Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 17

Myndmál - 01.03.1984, Blaðsíða 17
Meryl Streep í SILKWOOD. SILKWOOD í mars stefnir Bíóhöllin að því að taka til sýninga kvikmyndina Silkwood með Meryl Streep í aðalhlutverkinu. Talað hef- ur verið um að frammistaða Streep í þessari mynd muni afla henni Oskarsverð- launa í mars nk. í öðrum hlutverkum eru Kurt Russel, Cher, Craig T. Nelson o.fl. Leikstjóri er Mike Nichols. Sagan greinir frá Karen Silkwood sem vinnur í Kerr McGee kjarnorkuverinu í Oklahoma. Fyrir henni er vinna við plúton- íum sem hvert annað starf og í rauninni er ekki um mörg önnur störf að velja í bænum Cimarron þar sem kjarnorkuverið er lang- stærsti vinnuveitandinn. En einn daginn kemur að því að geislun mælist í líkama hennar og hún verður að ganga í gegnum langa og þjáningafulla meðferð. Þetta atvik verður til þess að hún fer að grafast fyrir um fleiri slík tilíelli og kemur í ljós að stjórnendur kjarnorkuversins setja hættu- mörk langtum ofar en læknar telja að sé óhætt tii að starfsmenn eigi ekki á hættu að fá krabbamein. Eftir mikla baráttu sem ber lítinn árangur ákveður Silkwood að stefna á fund blaðamanns The New York Times og segja honum allt af létta um atburðina í kjarnorkuverinu. Á leiðinni til borgarinnar tekur hún eftir bílljósum í baksýnisspeglinum sem færast nær og nær. Hún hitti aldrei blaðamanninn. Ári síðar var Kerr McGee kjarnorkuverinu lokað. TÓNABÍÓ KYNNIR A ROBERT CHARTOFF-IRWIN WIKLER PRODUCTION ROBERT DE NIRO in A MARTIN SCORSESE PICTURE “RAGING BULL" Produœd in association with PETER SAVAGE Screenplay by PAUL SCHRADER and MARDIK MARTIN Based on the book by JAKE LA MOTTA with JOSEPH CARTER and PETER SAVAGE Director of photography MICH AEL CHAPMAN Produœd by IRWIN WINKLER and ROBERT CHARTOFF Directed by MARTIN SCORSESE ReadtheBantamBook cop,riihici98ou»,w*ai,i,corpor,i»n.»iiri[Hsrra™it United flítlStS T H E A T R E VICTOR/ VICTORIA Góðir grínarar og annað hresst fólk getur nú farið að setja sig í stellingar, því hafnar eru sýningar á grínmyndinni VictorMctor- ia í Nýja bíói. Leikstjóri og handritshöf- undur er Blake Edwards og í aðalrullunni er hans ektakvinna Julie Andrews. Victoria Grant er atvinnulaus söngkona og gengur illa að verða sér úti um vinnu þrátt fyrir miklar tilraunir. Hún kynnist Carroll nokkrum Todd, homma, sem kemur með þá tillögu að lausn vandans, að hún klæði sig eins og karlmaður, sem leiki konu. Tekst honum að koma henni þannig að sem skemmtikrafti og henni virðist borgið, a.m.k. í bili. En málið vandast heldur þegar eigandi næturklúbbs í Chicago kemur auga á hana og verður svo yfir sig hrifinn að hann ákveður að senda frillu sína rakleiðis heim. Við þetta aukast flækjurnar, því að lífvörður næturklúbbseigandans hafði ekki Julie Andrews leikur söngkonu sem heldur er farin að dala og á erfitt með að verða sér úti um vinnu í VICTOR/ VICTORIA. gert sér grein fyrir að húsbóndi hans væri „hinsegin“ og fer ekki lengur dult með að hann sé það líka. Hann beinir því ást sinni að húsbónda sínum sem finnst alveg nóg um. Loks kemur það á daginn að frilla næturklúbbseigandans hefur kært hann fyr- ir bófum í Chicago sem kunna ekki við hann sem homma, mæta á svæðið og heimta uppgjör. Þá fyrst fer að færast fjör í leikinn... WARGAMES Kjarnorkuógnin er smám saman að hel- taka hugi fólks og jafnvel harðsvíraðir bisnissmenn úr ameríska kvikmyndbrans- anum sjá sér hag í að framleiða myndir um þetta efni. Ein allra vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjunum síðasta sumar fjallaði um möguleikana á kjarnorkustríði fyrir misgán- ing. Þetta er kvikmyndin WarGames sem leikstýrð var af John Badham. Aðalhlut- verkin voru í höndum Matthew Broderick, Dabney Coleman og John Wood. Nýja Bíó sýnir þessa mynd bráðlega. Allt verður vitlaust í höfuðstöðvum NOR- AD (tölvuaðvörunarkerfi bandarískra lof- tvama), þegar tölvuskjárinn sýnir fram á að Rússar hafi sent af stað eldflaugar búnar kjarnaoddum, sem lenda muni á Bandaríkj- unum innan skamms með hörmulegum afleiðingum. En á meðan menn svitna hjá NORAD er ungur, tölvusjúkur piltur að sýna vinstúlku sinni nýjan tölvuleik, sem hann hefur leitað uppi og fundið úr ókunnum gagnabanka. Leikurinn gengur útá kjarnorkustyrjöld milli Rússa og Kana og hefja krakkarnir leikinn, óafvitandi að hann fer í raun og veru fram í höfuðstöðvum NORAD... MYNDMÁL 17

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.