Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.09.2017, Síða 15
hana til að flýta sér á eftir henni. Örlögin
höguðu því þannig að stuttu síðar gafst
Yeonmi tækifæri en það krafðist þess að taka
ákvörðun á sekúndunni án þess að geta farið
heim á milli og látið vita. Hún var með móður
sinni og þær ákváðu að leggja af stað þrátt
fyrir að Yeonmi væri enn mjög veik. Yeonmi
segist hafa ímyndað sér að þær gætu auðveld-
lega komið föður hennar fljótlega líka yfir.
Þær yrðu að finna systur hennar og hún um
að nú fengju þær að borða.
Mæðgurnar seldar
„Allir Norður-Kóreumenn búa á sama svæði
og þið finnið Eunmi þar,“ var logið að þeim
um hve auðvelt það væri að finna Eunmi.
Sannleikarinn var sá að þær áttu ekki eftir að
sjá hana í lengri tíma.
„Eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að
læra síðustu árin er að treysta karlmönnum
því í Kína biðu mín hræðilegir hlutir þótt af
öðru tagi væru en í Norður-Kóreu. Við móðir
mín vorum lentar í höndunum á glæpamönn-
um sem stunduðu mansal. Ég var seld, oft-
sinnis, og móðir mín sömuleiðis. Það fyrsta
sem ég varð vitni að þegar við komum yfir til
Kína var að sjá móður minni nauðgað fyrir
framan mig. Dvölin í Kína var hræðileg og ég
þurfti að læra það síðar meir þegar ég full-
orðnaðist að ekki eru allir karlmenn nauðg-
arar og að þeir Kínverjar sem fóru illa með
okkur endurspegla ekki alla kínversku þjóð-
ina. Það var líka stórt skref fyrir mig að öðl-
ast trú á mannkyninu að nýju, stærsta skref-
ið.“
Í Kína var einn „eigandi“ Yeonmi maður
sem hún náði að semja við, aðeins 13 ára
gömul, að bjarga fjölskyldu hennar. Móðir
hennar hafði þá verið keypt á bóndabæ og
faðir hennar var enn í Norður-Kóreu. Hún
var aðeins 13 ára en í skiptum fyrir frelsi fjöl-
skyldunnar og raunar að vera ekki afhent
kínversku lögreglunni féllst hún á að vera
„litla hjákona“ mannsins. Móðir hennar var
keypt til þeirra og föður hennar var smyglað
til Kína til þeirra. Gleðin yfir sameiningu
þeirra þriggja var mikil en á gleðina skyggði
margt. Eunmi vantaði enn og það uppgötv-
aðist að faðir hennar átti einungis örfáa mán-
uði eftir ólifaða, hann var með langt gengið
krabbamein. Þá var sársauki fjölskyldunnar
mikill yfir því hvernig sameining þeirra var
tilkomin. Þótt þau vissu öll að Yeonmi hefði
getað verið seld á afskekktan bóndabæ og
aldrei spurst til hennar meir hafði maðurinn
sem sameinaði þau, Hongwei, um leið níðst á
Yeonmi. Framkoma hans við Yeonmi skánaði
þegar honum var sagt að hún væri 13 ára en
ekki 16 ára eins og smyglararnir höfðu sagt.
Yeonmi segir að hann hafi sýnilega fengið
áfall og sagt að ef hann hefði vitað aldur
hennar hefði hann ekki neytt hana til að sofa
hjá sér.
Flóttinn til Suður-Kóreu
„Norður-Kóreubúar sem hafa náð að flýja til
Kína búa við stöðuga hræðslu þar sem kín-
versk yfirvöld senda flóttamenn til baka hik-
laust, þeir líta á okkur sem ólöglega innflytj-
endur en senda okkur þar með í dauðann.
Mér var stöðugt hótað að ég yrði afhent kín-
versku lögreglunni ef ég gerði eitthvað. Ef
kínverska ríkisstjórnin myndi breyta stefnu
sinni gagnvart norðurkóreskum flóttamönn-
um myndu þessir glæpamenn missa þetta
vald til að geta stundað mansal og þrældóm.
Það myndi svo ótrúlega margt breytast ef við
sæjum að Kína er afar stór hluti af þessu
vandamáli. Meðan Kína styður Norður-
Kóreu, er í viðskiptum við landið og fram-
fylgir þessari hörðu stefnu er erfitt að þjarma
að stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Við sem ein-
staklingar getum hætt að skipta við Kína,
með því að kaupa hluti framleidda í Kína er-
um við að styðja við áframhaldandi ástand í
Norður-Kóreu.“
Í Kína hvarf yfirþyrmandi hungrið en í
staðinn bjuggu þær mæðgur við stöðugt óör-
yggi og ógnarvald karlmanna. Yeonmi hélt að
lífið yrði alltaf svona þegar móðir hennar
kynntist konu sem sagði þeim að í Suður-
Kóreu væri tekið á móti flóttamönnum frá
Norður-Kóreu með virktum, þar gætu þær
fengið ríkisborgararétt. Áður höfðu þær aldr-
ei íhugað möguleikann á að flýja til Suður-
Kóreu. Förin var afar hættuleg en hún lá í
gegnum Mongólíu með hjálp kristinna trú-
boða. Yeonmi vissi að hún vildi frekar deyja
en lifa því lífi áfram sem hún gerði í Kína.
Faðir hennar var þarna látinn og þeim hafði
ekki tekist að hafa upp á Eunmi. Þær komust
á leiðarenda eftir háskaför í gegnum ískalda
Góbí-eyðimörkina.
Ekkert til sem heitir „ég“
„Ég get sagt þér að um leið og það var gott
var afar erfitt að fá frelsi og skilja frelsið. Ég
þurfti að læra svo margt og það hræðir mig
stundum hvað ég á eftir að læra margt. Í að-
lögunarmiðstöðinni í Suður-Kóreu var erfitt
að læra einföld atriði eins og að hreinlega
kynna sig. Í Norður-Kóreu er ekkert til sem
heitir „ég“ bara „við“. Allt í einu var ekki
lengur aðeins eitt rétt svar við hverri spurn-
ingu, sem yfirvaldið kenndi, eins og ég var al-
in upp við. Um leið trúði ég þessu ekki, kleip
mig oft á dag til að fullvissa mig um að ég
væri komin þangað.“
Árið 2009 fengu þær mæðgur pappíra um
að þær væru ríkisborgarar í lýðveldinu Kór-
eu. Yeonmi lagði hart að sér við námið, ekki
síst þegar hún fann að fólk hafði ekki mikla
trú á því að Norður-Kóreubúi gæti spjarað
sig vel, margir sögðu við hana að gera sér
engar vonir, hún yrði aldrei samkeppnishæf á
vinnumarkaði þar sem hún yrði að keppa við
venjulega Suður-Kóreubúa sem væru helstu
námshestar veraldarinnar.
Hún ætlaði að sýna annað. Fólk fór fljótt að
kalla Yeonmi námsmaskínuna og á meðan
hún sat yfir bókum reyndi móðir hennar að
spyrjast fyrir um Eunmi. Yeonmi las og las
og notaði aukapening til að kaupa bækur,
þangað til hún komst að því hvað bókasafn
var. Það var endalaus fróðleikur að innbyrða
sem var sjálfsagður grunnfróðleikur allra
annarra. Henni fannst erfitt að trúa því hvað
þau höfðu vitað lítið um umheiminn. Hún
lærði líka hve illa Kim-feðgarnir höfðu farið
með þjóð hennar og hve marga þeir höfðu
drepið.
Móðir hennar var þó ekki laus við karl-
menn sem níddust á henni og lenti í sambandi
með drykkju- og ofbeldismanni. Yeonmi fékk
áhuga á að lesa lögfræði þegar hún uppgötv-
aði að lögreglan gat illa verndað móður henn-
ar gegn heimilisofbeldi. Hún fékk inngöngu í
virtan háskóla og bauðst einnig að taka þátt í
sjónvarpsþáttum sem fjölluðu um norðurkór-
eska flóttamenn. Þátturinn var sýndur um
allt land og Yeonmi lifði í þeirri von að systir
hennar myndi sjá hana og hafa samband.
Smám saman komst lífið í betra horf og móðir
hennar kynntist góðum manni.
Sumarið 2013 bauðst Yeonmi að fara til
Bandaríkjanna og Kosta Ríka, í fimm mánaða
sjálfboðaliðastarf til að aðstoða fátækt fólk. Í
Georgíu var hringt til hennar. Systir hennar
var fundin, örugg í Suður-Kóreu. Yeonmi hef-
ur sagt að saga systur hennar sé hennar
einkamál og hún muni kannski deila henni
þegar hún sé tilbúin. Ekkert geti þó lýst
gleðinni yfir endurfundum þeirra, eftir sex
ára aðskilnað.
Varð ástfangin á Íslandi
Það er merkilegt að komast að því að af öll-
um stöðum á Ísland stórt pláss í hjarta
Yeonmi. „Ísland var fyrsta landið sem ég
heimsótti sem ferðamaður, fyrsti flugmiðinn
sem ég keypti fyrir minn eigin pening og
safnaði mér fyrir var flugmiði til Keflavíkur,
það hafði verið draumur að koma hingað til
lands og af því varð í fyrra. Ég kom hingað
með bandarískum vini mínum í fyrra og við
urðum ástfangin í Bláa lóninu,“ segir Yeonmi
og leggur höndina brosandi á hjartastað. „Við
ætlum að koma aftur, ég er mikið náttúru-
barn, var í nánum tengslum við náttúruna í
Norður-Kóreu og náttúran hér og rólegheitin
– ég dýrka það. En ég þurfti að fara í gegnum
mikla sálarlega vinnu til að læra að elska.“
Yeonmi býr í Bandaríkjunum, er þar í
framhaldsnámi í háskóla og segir líf sitt tals-
vert ólíkt því sem var.
„Það tók mig langan tíma að venjast því að
vinkonur mínar lásu stjörnugjafir um veit-
ingastaði sem þær ætluðu að borða á, um-
sagnir gesta og slíkt. Var matur ekki bara
matur, þar sem magnið skiptir mestu máli?
Ég er nýfarin að kunna aðeins á þetta, og
leyfa mér að upplifa að það er líka hægt að
meta hlutina út frá gæðum. Svo eru það litlu
vandamálin, það er munaður að leyfa sér að
eiga lítil vandamál. Fyrst þegar vinkonur
mínar voru miður sín ef kærastinn þeirra
hringdi ekki varð ég ein stór augu? Var það
raunverulega vandamál?!“ segir Yeonmi og
hlær.
Alþjóðasamfélagið hefur brugðist
Hvað er mikilvægast, finnst þér, að Íslend-
ingar átti sig á varðandi Norður-Kóreu?
„Að það er svo margt sem við getum gert.
Ímyndið ykkur ef þið væruð ekki frjáls og
þeir frjálsu tækju ekki ykkar málstað. Þið
mynduð búast við því að einhver risi upp við
dogg. Við eigum að eyða orku okkar í það því
það sem skilgreinir okkur sem manneskjur er
það að okkur stendur ekki á sama um náung-
ann.
Fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina fjallað um
Norður-Kóreu fyrst og fremst út frá stjórn-
málum, hernaði og efnahagnum. Þær 25 millj-
ónir sem búa þarna hafa gleymst. Ég held að
fjölmiðlar gætu spilað stærra hlutverk í því
að fræða um líf okkar íbúanna þar.“
Hvernig finnst þér alþjóðsamfélagið vera
að taka á málefnum Norður-Kóreu?
„Alþjóðasamfélagið hefur brugðist. Þið sjá-
ið hvað þetta eru orðin mörg ár, næstum 70,
sem þessir einræðisherrar hafa verið við völd
og níðst á sinni þjóð. Það er mikil áskorun að
finna nýjar leiðir en ég held að valdamikið
fólk geti haft raunveruleg áhrif. Það verður
að muna að það er ekki hægt og á ekki að
semja við þá, þetta eru hryðjuverkamenn,
ekki ríkisstjórn. Þeir drepa fólk fyrir að horfa
á bíómynd eða hringja til útlanda.
Ef við settum pressu á Kína myndi eitthvað
breytast. Kína er afar stór partur af þessu
vandamáli. Hugsaðu þér ef Norður-Kórea
hætti til dæmis bara að fá eldsneyti frá Kína,
þá gætu þeir ekki keyrt skriðdrekana sína.
Við verðum að spyrja okkur; myndum við
eiga í viðskiptum við nasista?“
Hvernig verða næstu árin í lífi þínu?
„Ég ætla að halda áfram að segja heim-
inum frá lífi okkar íbúanna í Norður-Kóreu
en ég vona að ég geti hjálpað meira en að
stuðla að vitundarvakningu. Ég mun fara var-
lega, þegar ég var að skrifa bókina var sífellt
njósnað um mig en útgáfufyrirtækið Penguin
stóð við bakið á mér og trúði á mig. Ég er
mjög þakklát þeim og réttlætiskennd þeirra.
Margir trúðu á mig og lögðu upp í þessa ferð
með mér. Ég er líka þakklát þessu yndislega
fólki sem ég hef hitt á Íslandi og hefur tekið
svona vel á móti mér og mínum málstað. Ég
veit að Norður-Kórea er langt í burtu og það
er hellingur að gerast í heiminum. Ég vil að
þið vitið hvað ég er þakklát.“
„Ég ætla að halda áfram að segja heiminum frá lífi okkar íbúanna í Norður-Kóreu en ég vona að ég
geti hjálpað meira en að stuðla að vitundarvakningu. Ég mun fara varlega, þegar ég var að skrifa
bókina var sífellt njósnað um mig en útgáfufyrirtækið Penguin stóð við bakið á mér og trúði á mig.
Ég er mjög þakklát þeim og réttlætiskennd þeirra.“
’Ísland var fyrsta landið semég heimsótti sem ferðamaður,fyrsti flugmiðinn sem ég keyptifyrir minn eigin pening og safn-
aði mér fyrir var flugmiði til
Keflavíkur, það hafði verið
draumur að koma hingað til
lands og af því varð í fyrra.
3.9. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15