Land & synir - 01.04.2002, Blaðsíða 13
fullkomna, steríótýpa? Þá fer maður að HRÆRA
I SVO MÖRGU ÖÐRU einsog og það að svíkja
jafnvel sinn karakter og alla þessa vinnu sem
maður er búin að leggja í það að vera ekki í
þessum pælingum alveg frá því maður var
unglingur. Þannig að ég held að þetta sé ekkert
mynd um mig sem eigi bara við um mig, frá
mér, til mín, heldur lít ég svo á að margar aðrar
konur geta séð sig í þessum sporum. Eins og til
dæmis þær konur sem myndu aldrei taka þátt í
fegurðarsamkeppnum út af þessum ástæðum,
út af því að þær trúa því að það sé ekki til þessi
staðlaða fegurð og að það sé mikilvægt að vera
ekki einhver söluvara. Kannski er ég að sýna
hvað getur gerst þegar farið er út í svona keppni
og hvað getur gerst þegar maður er búin að
byggja upp hugmyndir sínar um útlit og helt sér
út í þessa hluti af íþróttamennsku. Maður
breytir algerlega um hugarfar í smástund og
hugsar að nú verði farið í pakkann, að nú verði
reynt að verða eins og Barbie og reynt að vera
með “rétta” skoðun á þessum hlutum og “réttu”
áhugamálin og “réttu” áherslurnar, og í
rauninni bara þurrka út að vissu leyti sinn
karakter. Eða að minnsta kosti að reyna að passa
inní þetta mengi.
Þessi mynd rekur ákveðna sögu. Hún rekur
ákveðna reynslu. En myndin er ekki besta
heimild um það hvernig fegurðarsamkeppnir
fóru fram á 21. öldinni, heldur hvernig ég sá
keppnina og upplifði hana. En myndin rekur
ákveðið tímabil í réttri tímaröð. Ég held það að
þessi hugsun um útlit geti átt við um alla í þessu
þjóðfélagi sem byggir rosalega mikið á útliti og
útlitsdýrkun. Við erum öll að reyna að koma
okkur áfram sem manneskjur. Að vissu leyti
þyrmir yfir mann að vera alltaf fastur í því hvort
maður sé ekki nógu eitthvað. Allar þessar
hugmyndir um það hvernig “eðlilegar” mann-
eskjur eigi að vera, hvað er eðlilegt og hvað er
óeðlilegt, eru erfiðar. Ég lít ekkert á mig sem
einhvern talsmann feminista sem er á móti
fegurðarsamkeppnum. Þetta er bara einhver
hlutur sem er siðferðilega valtur í dag á
grundvelli þess að við eigum að fá að vera
einstaklingar. Ég er ekki bara að tala um konur,
heldur einnig karlmenn. Ef það væri svona
keppni í karlmennsku og gaurarnir allir að fríka
út vegna þess að þeir væru ekki nógu duglegir
að logsjóða, væru ekki með nægilega mörg
bringuhár eða réttu áhugamálin, þá væri einnig
hægt að gagnrýna það líka. Það bara er þannig
að keppnir af þessu tagi beinast fyrst og fremst
að konum. Ég vil alls ekki setja mig á þann stall
að vera einhver talsmaður kvenna í þessari
mynd, en óhjákvæmilega verður það þannig því
að stelpur eru alltaf settar í einhver hólf. En ég
er á móti svona flokkunum. Ég held að það sé
ekkert gott fýrir fólk að alast upp við það að
horfa á fólk í sjónvarpinu sem vegur og metur
annað fólk eftir einhverjum stöðlum eða
gildum sem eru alltaf pólitísk. Þessi svokallaði
“heilsu og hreystimarkaður” er pólitískur og
það sést þegar hann talar. Þetta eru hugmyndir
einstaklinga út í bæ og mér finnst rosalegt að
við skulum alast upp við það í sjónvarpinu að
þetta þyki merkilegt og jákvætt; Ef ég er ekki
svona, þegar ég verð stór, þá verð ég ekki neitt.
Ég fæ ekki einu sinni að vera með.
Ég leita aldrei eftir andagift í aðrar myndir.
En það eru auðvitað til fullt af góðum
leikstjórum sem gera góðar myndir. Ég hef hins
vegar þá tilhneigingu að sækja í þær myndir
sem þykja yfirleitt lélegar. Það sem fer eiginlega
mest í taugarnar á mér með kvikmyndir eru
myndir sem þykja “góður” smekkur, en eru í
raun bara leiðinlegar. Ég hef alist upp við
kínverskar slagsmálamyndir, kung-fu myndir í
ódýrari kantinum, gamlar B-klámmyndir og
erótískar myndir með hryllingsívafi. Ég horfi
eiginlega mest á svoleiðis myndir. Ég get ekki
nefnt neina leikstjóra, en það fylgir þessum
myndum einhver persónuleg tilfinning sem oft
vantar í smekkvænu Hollywoodmyndirnar. Ég
hef alltaf vitað að ég færi aldrei í “arðbært” nám
og hefði alveg getað hugsað mér að fara í
málvísindi. En, ég veit það ekki. Þegar ég var í
menntaskóla þá gekk mér alltaf vel, en námið
með ekkert. Ég fór reyndar út í tónlist, en tónlist
er mjög tengd kvikmyndum. I tónlist eru
tilfinningar sem maður fær líka í kvikmyndum.
Mig hefur alltaf langað til að búa til sýndar-
veruleika fýrir tölvuleiki, þar sem þessu er
blandað saman, myndir í tónlist. En ég hef
alltaf, alveg frá því ég man eftir mér, verið að
mynda með videókameru.
Árni Sveinsson:
Kvikmyndagerð er bara eitthvað sem mig
hefur alltaf langað til að gera. Þegar ég var
krakki þá ólst ég uppí bíóinu hjá ömmu, við
skoðun á lélegum kvikmyndum. Austurbæjar-
bíó var með alla flóruna; Cobra, Breakdance,
flestar íslensku myndirnar, Bruce Lee mynd-
irnar og allar myndirnar með Clint Eastwood.
Ég fór í menntaskóla á myndlistarbraut, sem var
hvað næst kvikmyndagerð. Ég var síðan mikið
að vinna með vídeó í skólanum og þarinig hefur
eitt leitt af öðru.
Ég veit ekki hvort ég eigi mér einhverja beina
áhrifavalda. En Sergio Leone, Kurosawa, Russ
Meyer og Martin Scorsese hef ég mikið álit á.
Þegar kemur að heimildarmyndum þá er það
fyrst og fremst Fred Wiseman sem ég man helst
eftir. Maður hefur auðvitað séð mikið af
HRÖNN: “Ég var alltaf frekar stressuð yfir því að ég væri annars vegar að klúðra myndinni, sem
átti alltaf að vera aðal málið, og hins vegar keppninni sjálfri. ”
gekk aldrei út á það að hafa persónulega skoðun
á hlutunum. Það fór alltaf mikið í taugarnar á
mér. Það er keppikefli allra að fá góðar
einkunnir vegna þess að þú kannt svo vel það
sem verið er að segja þér. Þú veist fullt. En málið
er að þér finnst ekkert um það. Þú skilur þar
heimildarmyndum en ekki lagt sig eftir því að
muna nöfnin á þeim. En svo má segja að einn
helsti áhrifavaldur á okkur systkinin í þegar
kemur að heimildarmyndum sé Böðvar Bjarki
Pétursson. Hann opnaði þennan heim heim-
ildarmynda fýrir okkur. Við höfum síðan gert
LAND & SYNIR 13