Land & synir - 01.04.2002, Blaðsíða 16

Land & synir - 01.04.2002, Blaðsíða 16
REYKJAVIK SHORTS & DOCS: STUTT- OG HEIMILDARMYNDAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK í APRÍL 2002 Það besta í stutt- og heimildarmyndum Nýr liður ístarfi FK íHáskólabíói, Regnboganum og Norræna húsinu 17.-21. apríl Yfir 50 stutt og heimildarmyndir verða sýndar á hátíðinni, frá Evrópu, Skandinavíu og íslandi. AÐ OFAN: Úr opunarmyndinni “En Construcción” eftir Spánverjann José Luis Carragio sem verður viðstaddur opnunina. AÐ NEOAN: Úr “Blatnoi Mir”, finnskri verðlaunamynd eftir Jouni Hiltunen um lífstíðarfanga í fangelsi sem áður var klaustur og er staðsett á afskekktri rússneskri eyju í Rússlandi. Félag kvikmyndagerðarmanna hefur ákveðið að gangast fyrir árlegri, alþjóðlegri kvikmyndahátíð sem helguð verður heimildar- og stuttmyndum og umfjöllun um þær. Hátíðin nefnist REYKJAVÍK SHORTS & DOCS og verður hún haldin í fyrsta sinn 17.-21. apríl 2002. Stefnt hefur verið að því að gera hátíðina frá upphafi að viðburði sem endurspegli það besta og nýjasta sem er framleitt á sviði heimildar- og stuttmynda á Islandi, í Evrópu og víðar. Þess er vænst að hátíð þessi geti orðið lyftistöng fyrir íslenska kvikmyndagerð. Á hátíðinni og viðburðum í tengslum við hana geta íslenskir kvikmyndagerðarmenn sótt þekkingu og upplyftingu auk þess sem almenningi gefst sérstakt tækifæri til að sjá heimildar- og stutt- myndir sem notið hafa athygli og vinsælda víða um heim. Hátíðin skiptist í tvo aðalþætti, sýningar og aðrar samkomur. SÝNINGAR Á hátíðinni verða sýndar í Háskólabíói og Regn- boganum um 50 myndir í fimm meginflokkum: • 22 evrópskar heim-ildarkvikmyndir (European Documentary Film Festival), úrval frá um 20 löndum. Dagskráin er sett saman fyrir tilstilli fastanefndar Fram- kvæmdastórnar Evrópusambandsins fýrir Island og kem- ur hingað frá Noregi. • 10 evrópskar stuttmyndir (Europe in Shorts), úrval sem hefur verið sýnt á mörgum hátíðum. • 5-10 nýjar íslenskar stutt- og heimildarmyndir. • 7 myndir úr Nordisk Mini Panorama, úrvali norrænna heimildar- og stuttmynda frá Nordisk Pano- rama hátíðinni í Árósum haustið 2001. AÐRAR SAMKOMUR • Miðvikudaginn 17. apríl kl. 18:15 setur Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra hátíðina í sal 2 í Háskólabíói. Ávarp flytur sendiherra Framkvæmda- stjórnar ESB fýrir ísland og Noreg, dr. Gerhard Sabathil. Opnunarmynd verður víðfræg spænska heimildarmynd, “I vinnslu” (En Construcción). Leikstjóri hennar José Luis Carragio verður viðstaddur opnunina og tekur effir sýninguna þátt í umræðum um hana sem Þorfinnur Ómarsson stjórnar. • Laugardaginn 20. apríl kl. 11 verður árdegisverður (brunch) fyrir kvikmyndagerðarmenn í boði Film- kontakt Nord í Húsi málarans við Bankastræti. Þar mun nýr framkvæmdastjóri FkN, Karolina Lidin, kynna starfsemina og þá möguleika sem hún veitir framleiðendum stutt- og heimildarmynda. Sérstaklega fjallar hún um sölu- og dreifingarmál á erlendum mörkuðum og dreifingu heim- ildarmynda í stafrænu formi, bæði hvað varðar tækni og réttindamál, en þetta verður viðfangsefni sérstaks námskeiðs á Nordisk Panorama 2003 í Oulu, “höfuðborg” Nokia, sem verður með mikla tæknikynningu á hátíðinni. • Sunnudaginn 21. apríl Jd. 15-17 verður haldin í Norræna húsinu kynning og námsstefna undir heitinu “Verk í vinnslu”. Þar munu nokkrir íslenskir heimildarmyndagerðarmenn ræða um verk sem þeir hafa í vinnslu og sýna kafla úr þeim. Samstarfsaðilar FK við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar eru Kvikmyndasjóður Islands, Reykjavíkurborg, Evrópusambandið, Film- kontakt Nord, Háskólabíó, Regnboginn og Norræna húsið. Fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar er Hjálmtýr Heiðdal.

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.04.2002)
https://timarit.is/issue/396764

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.04.2002)

Aðgerðir: