Land & synir - 01.04.2002, Blaðsíða 9

Land & synir - 01.04.2002, Blaðsíða 9
og fantasía. Mary Poppins fjallar um samnefnda barn- fóstru (Julie Andrews) sem getur allt sem henni dettur í hug, hvort sem það er að fljúga á regnhlífinni sinni eða hoppa inn í krítarteikningar. Fantasían í Regínu er að aðalpersónan getur fengið fólk til að gera hvað sem er með því einu að syngja fyrir það. Það eru aðeins tvær persónur sem eru ónæmar fyrir söng Regínu, Pétur vinur hennar og þjófurinn Ivar. Þessar persónur hafa sérstaka listræna hæfileika: Regína syngur, Pétur rímar og Ivar dansar. Á einhverjum tímapunkti tekst hverri og einni þessara persóna að heilla einhvern með list sinni. Regína heillar köttinn sinn og Pétur selur strák hárrúllur á tombólunni sem Regína heldur með því að rappa fyrir hann. Saman tekst þeim að selja stóran hluta lagers búðarinnar Kjarakaups sem Atli á með því að Regína syngur fyrir viðskiptavinina og undir dansinn stöðvast offast. I upphafi er Regína send út í búð að kaupa mjólk og hún er ánægð, svo hún syngur og dansar. Pósturinn og aðrir sem hún hittir á leiðinni taka undir með henni. Á leiðinni til baka hittir hún stelpur sem segja henni að „allir“ séu að fara í sumarbúðirnar Regnbogalandið. Stelpurnar eru rosalega ánægðar með það og dansa og syngja því til stuðnings, en Regína, sem er ekki að fara þangað, horfir þögul á. Söngur hennar hefur þagnað og hún dansar ekki á meðan á þessu stendur. Sem þýðir að henni líður ekki vel, því hana langar líka. Annað gott dæmi er atriðið þegar Atli heldur að Margrét hafi bakað köku fyrir hann og beðið hann að hitta sig (sem var hluti af áætlun Regínu og og Péturs til að koma þeim saman). Atli er ánægður því hann er sem tengir Regínu við Disney teiknimyndirnar sem hafa undan- farið verið einn aðalvettvangur dans- og söngvamynda í Holly- wood og það er litanotkunin. Disney teiknimyndir nota litina oft til að sýna tilfinningar persóna. Regína er mjög litrík mynd, þar sem hvítt og grátt sést sjaldan. Húsin í henni eru raunveruleg þó svo þau séu litríkari en venjulega. Maður gæti séð í raunveruleikanum hvað sem er af leikmynd, leikmunum og búningum. Það sem hefur verið gert er að safna því litríkara saman og forðast hið litlausara. Litirnir í Disney teiknimyndunum eru bjartir nema þegar gráir tónar eru notaður til að túlka angist eða annað miður gott. Grár himininn sem Regína syngur undir bendir til saknaðar. Regína er yfirleitt frekar hamingjusöm og himininn blár því til stuðnings. Á heildina litið er Regína mjög björt og litrík mynd, enda fjallar hún meira um hamingjuna í söngnum og dansinum en söknuð. Höfundur erMA í bóktnenntafrœðifrá Háskóla íslands og hefur skrifað tiljafns um kvikmyndir og bókmenntir. Heimildir: Feuer, Jane. The Hollywood Musical. önnur útgáfa. London: The Macmillian Press, 1993 [1983]. Miller, Mark. „Of Tunes and Toons: The Movie Musical in the 1990s“. Film Genre 2000: New Critical Essays. Wheeler Winston Dixon ritstýrði. New York: State University of New York Press, 2000, bls. 45-62. Regal, Martin. „Hollywood-söngleikurinn sem kvikmynda- grein“. Björn Ægir Norfjörð þýddi. Heimur kvikmyndanna. Guðni Elísson ritstýrði. Reykjavík: art.is og Forlagið, 1999, 685-696. baksviðssöngleikja. Það sem kemur í veg fyrir þá túlkun er að mestur hluti dansins og söngsins er utan sýningarinnar líkt og í Singin in the Rain (Gene Kelly og Stanley Donen, 1952). Regína syngur meðal annars þegar hún heldur tombólu og persónur taka dansspor upp úr þurru hvar sem þær eru staddar. Þjófurinn Ivar steppar oft og iðulega utan sýningarinnar eins og þegar hann er að tala við mömmu Regínu utan við elliheimilið og hún tekur undir með honum. Það örlar jafnvel fyrir dansspori í slagsmálum hans og samverkakonu hans, Katrínar (Sólveig Arnarsdóttir), undir lok myndarinnar. Því á Regína meira sameiginlegt með Mary Poppins, en Með allt á hreinu. Eins og Mary Poppins er Regína barnamynd lokin heilla þau alla gestina á karnivalinu með söng. Ivari tekst að heilla flesta vistmenn elli- heimilisins Sólborgar og Margréti með fótafimi sinni. I raun taka flestar persónur myndarinnar annað hvort dansspor eða syngja. Jafnvel þær sem eru ekki til staðar hafa gert það, Regína segir til dæmis frá því að hana hafi dreymt pabba sinn sem drukknaði á sjónum og að hann hafi sungið fyrir hana. Sagt hefur verið að dans- og söngvamyndir séu ein sjálfhverfasta kvik- myndagreinin því hún fjalli alitaf um sjálfa sig. Hvort sem það er rétt eða ekki, þá vísar Regína mikið til annarra mynda innan sömu greinar. Aðalefni hennar er söngurinn og dansinn. Sagan er sögð með hjálp dansins og söngsins, sem túlkar tilfinningar persóna, gleði þeirra og sorgir. Myndin fjaliar ekki síður um listina sjálfa, það að leyfa söngnum eða dansinum að gagntaka sig. Þegar persónur eru hamingju- samar þá er söngurinn og dansinn til staðar. Þegar þær eru það ekki þá þagnar söngurinn og hrifinn af Margréti og heldur að þetta merki að hún sé hrifin af honum, sem er sýnt með því hann dansar og syngur alla leiðina upp á elliheimilið til að hitta hana. Þegar þangað er komið sér hann hana og ívar að dansa. Dans og söngur Atla þagnar við þetta, hann snýr sér við reiður og strunsar út. Þar sem persónur bresta í söng hvenær sem andinn —eða handritið— blæs þeim það í brjóst er vart hægt að tala um raunsæi. Undir niðri geta legið alvarlegir hlutir eins og klíkustríð sem endar með dauða í West Side Story. I Regínu er hægt að finna alvarlega hluti í bakgrunni, svo sem söknuð. Regína hefur misst pabba sinn í sjóslysi og kona Hinriks (Rúrik Haraldsson), sem er vinur Regínu og vistmaður á elliheimilinu, er látin. Söknuðurinn kemur upp á yfirborðið í tvenns konar formi í Regínu. Hjá Hinriki, sem var heimsfrægur tenór, kemur það fram í því að hann vill hvorki syngja né dansa. Regína syngur hins vegar um söknuðinn í seinni hluta myndarinnar undir gráum himni. Hér erum við komin að noltkru LAND & SYNIR 9

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.