Land & synir - 01.04.2002, Blaðsíða 7
lagi sköpun, að leggja rækt við grasrótina þar
sem endurnýjunin hefst. Þessir fjórir þættir
gætu talist ‘leiðbeinandi mælikvarðar’ á
menningarlegar afurðir. Á hinum pólnum,
þeim viðskiptalega, gefum við okkur tvær
meginreglur, hagnað og ný viðskiptasambönd.
Þessir tveir pólar, hinn menningarlegi og hinn
viðskiptalegi, geta auðvitað farið saman í
mörgum tilfellum en þessar skilgreiningar
hjálpa okkur við að setja markmið. Segja má að
við höfum nær eingöngu sinnt menningarlega
þættinum, en með því að efla hinn viðskiptalega
fáum við aðgang að fleiri fjármögnunarmögu-
leikum. Lykilatriði í því sambandi er að sýna
fram á dreifingu, þ.e. sölu. Hér gilda sömu lög-
mál og í öðrum viðskiptum, það selst sem
markaðurinn vill, ef þú hefur ekki dreifingar-
eða sölusamning áttu ekki að gera myndina.
L&S: Þú gerir tillögu urn nð Kvikmyndasjóði verði
breytt í hlutafélag og að innan hans starfi þrjár
deildir sem eingöngu veiti áhœttulán, ein sem
styðji myndir gerðar á íslensku, önnur sem starfi
sem grasrótar- og þróunarsjóður og sil þriðja sem
styðji myndir gerðar á viðskiptalegum
forsendum. Hversvegna œtti sjóðurinn að veita
áhættulán en ekki styrki?
EÞG: Þetta fýrirkomulag rnyndi auka áhuga
annarra fjárfesta vegna þess að viðskiptasjónar-
mið fá meira að njóta sín, en þegar verkefni eru
metin frá viðskiptalegu sjónarmiði og tillit er
tekið til eftirspurnar markaðarins, þá erum við
að tala tungumál sem allir fjárfestar skilja.
Áhættulán skapa líka nýja tekjulind fyrir
Kvikmyndasjóð, þau hvetja framleiðendur til að
fara betur með fé og þau senda út þau skilaboð
að kvikmyndir geti skilað hagnaði. Og með
hlutafélagaformi er líka hægt að afla tekna frá
einkageiranum með sannfærandi hætti, bæði
með skattaafslætti og einnig með arðsemis-
sjónarmið í huga ef fjárfest er í þeim kvik-
myndum sem gerðar eru á viðskiptalegum for-
sendum. Það sem ég tel líka vera góðan kost, er
að hér verði sett á stofn nýtt hlutafélag urn gerð
markaðsmynda, með um 2 milljarða úr að spila,
ríkið leggi til mest af því fé, en eftir það verði
hann tekinn af fjárlögum. Svoleiðis sjóður
myndi vera galopinn fyrir erlendum fjárfestum.
L&S: Þú óttast ekki að þetta myndi leiða til
einsleitari kvikmyndagerðar?
EÞG: Þvert á móti, vegna þess að ákvarðana-
takan um gerð mynda myndi liggja víðar, auk
þess sem gert er ráð fyrir að sjóðurinn hafi
menningarlegan arm. Valkostirnir verða fleiri,
en í dag má allt eins segja að kvikmyndagerð sé
einsleit, því ríkið hefur einokunarstöðu í
ákvörðunartöku. Hægt er að færa rök fýrir því
að margar kvikmyndir sem gerðar hafa verið
hér hefðu aldrei átt að líta dagsins ljós, vegna
þess að þær hafa reynst of dýr skóli, bæði fram-
leiðslulega og listrænt séð. Þessar myndir hafa
ekki fengið neitt áhorf að ráði, hvorki hér heima
né erlendis, né hafa þær skilað mikilli reynslu og
þekkingu inní bransann. Um þetta held ég að
margir séu sammála. Markmið okkar hlýtur að
vera að treysta stoðir geirans og gera hann að
samkeppnishæfum iðnaði. Ríkið ætti einnig að
margfalda áhættufé í greinina, sem kann að
hljóma sem öfugmæli í þessu sambandi, en ég
tel fyrst og fremst að kvikmyndagerð sé mun
meira virði en hún er metin í dag, framlag
ríkisins er enn afar lágt þrátt fyrir hækkunina
1998, og aukin fjárfesting skilar sér í hlutfalls-
lega meiri arði þegar fram í sækir. Það sem til
skiptanna er til eiginlegrar kvikmyndagerðar er
helmingi minna en Þjóðleikhússins eitt og sér
fær ár hvert.
L&S: Höfum við burði til að gera myndir sem
selstgeta á alþjóðlegum kvikrnyndamarkaði?
EÞG: Ekki einsog staðan er í dag, okkur vantar
meiri veltu og svo viðskiptasambönd til að selja.
Ein og ein mynd kann að fá þokkalega sölu, en
það er of tilviljunarkennt. Við höfum þó allt
annað til að gera heimsklassa myndir, þekk-
ingu, hæfileika og fólk, það sýnir reynslan, en
það nýtist okkur illa. Til að bæta úr þessu þarf
a.m.k. tvennt að gerast. Annarsvegar að minnka
menningarlega forræðishyggju, um helming
skulum við segja, og hinsvegar að taka upp
“sjálfvirkt” lánakerfi, t.d að allar myndir sem
hafa tryggt sér 75% fjármagn erlendis og hafa
sölusamning, sem virkar sem veð, fái sjálfkrafa
áhættulán frá þeim armi sem sinnir kvik-
myndum “viðskiptalegs eðlis”. Þetta er sama
meginreglan og í flestum viðskiptum og með
tíð og tíma - og þegar bankanir hafa öðlast
reynslu af svokölluðu “media lending” - þá gætu
bankarnir tekið upp þessa lánastarfsemi. Tak-
markið með þessu er að byggja upp
viðskiptasambönd, auka lýðræði í ákvarðana-
töku og reyna að tryggja stöðug gæði við fram-
leiðslu. Ég er ekki að segja að menningarlegar
forsendur við val á verkefnum til framleiðslu
séu ónauðsynlegar en við þurfum ekki að hafa
þessa þætti í ökla og eyra.
L&S: Er stöðnun ríkjandi í íslensku kvikmynda-
umhverfi?
EÞG: Ég myndi giska á að við værum svona tíu
árum á eftir okkar ágætu nágrannaþjóðum og
umræðan hefur verið frekar dauf. Mér finnst
Land & synir bera vitni um það. Hvað varðar
hinn skapandi þátt held ég að skapandi fólk sem
eitthvað kann finni sér alltaf farveg, ef ekki hér
þá fer það annað í stað þess að staðna. En ég
held að við höfum öll orðið var við almenna
langþreytu í bransanum og það ríkir stöðnun
hvað varðar fjármögnunarleiðir og stjórnsýsl-
una. Auknir styrkir laga ekki neitt. Slök lausa-
fjárstaða margra fyrirtækja til lengri tíma hefur
haft keðjuverkandi áhrif á öll þjónustufyrirtæki
bransans, tækjaleigur, banka o.fl, og margir hafa
brennt sig í gegnum tíðina. Það má ætla að of
hátt hlutfall veltu geirans í heild fari í vexti og
innheimtukostnað. Bankar eru t.d. mjög
brenndir, en án eðlilegrar lánastarfsemi þrífst
engin iðnaður. Og það fær þessu enginn breytt
nema til komi arðsemishvetjandi kerfi sem
byggir á ábyrgri stefnu stjórnvalda.
Úrdrátt úr mastersritgerð Einars Þórs er að finna á
www.producers.is undirheitinu “Film Policy in Iceland”.
EINAR ÞÓR: “Markmið okkar hlýtur að vera
að treysta stoðir geirans og gera hann að
samkeppnishæfum iðnaði. Ríkið ætti einnig
að margfalda áhættufé í greinina, sem
kann að hljóma sem öfugmæli í þessu
sambandi, en ég tel fyrst og fremst að
kvikmyndagerð sé mun meira virði en hún
er metin í dag, framlag ríkisins er enn afar
lágt þrátt fyrir hækkunina 1998 og aukin
fjárfesting skilar sér í hlutfallslega meiri
arði þegar fram í sækir.”
LAND & SYNIR 7