Land & synir - 01.04.2002, Blaðsíða 2

Land & synir - 01.04.2002, Blaðsíða 2
ðg ilfli ,» IÉ V,‘- v»,„ Nr. 33 - 1. tbl. 8. árg. JAN./APRÍL 2002. Útgefandi: Félag kvikmynda- gerðarmanna í samvinnu við Kvikmyndasjóð íslands, Framleiðendafélagið SÍK og Samtök kvik- myndaleikstjóra. Með stuðningi Skjás eins, Sjónvarpsins og Stöðvar 2. Ritstjóri: Ásgrímur Sverrisson. Ábyrgðarmaður: Björn Brynjúlfur Björnsson. Ritnefnd: Anna Th. Rögnvaldsdóttir, Ari Kristinsson, Björn Brynjúlfur Björnsson, Gunnar Þorsteinsson, Heimir Jónasson, Hrafn Gunnlaugsson, Ingvar Þórisson, ólafur H. Torfason, Þorfínnur Ómarsson. Prentun: Prisma Prentco. Land & synir kemur út annan hvern mánuð. Tölvupóstur: asisv@simnet.is. Heitar heimildarmyndir Frá ritstjóra: Fín bjalla, Lalli Johns, Málarinn og sálmurinn hans um litinn, Braggabúar, Ham - lifandi dauðir, Ljós heimsins, Eldborg, Arne í Ameríku, j skóm drekans. Allar þessar heimildarmyndir hafa birst, eða eru um það bil að birt- ast, í kvikmyndahúsum, sem vart hefur tíðkast með slíka tegund mynda síðan Friðrik Þór var að hefja feril sinn í upp- hafi níunda áratugsins. Myndirnar eru mismunandi að gæðum og efnistökum en þó má greina ýmislegt sameiginlegt með þeim flestum. Áberandi er t.d. vilji kvikmyndagerðarmannanna til að fást við samtíma sinn, það sem er að gerast hér og nú. Þetta er önnur ný- lunda í íslenskum heimildarmyndum, sem frekar hafa hneigst til að fjalla um fortíð eða náttúru. Þær má einnig kalla skilgetin afkvæmi hinnar staf- rænu byltingar - með ákveðnum undantekningum. Málarinn sker sig t.d. sérstaklega úr þessum hópi. Þar heldur Erlendur Sveinsson áfram að vinna með aðferð sína úr íslands þúsund árog raunar fleirri myndum sínum, að sviðsetja atburði líkt og í leikinni mynd að undangenginni mikilli rannsóknarvinnu og handritsgerð. Munurinn reyndar sá að nú fæst hann við samtímapersónu, föður sinn Svein Björnsson heitinn, en áðurvann hann með söguleg efni. Útkoman er um margt athyglisverð en myndin virkar engu að síður svolítið úr takti við tíðarandann hvað nálgun varðar. Einnig má velta því fyrir sér hvort náin tengsl höfundarins við viðfangsefnið geri það að verkum að myndin virkar sein til svars á köflum og hvort ekki hefði verið heppilegra að fá kalt klipp- arahöfuð til að setja hana saman. Engu að síður hefur myndin náð inní kviku margra áhorfenda og hafa ýmsir orðið til að tjá sig opinberlega um upplifun sína. Við lifum nú sannkallaða upprisu heimildarmyndarinnar. í Landi & son- um hafa frá upphafi birst vangaveltur um örlög þessa forms hér á landi og hefur tónninn á stundum verið svart- sýnn, jafnvel í líkræðustil. Fyrrnefndar myndir bera hinsvegar vott um endur- nýjun, kraft ogtrú á möguleika formsins til að varpa Ijósi á hlutskipti okkar. Og fleiri myndir munu vera á leiðinni. Það virðist því vera að bresta á með heitum heimildarmyndum. Eitt það skemmtilegasta við þessa "hita- bylgju” er að hún vírðist tilkomin af ríkri tjáningarþörf og hefur ekki haft fyrir þvi að spyrja mikið um leyfi fyrir skyndilegri tilvist sinni. Þar ber hvað fremst að nefna í skóm drekans. Þessa mynd hef ég séð í grófklippi (hún er væntanleg í lok apríl) og verð illa svikinn ef hún kallast ekki merkisvið- burður í íslenskri kvikmyndasögu. Hún er kannski ekki að finna upp hjólið hvað varðar nálgun, en henni fylgir ferskur gustur og í henni kynnumst við manneskju sem þarf að ganga í gegn- um aðstæður sem hægt er að láta sig varða. Vonandi verður hún öðrum inn- blástur. Nú mega þeir nefnilega koma, sumarhitarnir. Veturinn var langur og leiðinlegur og vorið er svo fjandi kalt. Breytt ritnefnd: L&S er lang öflugasti vettvangur umræðu um íslenska kvik- mynda- og sjónvarpsgeirann, þó að kvikmyndahlið bransans hafi jafnan fengið meíra vægi. Hugmynd aðstand- enda blaðsins er að koma meira jafn- vægi þar á milli og auka umfjöllun um sjónvarpsgeirann. Af því tilefni var tækifærið notað og stokkað upp í rit- nefndinni. Nýir meðlimir eru: Heimir Jónasson, tilnefndur af Stöð 2; Ingvar Þórisson, tilnefndur af Skjá einum og Gunnar Þorsteinsson, tilnefndur af Sjónvarpinu. Úr ritnefndinni gengur Friðrik Þór Friðriksson vegna mikilla anna á öðrum vettvangi og er honum þakkað fyrir vel unnin störf í þágu blaðsins um leið og nýjir aðilar eru boönir velkomnir. STJÓRNIR FÉLAGANNA STJÓRN FÉLAGS KVIKMYNDAGERÐARMANNA: Formaður: Björn Br. Björnsson. Varafor- maður: Jón Karl Helgason. Ritari: Kristín Erna Arnardóttir. Gjaldkeri: Katrín Ingvadóttir. Með- stjórnendur: Anna Dís Ólafsdóttir, Ingvar Á. Þórisson, Hjálmtýr Heiðdal. Varamenn: Kristín María Ingimarsdóttir, Hildur Bruun. STJÓRN FRAMLEIÐENDAFÉLAGSINS SÍK: Formaður: Ari Kristinsson. Varaformaður: Jón Þór Hannesson. Gjaldkeri: Snorri Þórisson. Meðstjórnendur: Friðrik Þór Friðriksson og Guðmundur Kristjánsson. Varamenn: Viðar Garðarsson og Hrafn Gunnlaugsson. STJÓRN SAMTAKA KVIKMYNDALEIKSTJÓRA: Formaður: Friðrik Þór Friðriksson. Gjaldkeri: Hilmar Oddsson. Ritari: Óskar Jónasson. Varamenn: Hrafn Gunnlaugsson, Kristín Jóhannesdóttir, Jón Tryggvason. 'jrnatt en/uaurt < TÍÐINDIÚR KVIKMYNDA-~VG SJIMARPSHEIMINUM frumsýninG: Reykjavík Guesthouse - rent a bike K -vikmyndin Reykj avík .-Guesthouse - rent a bike var frum- sýnd 28. mars s.l. Framleiðendur og handritshöfundar eru ungt fólk sem starfar undir heitinu Réttur dagsins ehf., þau Unnur Ösp Stef- ánsdóttir og Björn Thors, sem jafn- framt leikstýra og Börkur Sigþórsson sem sér einnig um myndatöku (mini- DV). Aðstandendur segja myndina sögu um einstaklinga og ótta þeirra. Hún fjalli um vonlausa baráttu við að láta tímann standa í stað þegar framrás hans er óumflýjanleg og um vináttu þar sem hennar síst er von. Jóhann er þrítugur gistihússeigandi í miðborg Reykja- víkur, sem hefur einangrað sig frá umheiminum í kjölfar fráfalls föður síns. Hann heldur til á gistihúsinu án þess að taka við gestum og hefur skapað sér sína eigin veröld þar sem hann þarf sem minnst að kljást við samfélagið og samborgarana. Inn í hans litlu veröld fléttast Finnur, níu ára gamall nágranni hans, sem á undir högg að sækja frá jafnöldrum sínum og er búsettur hjá rótlausri ömmu sinni. Á milli þeirra myndast sérstakt samband, þar sem þessar tvær einmana sálir tengjast vináttuböndum sem fátt fær rofið. En á meðan Jóhann lætur sem umheimurinn sé ekki til, hallar undan fæti í rekstri gistihússins og brátt fer að bresta í stoðum þeirrar tilveru sem hann hefur kosið sér. Um klippingu sér Elísabet Ronaldsdóttir, leikmynd og búninga gerir Sigrún Birta Þrastardóttir, Daníel Bjarnason gerir tónlist og Uss ehf. vinnur hljóð. Nánar verður fjallað um myndina í næsta blaði L&S. LEIKARAHÚPURINN: Efri röð: Björn Hlynur Haraldsson, Hilmir Snær Guðnason. Neðri röð: Brynhiidur Guðjónsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Stefán Eiríksson og Kristbjörg Kjeld. Málþing um menningarhlutverk RÚV Bandalag íslenskra listamanna stendur fyrir málþingi um menningarhlutverk RÚV sunnudaginn 14. apríl næstkom- andi og hefst dagskrá kl: 13:00 í Þjóðmenningarhúsinu. Að loknu ávarpi Tómasar Inga Olrich, nýskipaðs mennta- málaráðherra, flytur John Barsby, forseti breska blaðamanna- sambandsins, erindi um þýðingu þjóðarútvarps í almenningseign og mikilvægi þess í nútíma samfélagi. Þá tekur við Jón Ásgeir Sigurðsson, formaður starfsmannasambands RÚV og flytur samantekt um stöðu ríkisútvarps á Islandi. I kjölfarið koma svo framsögur listamannanna Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar, Harðar Áskellsonar tónlistarmanns, Þorvaldar Þorsteinssonar myndlistarmanns og rithöfundar og Friðriks Þórs Friðrikssonar, kvikmyndagerðarmanns. Að loknu kaffihléi hefjast svo pallborðs- umræður með þátttöku gesta úr sal. Einnig mun Þór Magnússon kynna stofnun samtakanna “Velunnarar RÚV” og geta áhugasamir skráð sig í samtökin á staðnum. Ekki er að efa að þetta verði hin fróðlegasta samkoma og eru allir þeir sem láta sig RÚV varða hvattir til að láta sjá sig. 2 LAND & SYNIR

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.04.2002)
https://timarit.is/issue/396764

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.04.2002)

Aðgerðir: