Land & synir - 01.04.2002, Blaðsíða 15

Land & synir - 01.04.2002, Blaðsíða 15
........................................................ Skriftur og góðar græjur Þaðgeta allirhaldiðá DZ-vél, segirHeimirJónasson, en afraksturinn erannað mál. Hann veltir hér vöngum yfir faglegum gæðum íslensks kvikmynda- og sjónvarpsefnis með tilkomu hinnar stafrænu tækni Eg lærði af gerð myndarinnar að það er mikilvægt að hafa skriftu,“ er haft eftir ónefndum leik-stjóra á fundi sem haldinn var í Reykjavík nýlega. Tilefni fundar-ins var að fræða við-stadda um reynslu manna af framleiðsluferli íslenskra kvikmynda sem teknar eru á DV-vélar. Með tilkomu nýrrar tækni við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis á íslandi hefur orðið bylting í þessari starfsgrein. Island eignast nýja tökumenn, handritshöfunda, klippara, framleiðendur og leikstjóra á hverjum degi. Kvikmyndafyrirtæki spretta upp og allir eru að búa til bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir. Allt í einu hafa allir efni á að framleiða, því tækjabúnaðurinn kostar ekki mikið. Nú er hægt að kaupa sér fullkomna DV-kvikmyndatökuvél og fullkomið klippiforrit í tölvuna sína. Það eina sem stendur í veginum er kannski að borga þarf því fólki laun sem á að nota tækin, þ.e. starfsfólkinu við framleiðsluna. Þá er komið að fjármögnuninni: Það er t.a.m. hægt að fá vini sína sem hafa mikinn áhuga á kvikmyndagerð til að vinna kauplaust og taka áhættu og reyna svo að fá Stöð 2, PoppTíví, RÚV eða SkjáEinn til að fjármagna verkið. Sem sagt allir vinna kauplaust og sjónvarpsstöðin fær skemmtilegt efni - eða þannig. Verðlagningin á efninu er svo jafnvel í takt við það sem gerist í vönduðum heimildamyndum. Rokið af stað með réttu græjurnar Svo kemur efnið til skoðunar. Hér er dæmi: Tekið er viðtal við mann inni á bar. Það sést því miður lítið í manninn því það er dimmt inni. Þegar sólin skín hins vegar inn um gluggann á sama bar sést ekki heldur í manninn eða augun í honum eru eins og tvær svartar holur. I slíkum tilfellum er alls ekki verið að vinna með ljós eða þá að verið er að beita ljósum á rangan hátt. Þá komum við að því sem skiptir áhorf- andann öllu máli, þ.e. sögunni sem verið er að segja. Það gleymdist alveg að breyta hugmynd- inni í handrit og vinna eftir því. Menn ruku af stað, því þeir voru með réttu græjurnar til að vinna verk- efnið. Hvað ætlaði kvik- myndagerðarmaðurinn yfir- leitt að segja með þessari mynd? Hefur áhorfandinn einhvern áhuga á þessari sögu? Hvernig ætlar sögu- maðurinn að halda uppi spennu hjá áhorfandanum í 50 mínútur til að hann skipti ekki yfir á aðra stöð? Ástæðan fýrir því að ég drep á þessu máli er sú að inni á borði hjá mér lendir orðið mikið af hráunnum, ódýrum ferðaþáttum og alls kyns þáttum og þáttaröðum eftir fólk sem hefur litla sem enga reynslu af þáttagerð. Stundum hugsa ég: „Hættu þessum hroka, Heimir. Þú verður að gefa öllu séns.“ Það er hárrétt, maður verður að skoða allt, því inni á milli gæti leynst snillingur og frumlegir hlutir, enda er oft og tíðum verið að nálgast viðfangsefnið á óvenjulegan máta. Mér fmnst samt eins og þessir aðilar geri sér oft ekki grein fýrir því hvað felst í því að búa til kvikmynd. Kostirnir og gallarnir Það eru ástæður fýrir því að menn leggja í tveggja til átta ára kvikmyndanám. Þar læra menn m.a. að dramatisera, nota myndmál, skrifa handrit, þróa handrit, lýsa senur, leikstýra, kvikmynda, nota mismunandi hljóðnema, framleiða, fjármagna og hljóðsetja. Það tekur nokkur ár að verða fullnuma kvik- myndatökumaður. Það geta allir haldið á DV- vél í brúðkaupi eða fermingarveislu. Það geta allir hreyft tökuvélina eins og hefur verið í tísku á MTV og í dogma-myndum. Afraksturinn er hins vegar annað mál. Það er fullt af fólki sem kann á tölvur og klippiforrit. Gallinn er hins vegar sá að það kunna ekki allir að raða saman myndum og segja spennandi sögu. Hverjir eru kostirnir og gallarnir? Kostirnir eru örugglega þeir að inn kemur nýtt og hæfileikaríkt fólk með ferskar hugmyndir, samkeppnin verður harðari, áhugi á kvik- mynda-, auglýsinga- og sjónvarpsþáttagerð vex og verð lækkar. Gallarnir eru hins vegar þeir að þetta gerir starfandi fýrirtækjum á vanþróuðum markaði erfiðara fýrir, gæði versna og laun lækka. Gætum að gæðunum Áríðandi er að sjónvarpsstöðvarnar, styrktar- aðilar og sjóðir skilji á milli þess sem vel er gert og illa til að nýta megi það fé sem í boði er á sem skynsamastan hátt. Þrátt fyrir að lagt sé mikið upp úr því að ná sem hæstu skemmtanagildi með eins litlum kostnaði og mögulegt er þá er mjög mikilvægt að gæðum á öllum sviðum verði haldið á lofti í íslenskri kvikmyndagerð. Það er mjög gott og í raun nauðsynlegt að hrista upp í kerfmu annað slagið en það er líka mjög mikilvægt að hafa blönduna hæfilega og að gagnkvæm virðing ríki milli þeirra sem hafa reynslu og þekkingu og þeirra sem eru að reyna fýrir sér á nýju sviði. Kvikmyndagerð er hópvinna. Til að árangurinn verði sem bestur þarf að vera valinn maður í hverju rúmi og gagnkvæm virðing ríkjandi, því hvert starf er sérhæft. Og það ER mikilvægt að hafa skriftu. Höfundur er aðstoðardagskrárstjóri á sjónvarpssviði Norðurljósa hf. Félag kvikmyndagerðarmanna auglýsir eftir umsóknum til úthlutunar úr höfundasjóði félagsins fyrir verk sem sýnd voru í sjónvarpi á árinu 2001. Rétt til úthlutunar eiga: • Kvikmyndastjórar (pródúsentar) • Kvikmyndatökumenn • Klipparar • Hljóðhöfundar • Ljósahönnuðir Þessi úthlutun tekur eingöngu til verka sem sýnd voru á árinu 2001. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Kvikmyndasjóðs íslands: www.iff.ls Ekki verður tekið tillit til umsókna sem berast eftir þann tíma. Umsóknir ásamt fylgiskjölum skulu berast Félagi kvikmyndagerðarmanna, Pósthólf 5162,125 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2002. jg FÉLAG KVIKMYNDAGERÐARMANNA LAND&SYNIR 15

x

Land & synir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2547-7412
Tungumál:
Árgangar:
14
Fjöldi tölublaða/hefta:
45
Gefið út:
1995-2008
Myndað til:
2008
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ásgrímur Sverrisson (1995-1998)
Sigurjón Baldur Hafsteinsson (1999-1999)
Ásgrímur Sverrisson (2001-2008)
Efnisorð:
Lýsing:
Félag kvikmyndagerðarmanna i samvinnu við kvikmyndasjóð.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.04.2002)
https://timarit.is/issue/396764

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.04.2002)

Aðgerðir: