Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 4
Þegar framleidd er kvikmynd á íslandi er í langflestum tilvika gerður svokallaður verktakasamningur viðþá aðila sem vinna við kvikmyndina. Þessi
hátturframleiðanda spararþeim mikla vinnu ogfjármtmi sem að mannahaldi lýtur. Þeirgeta sparað sér vinnu bókara í sambandi við launatengd
gjöld starfsmanna og allt umstang sem þar að lýtur. Þetta vœri allt saman gott og blessað ef um vceri að rceða raunverulega verktakasamninga því að
sú er ekki raunin í stœrstum meirihluta tilvika. Og ekki er heldur að sjá á upphceðum verktakagreiðslnanna að um sérhœft starfsfólk sé að rceða.
EFTIR ÞORKEL S. HARÐARSON
Verktakasamningur felur í sér að
verkkaupi felur verktaka ákveðið
verk í hendur. Verklýsing er til
staðar sem og kostnaðaráætlun.
Tímamörk eru sett og verktakinn
tekur til starfa. Þar er hann að vinna
með sín eigin verkfæri eða þau sem
hann skaffar sjálfur. Verktakinn sér
um efniskaup og öflun og þau
farartæki sem hann þarf til að vinna
verkið. Síðan er honum í sjálfsvald
sett hvernig hann hagar verkinu.
Hvort hann ræður til sín fleiri starfskrafta til að ljúka
verkinu á tilsettum tíma eða fyrr ef honum hentar.
Staðreyndin er hins vegar sú að eðli kvikmyndar
hindrar að svona sé unnið. (A.m.k. á þeim grundvelli
sem unnið er hérlendis). Tækin sem notuð eru til
kvikmyndagerðar eru afar dýr og fáir nenta framleiðslu-
og þjónustufyrirtæki hafa efni á að eiga þau tæki og tól
sem til kvikmyndagerðar þarf.
Framkvæmdin á verktakasamningum í ísienskri
kvikmyndagerð er eitthvað á þessa leið: Verktakinn
skrifar undir samning og verkkaupinn skaffar honum
verkfærin til að vinna verkið með, sem og efni, þau leyfi
sem til þarf, aðstöðu, gistingu, fæði og farartæki. Það
eina sem verktakinn þarf að gera er að vinna sína vinnu
og mæta á réttum tíma til starfa. Ef einhver sér í þessu
eitthvað í líkingu við verktakasamning í þeirn skilningi
sem skattstjórinn leggur í þannig samninga þá ætti sá
hinn sami að skreppa niður á skattstofu og fá
leiðréttingu hið fyrsta. Þetta er í langflestum tilvika
svona. Auðvitað eru til undantekningartilfelh eins og til
dæmis sminkur sem skaffa sitt meik og púður sjálfar og
rukka fyrir það. En þetta eru því miður undantekn-
ingartilvikin í staðinn fyrir regluna.
Upphæðirnar sern samið er um í fyrrnefndum
samningum eru oft á tíðum dálítið undarlegar. Það
virðist vera svo að verktakarnir átti sig ekki á að það
fylgja því ákveðnar skyldur að starfa sem slíkur. Stór
hluti verktakagreiðsiunnar fer í opinber gjöld. Það þarf
að draga frá upphæðinni orlof, tryggingagjald,
markaðsgjald, iðnlánasjóðsgjald, iðnaðargjald,
tekjuskatt, útsvar og sjúkratryggingu áður en upphæðin
kemst í vasann. Einhverra hluta vegna hafa fæstir
íslenskir kvikmyndagerðamenn ekki náð þessu inn í
heildarmyndina og látið þetta reka á reiðanum þangað
til allt er komið í hönk og Skattmann er á hælum þeirra.
Flestir félaga minna í kvikmyndagerð standa í stöðugum
bréfaskriftum við skattinn og eru að kaupa sér frest á
frest ofan frá uppboðum og öðrum skemmtilegum
sendingum frá skattinum. Þeir kaupa sér þennan frest
með því að taka bankalán til að borga skattana. Þrátt
fyrir allt er ódýrara að skulda bönkunum heldur en
skattinum. Ástæðan: Verktakagreiðslurnar eru of
lágar til að hcegt sé að reka sig sómasamlega sem
jýrirtœki.
í flestum störfum í þjóðfélaginu er unnið eftir
einfaldri reglu: Þú færð borgað fyrir þá vinnu og það
erfiði sem þú innir af hendi. Og þú færð borgað fyrir þá
ábyrgð sem þú tekur þér á hendur í þínu starfl. En það
er ekki að sjá að það tíðkist í íslenskri kvikmyndagerð.
í upphafi verks er samið um ákveðinn tímaramma.
Oftast eru það tólf tíma dagar sex daga vikunnar. Það
gera samtals 72 tímar á viku. Þeir ættu að skiptast
þannig að öllu jöfnu: 40 tímar á dagtaxta og 32 tímar í
yfirvinnu. Sjaldnast er borgað fyrir tímana sem unnir
eru umfram þetta. Þegar bent er á þetta við
samningaborðið er viðkvæðið oftast: „í þessari mynd
förum við aldrei yflr 12 tímana vegna þess að ...“ og ný
og ný ástæða er tínd til í hvert skipti. Þegar unnið er á
lögboðnum frídögum, helgidögum og stórhátíðum er
ekki borgað neitt aukalega. Þegar verið er að taka svo
vikum skiptir á nóttunni er ekki heldur borgað neitt
aukalega, hvorki álag né annar taxti tekinn upp. Það
versta er þó að í flestum tilvikum er ekki borgaður
svokallaður umsnúningsdagur þegar unnið er á öðrum
tíma en hægt er að kalla almennan vinnutíma.
Umsnúningsdagur er dagurinn/nóttin sem að verktakinn
notar til að koma sér yfir á rétt tímaskeið, hvort sem
hann er að rétta sig við úr nóttu yflr í dag eða öfugt. Þá
er viðkvæðið: „Við borgum bara fyrir unna vinnu".
Betur að svo væri. Þá væri kannski þyngra í buddunni
eða léttara á skuldum margra íslenskra kvikmynda-
gerðarmanna.
Reyndar er ekki við neinn að sakast í þessum
kjaramálum nema verktakana sjálfa. Þeir eru eins og
saklaus lömb leidd til slátrunar í hvert skipti sem þeir
setjast við samningaborðið. Og alltaf endar þetta með
því að þeir skrifa undir samninginn og framleiðandinn
brosir því að hann var að spara sér góða surnrnu þarna.
Auðvitað vilja framleiðendurnir halda þessu kerfi
óbreyttu, það er þeirra hagur. Ef að ég væri
framleiðandi sjálflir myndi ég berjast með kjafti og klóm
til að halda þessu í sama horfl og nú er.
Samningurinn sem verktakinn skrifar undir er
saminn af framleiðandanum og lögfræðingi hans.
Samningurinn er gerður til að tryggja framleiðandanum
þau völd yfir myndinni hans og framkvæmd hennar sem
hann þarf til að ljúka henni á tilsettum tíma og innan
ákveðins peningaramma. Framleiðandinn þarf að hafa
algera stjórn á því hvað fer fram á hans setti í hans
mynd. Þessvegna er það honum í hag að hafa
verksamninginn eins einhhða og hann getur, án þess að
fara yfir strikið. Það alltaf dansað á línunni, á gráa
svæðinu. Á síðustu árum eru verksamningarnir orðnir
það einhliða að manna á millum ganga þeir undir
nafninu „afsal“. Menn spyrja gjarnan hvern annan í
byrjun myndar hvort þeir séu búnir að skrifa undir
afsalið eða hvort þeir séu búnir að selja sálina úr sér.
Þetta eru orð sögð í gríni félaga á milh en þau segja þó
sína sögu. Þetta sýnir að menn gera sér grein fyrir að
eitthvað er að en ná kannski ekki að festa hendur á því
hvað þarf að gera til að ná fram málsbótum. Þá er það
líka sterkur þáttur að enginn vill stíga fram og benda á
ruglið og berja í borðið því að þá er hann útilokaður frá
vinnu því að hann er vandræðagepill og verka-
lýðsforkólfur sem er ekki hægt að hafa í vinnu sökum
slæmrar umræðu sem fer af stað meðal starfsmanna
myndarinnar. Þessi slæma urnræða er öðru nafni nefnd
staðreyndir. í þessari grein er bent á nokkrar
staðreyndir sem varpað gætu ljósi út í myrkrið og
þögnina sem umlykur kjaramál íslenskra kvik-
myndaverkamanna.
Eins og kvikmynd er unnin hérlendis er vinnan
ekki ósvipuð vertíðavinnu. Þetta er uppgripavinna þar
sem fólk vinnur oftar en ekki tvöfalda vinnuviku
meðaljónsins. Eftir slíkar tarnir er fólkið oftast orðið
tætt á sál og líkama. Þá þarf það tíma til að skríða
saman og jafna sig. Þá ættu launin fyrir törnina að
dekka þann tíma og frí eftir það. Það er ekki frí þegar
fólk er að jafna sig eftir svona tarnir, það er hluti af
vinnunni og fólk ætti að geta leyft sér að slappa af án
þess að hafa áhyggjur af fjármálunum. Því miður er
ekki að sjá þess merki á greiðslunum sem boðnar eru
fyrir vinnu í íslenskum kvikmyndum að þetta sé tekið
með í reikninginn. Þegar summan sem borguð er fyrir
daginn er brotin niður í dagvinnutaxta og yfirvinnutaxta
kemur í ljós að grunnlaunin sem ættu að liggja til
grundvallar greiðslunum eru oft undir lögleiddum
lágmarkslaunum í landinu. Þegar bent er á þetta er
kíkirinn settur fyrir blinda augað og enginn þykist skilja
neitt í neinu. Það sést ekki á greiðslunum sem verið er
að inna af hendi að hér er um sérhæfð störf að ræða og
að verið sé að borga fólki til að vera til taks þegar á þarf
að þalda.
í „venjulegum" starfsgreinum er farið eftir
dagvinnutaxta þegar reiknuð eru út grunnlaun. Það á
að vera hægt að hfa sómasamlegu lífi af þeim launum.
Yfirvinnutaxtinn er reiknaður þannig að rétt rúmlega eitt
prósent af grunnlaunum er borgað fyrir
yfirvinnutímann. Þar af leiðir: ef unnir eru 100
yfirvinnutímar á mánuði er búið að rúmlega tvöfalda
grunnlaunin. í kvikmynd þar sem vikan er sex dagar og
hver dagur er 12 tímar eru þá unnir 32 yflrvinnutímar á
viku. Þetta gera rétt um 139 yfirvinnutíma á
meðalmánuði. Meðalmánuður reiknast sem u.þ.b. 4,34
vikur. Þannig sést að tímafjöldinn sem þarf að skila upp
í grunnlaun reiknast vera 173,6 tímar. Á þennan hátt
eru laun reiknuð á almennum vinnumarkaði og eftir því
er hægt að fara þegar skoðaðar eru verktakagreiðslur.
í töflunni hér á eftir er tekin dæmi um greiðslu sem
innt er af hendi fyrir 12 tíma dag (kr.lO.OOO+VSK).
Miðað er við sex daga vinnuviku. Þetta er ekki óalgeng
vinnutilhögun í íslenskri kvikmyndagerð. Fyrst er
dreginn af upphæðinni VSK og a'ðan launatengd gjöld
(35% skv. Rafiðnaðarsambandi íslands). Þetta er undir
liðnum Daggreiðslur. Þar sést hvað stór hluti af
upphæðinnþ er í raun og veru kaup kvikmyndaverka-
mannsins. í næsta hð (Mánaðargreiðslur) eru gefnar
forsendur og skilgreiningar á hvernig reiknaðir eru út
næstu liðir. Síðan er reikntið heildargreiðsla sem fæst
fyrir mánuðinn, aht innifalið {Reikningsupphceð). Því
næst er VSK dreginn af. Frá þeirri upphæð eru reiknuð
grunnlaun miðað við 173,6 tíma á mánuði. Frá þessarri
upphæð er búið að draga launatengd gjöld. Menn geta
borið saman þessa upphæð og aðrar sem verið er að
bjóða í sérhæfðum störfum á vinnumarkaðinum í dag. í
næsta lið á eftir (Tímakaup) eru launin brotin niður í
tímakaup í dagvinnu og yfirvinnu. Tímakaup í yfirvinnu
= eitt prósent af grunnlaunum. Síðast sést hvernig
skatturinn lækkar heildargreiðsluna/reiknings-
upphæðina. Seinasti liðurinn (Frádráttur frá
reikningsupphœð) sýnir hvað eftir stendur af
upphaflegri reikningsupphæð þegar búið er að draga
launatengd gjöld og alla skatta af henni. Þetta er
upphæðin sem rennur í vasa verkamannsins. Farið var
yflr þessa töflu af Raflðnaðarsambandi íslands og eina
athugasemdin frá þeim var að þessi tafla væri ekki í
hærri kantinum. Þ.e. ekki ósanngjörn á neinn hátt.
{SJÁTÖFLU).
Af þessu má ýmsan lærdóm draga. Athyglisvert er að
skoða tímatölur yfir yflrannutíma. 12 tímar á dag, sex
daga vikunnar gera 312,48 vinnutíma á mánuði. Það
gera samtals um 139 yfirvinnutíma á mánuði.
Athyglisvert er einnig að skoða grunnlaunin strípuð af
sköttum og gjöldum. Það ber að athuga að þessar tölur
er verið að borga fyrir afar sérhæfð störf sem fáir á
íslandi eru með reynslu og leikni í. Þessar tölur segja
sitt um það hvernig störf íslenskra kvikmynda-
verkamanna eru metin af framleiðendum. Þegar í
ofanálag er neitað að borga unna yfirvinnu er skörin
tekin að færast upp í bekkinn. (Þetta er öfugt við
ákveðnar stéttir í þjóðfélaginu sem fá greidda óunna
yfírvinnu. Þegar þær síðan vinna yfirannu fá þær hka
greitt fyrir hana).
Þegar mikið er um að vera í bransanum, t.d. tvær
kvikmyndir og tvær stórar auglýsingar plús þessar
venjulegu sem eru alltaf í gangi, kemur aht í einu ljós að
það eru ekki aht of margir á Islandi sem að geta hoppað
inn í störf kvikmyndaverkamannsins. Það eru of margir
4 Land&syrdr