Land & synir - 01.04.2002, Blaðsíða 5

Land & synir - 01.04.2002, Blaðsíða 5
ég átti að hringja í hann íyrir prófið. Ég hringdi aldrei. Mæti í prófið með sömu myndir og honum höfðu fundist svo fínar og féll út í fyrsta umgangi. Aldrei aftur Lodz, nú var ég farinn til Ameríku. ÁÓÁ: En Piotr átti eftir að hafa mikil áhrif á þig. PW: Án hans myndi ég aldrei gera hlutina eins og ég geri þá, kannski myndi ég gera þá öðru- vísi, en þökk sé honum að ég átti eftir að fá gott start. Það voru allir litlu hlutirnir sem hann sagði og gerði sem gerðu það að verkum að hann átti eftir að verða mjög mikilvæg persóna í mínu lífi. Eins og þegar við hittumst árið effir á Camerimage og The Seventh Room fékk fyrstu verðlaun fyrir tökur, þá kemur hann til mín og segir “sko Pawel, myndin okkar fékk verðlaun”. Myndin okkar? Ég gerði ekkert í þessari mynd, sat bara og reyndi að læra. Hann frétti svo af því að ég væri á leiðinni í eins árs skóla til New York, og segir “frábært, hringdu í mig þegar þú lendir, ég er nefnilega að vinna að smá mynd þar”. ÁÓÁ: Og þannig endar þú í amerískri mynd? PW: Ég gerði ekki miklar væntingar, mig langaði að kíkja í einn dag og sjá alvöru stúdíó- tökur. Ég mæti í stúdíóið í New York og stærra stúdíó hef ég aldrei augum litið. Þar stend ég í einu horninu og bíð eftir Piotr. Allt í einu opnast hurð fyrir aftan mig og einhver reynir með erfiðismunum að komast framhjá mér, ég lít við, og þar stendur Mel Gibson; “Fyrirgefðu gætirðu aðeins fært þig”, þetta var myndin Ransom í leikstjórn Ron Howard. Síðan kemur Piotr og það eru miklir fagnaðarfundir. Hann spyr mig síðan hvort mér væri ekki sama þó ég yrði hans aðstoðarmaður og lærisveinn á meðan á tökum standi. Ég fríkaði gjörsamlega út. Orðinn aðstoðarmaður á 80 milljón dollara mynd. Á meðan á tökum stóð fengu bæði How- ard og Gibson Óskarsútnefningar fyrir Appollo 13 og Braveheart, þannig að tökurnar voru í sviðsljósinu og ég njóllinn í miðjunni á öllu saman. ÁÓÁ: Þúfylgdist einnig með næstu mynd Piotr. PW: Já, Piotr bauð mér að vera með í Marvin 's Room. Það var ógleymanleg reynsla að fá tæki- færi til að fylgjast með leikurum á borð við Robert De Niro, Dianne Keaton, DiCaprio og Meryl Streep vinna. Það var alvöru kennslu- stund. ÁÓÁ: En hvað með Ameríku? PW: Ég fór aldrei í þennan árs langa skóla. Piotr sannfærði mig um að sækja enn og aftur um Lodz. Nóttina fyrir inntökuprófin var hann með mér að gera prent af ljósmyndum. Ég mætti með þær blautar í prófið, og loksins, í fimmtu tilraun, komst ég inn. ÁÓÁ: Var biðin þess virði? PW: Ballið byrjaði strax í inntökuprófunum. I þriðja umgangi áttum við að kvikmynda eina litla senu. Þannig að ég fer og bið um Steadi- cam. Það er horft á mig eins og vitleysing, mér rétt eldgömul VHS vél, tvö ljós og sagt;“hafðu þetta góði, farðu og skjóttu”. Ég skildi ekki hvað var í gangi, er þetta þessi frægi skóli? ÁÓÁ: En hvað með námið? PW: Mér fannst ég vita allt og fyrstu vikurnar fannst mér að þetta hlyti að vera leiðinlegasta nám sem hægt er að komast í. Þú situr í fjögur ár, einhver kennari segir þér hluti sem þér fmnst þú vita betur, svo ferðu og gerir stuttmyndir eftir eigin höfði hvort sem er. Til hvers skóli? Það var svo seinna að ég skyldi að kvikmynda- taka gengur ekki út á það að vera frábær tækni- lega eða út á einhvern prófessionalisma. Það er vitanlega mjög mikilvægt, en mikilvægast er að vita hvað þú vilt gera sem kvikmyndagerðar- maður og hversvegna. ÁÓÁ: Hvenær rann það upp fyrir þér? PW: Þegar ég gerði loksins mína fyrstu mynd. Tökulega séð er hún líklega besta myndin mín. Frábærlega lýst, klippt, fullt af effectum, allt mjög smart. En þá spurði ég sjálfan mig. Út á hvað gengur þetta starf? Þú getur gert frá- bærlega effektívar myndir, en ef það er engin saga þá ertu með tónlistarmyndband í hönd- unum ekki kvikmynd. Maður getur verið með tíu trukka af tækjum en það þýðir ekki endilega að þú endir uppi með kvikmynd. ÁÓÁ: Hvað kenndi skólinn þér helst? PW: Skóli er suðupottur fólks sem býr að sam- eiginlegri ástríðu, þetta var frábær tími. Þetta er ekki spurning um fagmennsku, þú lærir það sama í öllum skólum. En það sérstaka sem skól- inn í Lodz hefur í mínum huga, er rúmlega fimmtíu ára hefð og gríðarleg þekking, miklar kröfur, mikið frelsi og engir peningar. Skólinn kenndi mér að hugsa og hvernig ég get komið þessum hugsunum í myndrænt form. ÁÓÁ: Hversvegna mælti Piotr gegn ameríska skólanum? PW: Hann mældi aldrei gegn honum, hann mælti bara með Lodz. ÁÓÁ: Hvað lærðirðu afhonum? PW: Hann kenndi mér stærstu lexíuna í kvik- myndagerð. Ef þú gerir kvikmynd og leggur ekki hjarta þitt í hana og kemur ekki fram við fólkið sem vinnur með þér eins fjölskyldu þá er kröftum þínum betur varið annarsstaðar. Piotr gerði myndir og ástríðu og trú á verkefnið, hann trúði því að fallegum augnablikum væri aðeins hægt að ná með hjartanu, þegar áhorf-andinn fer úr bíó og finnst hann hafa fengið eitthvað útúr myndinni. Ég vil einnig gera myndir sem hreyfa við fólki. Piotr kláraði Lodz, ég er að reyna að fylgja hans fordæmi. ÁÓÁ; Myndin “Maður eins og ég” er þín fyrsta mynd ífullri lengd. PW: Já, myndin hans Róberts er mitt debut. Það er draumur hvers og eins þegar hann klárar skóla að gera sína fyrstu mynd og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að gera það á þennan hátt. Með mjög ungu fólki þar sem allir vilja að myndin verði sem best. Gerð þessarar myndar og andrúmsloftið á tökustað var í raun ekki svo ólíkt því sem ég átti að venjast í skólanum. Ég kýs miklu frekar að gera litla óháða mynd heldur en einhverja stóra mynd. Ef mín fyrsta mynd ætti að vera með De Niro í aðalhlutverki myndi ég deyja úr stressi, ég væri ekki tilbúinn í stuttu máli sagt. Þetta er ekki spurning um hvar þú stillir upp vélinni eða ljósunum, allir sem útskrifast úr skóla eiga að kunna það. Þetta er ferli og ég verð að taka eitt skref í einu. ÁÓÁ: Telur þú að stafrœna tæknin og auðveldur aðgangur að tækjakosti sé hættulegur ungu kvik- myndagerðarfólki, of auðveld leið? PW: Ég held að hver og einn finni sína leið. Fyrir utan að það skiptir eldci máli á hvaða formati þú tekur mynd svo framarlega að þú sért að skjóta góðar myndir við góða sögu. Filma umber betur mistök tökumannsins, þegar ég tek á DV verð ég að nýta alla mína þekkingu til hins ýtrasta vegna þess að þetta er ekki enn orðin fullkomin tækni, þannig að mörgu leyti er erfiðara að skjóta á DV erfiðara að fá myndina til að líta rétt út. En á hinn bóg- inn er áhorfandum nokk sama hvaða meðul eru notuð tæknilega, hann hefur áhuga á góðri og vel sagðri sögu. Kannski er flóðbylgja í augnablikinu af vondum myndum gerðum af amatörum, en kannski gefur það einhverjum hæfileikaríkum einstakling tækifæri á að koma sinni sögu á framfæri, sem hann hefði kannski ekki fengið að öðrum kosti. Margir af bestu leikstjórum sögunnar kláruðu aldrei skóla. Sag- an sem þú vilt segja skiptir öllu máli, auðvitað finnst mér betra að vinna á filmu, ég er vanur því úr skólanum, en DV þarf ekki að vera eitthvað Dogma þar sem vélin er upp um alla veggi. Með DV er hægt að gera frábærar myndir t.d. Festen. ÁÓÁ: Hvað er bíófyrir þér? PW: Þeir sem ég hef litið hvað mest upp til hafa sagt mér að það fallegasta sem hægt sé að gera í lífinu sé bíó. Eins og pabbi Piotr, Witold Sobo- cinski sem einnig er tökumaður og hefur unnið með stærstu leikstjórum Póllands eins og Wajda og Polanski. Hann er kominn á áttræðis- aldurinn og kennir nú við skólann. Hann segist elcki sakna neins eins mikið eins og að vera á tökustað, fyrir honum er tilgangur með kvik- myndum fyrir utan hvað það getur verið mikið ævintýri og skemmtilegt. Sama má segja um Piotr sem varð bráðkvaddur fýrir ári síðan á tökustað. Hann var að gera þriðju myndina sína í röð, án hléa. Hann dó vegna bíós og fyrir það. Þegar maður klárar skólann dreymir mann um að gera mynd. Síminn hringir og þú ert allt í einu kominn til Islands af öllum stöðum og ert að skjóta mynd semsagt, það sem þú elskar. Síðan lýkur tökum, þú sest niður og hugsar með LAND & SYNIR 5

x

Land & synir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2547-7412
Tungumál:
Árgangar:
14
Fjöldi tölublaða/hefta:
45
Gefið út:
1995-2008
Myndað til:
2008
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ásgrímur Sverrisson (1995-1998)
Sigurjón Baldur Hafsteinsson (1999-1999)
Ásgrímur Sverrisson (2001-2008)
Efnisorð:
Lýsing:
Félag kvikmyndagerðarmanna i samvinnu við kvikmyndasjóð.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.04.2002)
https://timarit.is/issue/396764

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.04.2002)

Aðgerðir: