Fréttablaðið - 04.04.2018, Side 35

Fréttablaðið - 04.04.2018, Side 35
Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 4. apríl 2018 Tónlist Hvað? Tiny Moving Parts (US) á Gauknum Hvenær? 19.00 Hvar? Gaukurinn, Tryggvagötu Tiny Moving Parts frá Ameríkunni mætir á Gaukinn. Ásamt sveitinni munu koma fram: Buxnaskjónar, Tófa, Snowed In, Rythmatik. 1.500 ISK við inngang. Tónleikarnir byrja kl. 20.00. Viðburðir Hvað? Lífsstílskaffi I Vorverkin í garðinum Hvenær? 20.00 Hvar? Borgarbókasafnið, Gerðubergi Garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir fjallar um helstu vor- verkin í garðinum með sérstakri áherslu á undirbúning matjurta- ræktunar sumarsins. Jafnframt mun hún fara yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga til að garðurinn haldist blómlegur og fagur allt sumarið. Guðríður eða Gurrý er nú starfandi sem forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, og er með BS-gráðu í líffræði og MPM frá HÍ og garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Hún hefur unnið við garðyrkju með einum eða öðrum hætti frá unglings- árum og var jafnframt með þætti um garðyrkju á RÚV. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Hvað? Samflot í Árbæjarlaug Hvenær? 20.00 Hvar? Árbæjarlaug Samflot er hugsað sem vettvangur fyrir fólk til að koma saman og njóta fljótandi slökunar. Flotið skilar góðri slökun sem nærir lík- ama og sál. Allir velkomnir. Ekki er rukkað fyrir samflotið, eingöngu ofan í laug. Hvað? Sögustund fyrir yngstu kyn- slóðina Hvenær? 17.30 Hvar? Bókasafn Seltjarnarness Lesin verður bókin Sigurfljóð hjálpar öllum. Sigurfljóð vaknar eldsnemma og finnur um leið að þetta verður óvenjulegur dagur. Hún smellir ofurkossi á pabba og mömmu, fær sér grænt epli og flýgur út. Hvað? Life as Metaphor | Ritsmiðja með Willonu Sloan Hvenær? 16.00 Hvar? Borgarbókasafnið, Kringlunni Bandaríski rithöfundurinn Will- ona Sloan kennir ritsmiðjuna Life as Metaphor. Kennslan fer fram á ensku en þátttakendum er frjálst að skrifa á íslensku eða öðrum tungumálum. Hér verður kennt að nýta eigin reynslu til þess að skrifa texta með dýpi og tilfinningu, þar sem sjálfið kemur í ljós. Athugið að þátttakendur þurfa að skrá sig í smiðjuna með því að senda póst á sunna.dis.masdottir@reykjavik.is. Sýningar Hvað? Innrás I: Guðmundur Thorodd- sen Hvenær? 13.00 Hvar? Ásmundarsafn Árið 2018 eru fyrirhugaðar fjórar innrásir í sýninguna List fyrir fólkið í Ásmundarsafni, þar sem verk myndhöggvarans eru skoðuð út frá ólíkum tímabilum á ferli hans. Völdum verkum hans er skipt út fyrir verk starfandi lista- manna. Fyrsti listamaðurinn í röðinni er Guðmundur Thorodd- sen. Guðmundur hefur undanfarin ár beint sjónum sínum á kómískan hátt að karlmennskunni og notað til þess meðal annars skúlptúra úr keramik og viði. Gróf form og efnisnotkun Guðmundar býður upp á áhugavert samtal við verk Ásmundar. Hvað? Myrkraverk Hvenær? 10.00 Hvar? Kjarvalsstaðir Hvað? Kjarval: Líðandin – la durée Hvenær? 10.00 Hvar? Kjarvalsstaðir Hvað? D33 Anna Fríða Jónsdóttir: Tónn Hvenær? 10.00 Hvar? Hafnarhúsið Veröldin er uppfull af hljóðbylgj- um á mismunandi tíðni sem við nemum með skynfærum okkar. Bylgjurnar ferðast frá sendanda til móttakanda, þær eru samskipta- form fyrir hvern þann sem leggur við hlustir. Á ferðalögum sínum hefur Anna Fríða leitað eftir sam- hljómi í umhverfinu, þar sem hún hlustar eftir einstökum tónum. Hún skoðar veröldina í kring um sig eins og úrval af hljóðfærum þar sem ýmislegt er í boði; pákur, píanó, bjöllur og strengir. Hún fangar þessar hljóðbylgjur og býr þeim til form í verkum sínum. Hún gerist hljómsveitarstjóri náttúr- unnar þegar hún stendur uppi á trjábol og stjórnar skógarsinfóníu, býr til tónlist úr heilabylgjum og reynir að hafa áhrif á þær með rödd sinni, smíðar tónverk úr snörpum vindhviðum og undir- tónum öldunnar. Hvað? Innblásið af Aalto: með sjálf- bærni að leiðarljósi Hvenær? 11.00 Hvar? Norræna húsið Sýningin tekur fyrir húsgagna- og aðra innanhússhönnun eftir finnska arkitektinn Alvar Aalto, sem og valda meistarahönnuði sem hafa starfað undir áhrifum frá Aalto. Allir hönnuðir á sýningunni eiga sammerkt að hafa unnið fyrir hönnunarfyrirtækið Artek, sem Alvar Aalto var meðstofnandi að árið 1935. Markmiðið með sýning- unni er ekki bara að kynna hina einstöku hönnun Aalto, heldur einnig framsýnar hugmyndir hans um gæði, sjálfbærni og sambandið milli góðrar hönnunar og betra samfélags. Hvað? Anamnesis – Myndlist í and- dyrinu Hvenær? 11.00 Hvar? Norræna húsið Landslag, sérstaklega vetrarlands- lag, hefur gengt mikilvægu hlut- verki í málverki Aki Koskinen. Tré eru fastur þáttur í verkum hans enda hefur hann ætíð búið við þétt skógarsvæði, eins og hann sjálfur segir frá. Verk Aki endurspegla þau áhrif sem hann verður fyrir í löngum göngutúrum í náttúrunni, bæði úr nútíð og fortíð. Látlaus litasamsetning í myndum hans endurspeglar friðsæld mannlausra finnskra skóga að vetrarlagi. Garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir fjallar um helstu vorverkin í garð- inum í Borgarbókasafninu í Gerðubergi í dag. Það fer að koma tími á þetta. Aðalfundur Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, miðvikudaginn 18. apríl 2018 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða: Stjórn Hampiðjunnar hf. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur ásamt ársreikningi félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega eða með rafrænum hætti og þannig að dagsetning komi fram. MARGFALT SKEMMTILEGRI 365.is 1817FIMMTUDAGA OG FÖSTUDAGA m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 19m i ð V i K U D A g U R 4 . A p R í L 2 0 1 8 0 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :5 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 9 -6 0 3 8 1 F 5 9 -5 E F C 1 F 5 9 -5 D C 0 1 F 5 9 -5 C 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.