Land & synir - 01.04.2002, Blaðsíða 10

Land & synir - 01.04.2002, Blaðsíða 10
ÁHORFSMÆLINGAR Á ÍSLANDI Breytingar í sjónmáli Ný vinnubrögð við mælingu sjónvarpsáhorfs verða senn tekin upp hár á landi og munu hafa mikil áhrif á ákvarðanir auglýsenda sem dagskrárstjóra sjónvarpsstöðvanna EFTIR BRYNJÓLF BORGAR JÓNSSON Sjónvarpsmælingar á íslandi í dag Stærstu fjölmiðlar landsins, Samtök íslenskra auglýsingastofa (SlA) og Samtök auglýsenda (SAU) vinna saman að fjöl- miðlamælingum og hafa falið Gallup að sjá um framkvæmdina undanfarin ár. Um þessar mundir er sjónvarpsáhorf mælt í dagbókar- og símamælingum. Stöðvarnar sem eru mældar þar eru Popp Tíví, Sjónvarpið, SkjárEinn, Stöð 2 og Sýn. Tvisvar á ári fer fram dagbókarmæling þar sem þátttakendur skrá sjónvarpsáhorf sitt yfir viku tímabil. Dagbókarmælingarnar fara fram á vorin og haustin. I janúar og júní eru gerðar símamælingar á áhorfi á valda þætti. I símamælingunum velja sjónvarpsstöðvarnar þá þætti sem á að mæla og velur hver stöð 6-8 þætti, sumar þó færri. Þetta eru einu sameigin- legu mælingarnar sem gerðar eru. Þess á milli kaupa stöðvarnar símamælingar á einstökum dagskrárliðum til einkanota. Dagbókarmæling- arnar tvær eru viðameiri en símamælingarnar og því mun meira notaðar af aðilum á sjón- varps- og auglýsingamarkaði. Ýmsir gallar eru á þessu fyrirkomulagi. Tvær vikur í dagbók á ári gefa takmarkaðar upp- lýsingar um sjónvarpsáhorf og óvíst að vikurnar tvær sem eru valdar gefi rétta mynd af áhorfi yfir árið. Margar vinsælar þáttaraðir, bíómyndir og stórviðburðir í sjónvarpi lenda utan mælitímabilanna sem leiðir til þess að lítið er vitað um áhorf á þá. Hér má af mörgu nefna jóla- og páskadagskrá sjónvarpsstöðvanna og marga stórviðburði í íþróttum. Áhorfstölur eldast mjög hratt og illa því dag- skrá sjónvarpsstöðvanna breytist ört. Strjálar mælingar gera það að verkum að auglýsendur í sjónvarpi (hér almennir auglýsendur, aug- lýsingastofur og birtingahús) þurfa oft að byggja ákvarðanir sínar um hvar á að birta auglýsingar á úreltum gögnum og hyggjuviti. Þegar lítið er vitað um áhorf á auglýsingarnar er einnig erfitt að meta árangur birtinga af ein- hverju viti. Að lokum má nefna að þær tvær aðferðir sem hér er beitt við mælingar á sjónvarpáhorfi, dag- bókarmæling og símamæling, gefa ólíkar niður- stöður. Þær eru því ekki að fullu sambærilegar. Gallarnir eru fleiri en elcki tilefni til að telja þá alla upp hér. Rafrænar mællngar framundan hér á landi Flest ríki Evrópu og önnur lönd sem búa yfir þróuðum sjónvarps- og auglýsingamarkaði hafa sagt skilið við þessar mæliaðferðir og tekið upp rafrænar mælingar á sjónvarpsáhorfi með tæki sem kallast People meter. Rafrænar mælingar fara þannig fram að tækinu, People meter, er komið fyrir á fjölda útvalinna heimila. Það fer eftir stærð markaðarins hversu mörg heimili þarf til. Tækið er fest á sjónvarpið og nemur og skráir hvaða stöð stillt er á. Sérhver fjölskyldu-meðlimur frá 4 ára aldri fær einfalt auðkennis-númer og lætur tækið vita þegar hann er að horfa á sjónvarpið með því að stimpla númerið inn með fjarstýringu. Tækið skráir þannig á hvaða sjónvarpsstöð er horft og hverjir eru að horfa. Skráningin fer fram allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, allan ársins hring. Áhorf gesta á heimilinu er einnig skráð. Allt áhorf er sem sagt skráð. Einu sinni á sólarhring, um miðja nótt, sendir tækið upplýsingarnar sem það hefur skráð um símalínu í gagnagrunn sem framkvæmdaaðilinn gætir. Að morgni hvers dags liggja því fyrir áhorfstölur gærdagsins. Hversu margir horfðu og hverjir horfðu á hvaða stöð, hvaða þátt, hvaða auglýsingu o.s.frv. Gallup hefur fyrir nokkru síðan hafið undir- búning þess að koma á rafrænum mælingum með People meter hér á landi. Sjónvarpið, Skjár einn, Stöð 2 og Sýn hafa sýnt þessu verkefni áhuga og þegar tilkynnt þátttöku. Ljóst er að kostnaðurinn mun að mestu leyti lenda á sjón- varpsstöðvunum. SAU og SÍA munu einnig koma að verkefninu enda víst að það skiptir þessa aðila miklu máli að fá sem réttastar áætlanir um áhorf á auglýsingatíma í sjónvarpi. Viðamikil framkvæmd Framkæmdin er viðamikil og nolrkuð dýr þegar horft er til smæðar íslensks sjónvarps- og auglýsingamarkaðar. Velja þarf a.m.k. 300 heimili, sem endurspegla þjóðina, til að taka við People rneter. Þar sem sjónvarpsáhorfið á þessum 300 heimilum á að endurspegla áhorfið á öllum heimilum landins þarf að vanda valið vel. Tryggja þarf t.d. að tekjuskipting heimil- 10 LAND & SYNIR

x

Land & synir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2547-7412
Tungumál:
Árgangar:
14
Fjöldi tölublaða/hefta:
45
Gefið út:
1995-2008
Myndað til:
2008
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ásgrímur Sverrisson (1995-1998)
Sigurjón Baldur Hafsteinsson (1999-1999)
Ásgrímur Sverrisson (2001-2008)
Efnisorð:
Lýsing:
Félag kvikmyndagerðarmanna i samvinnu við kvikmyndasjóð.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.04.2002)
https://timarit.is/issue/396764

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.04.2002)

Aðgerðir: