndað 34
bíómyndir og má þar nefna myndir eins
og A Sunday in September (J. Donner
1961), Linus (V. Sjöman 1979), Sally and
her Liberty (G. Lindblom - framl. I.
Bergman 1980) og I am Blushing (V.
Sjöman 1980).
Forsberg starfrækir eigið kvikmynda-
fyrirtæki, ásamt Calvin Fioyd, Aspekt
Films, sem framleitt hefur fjórar bíó-
myndir og auk þess gert fjölmargar heim-
ildarmyndir fyrir sjónvarpsstöðvar víða
um heim.
Hans Erik-Philip
höfundur tónlistar
Hans Erik-Philip samdi tónlistina við
Hrafninn flýgur. Hann er Dani og hefur
leikstýrt á sviði í Kaupmannahöfn, stjóm-
að nokkrum stuttmyndum og leikstýrt
ásamt Sören Melson bíómyndinni Det
Paralelle Llg (Hliðstæða líkið), sem
sýnd var á Kvikmyndahátíðinni nú í
febrúar.
Hann hefur stjómað nokkmm alþjóð-
legum ráðstefnum um viðfangsefnin kvik-
myndatónlist og hljóð í kvikmyndum þar
sem meðal þátttakenda hafa verið menn
á borð við Michelangeio Antonioni, Fede-
rico Fellini, Sergio Leone, Robert Altman
og Francis Ford Coppola.
Hans Erik-Philip hefur samið tónlist
fyrir marga sænska sjónvarpsmynda-
flokka, þ.ám. Fiskeme, Strandvasker-
ne (samið sérstaklega fyrir Dizzy Gill-
espie) og Babels Hus. Enníremur hefur
hann töluvert unnið við bíómyndir og
samdi m.a. tónlistina við kvikmynd Jan
Troell, Ingeniör Andrées Luftfárd
(Loftsigling Andrésar verkfræðings), sem
íslenska sjónvarpið sýndi nýlega.
MYNDMÁL 15