Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.09.2017, Síða 24
HEILSA
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.9. 2017
Margir foreldrar kannast við hversu erfitt
getur verið að koma grænmeti og annarri
hollustu ofan í börn sín. Nú þegar skólarnir
eru byrjaðir og rútína kemst á heimilislífið er
ekki úr vegi að skoða, eða endurskoða,
mataræði barnanna. Börn eru gjarnan sólgin
í sykursætan mat eða skyndibita en það er
foreldranna að passa upp á mataræði barna
sinna og vera góðar fyrirmyndir. En hvað er
til ráða ef farið er út af sporinu eða foreldrar
vilja bæta sig og bjóða börnum sínum upp á
hollari mat?
Í nýrri heilsugrein á cnn.com má finna góð
ráð til að auka hollustu í mataræði barnanna.
Passið sykurinn. Ekki gera börnin að syk-
urfíklum. Sykurinn leynist víða í dag í unnum
matvörum. Gott ráð er að banna allt sykrað
gos og aðra sykraða drykki. Einnig er mik-
ilvægt að lesa vel á umbúðir og forðast mat
sem inniheldur viðbættan sykur.
Leyfið börnum að taka þátt. Fáðu börn-
in til að vera meðvituð um hollustu og taka
þátt í vali á mat og eldamennsku. Börn hafa
einstaklega gaman af því að rækta grænmeti
eða kryddjurtir, sjá það vaxa og njóta þess að
borða eigin uppskeru. Mörg börn hafa líka
gaman af því að spreyta sig í eldhúsinu og fá
að hjálpa mömmu og pabba við eldamennsk-
una.
Gefið þeim val. Foreldrar ættu að gefa
börnum ákveðið val, en passa að hafa val-
möguleikana holla. Gott er að leyfa þeim að
velja í nesti hvaða ávöxt þau vilja en ekki
bjóða upp á kex eða sætmeti.
Verið hugmyndarík! Mörg börn eru ekki
hrifin af grænu grænmeti, eins og spínati og
grænkáli. Aftur á móti eru börn oft mjög
hrifin af söfum og hristingum ýmiskonar.
Hægt er að búa til góða ávaxtasafa og henda
með nokkrum grænum laufum. Jafnvel setja
smávegis í byrjun en auka magn grænmetis
með tímanum. Smátt og smátt venst bragðið
og börnum fer að þykja græni drykkurinn
nokkuð góður! Þannig þróast líka bragðlauk-
arnir og barnið öðlast smekk fyrir grænmeti.
Verið góðar fyrirmyndir! Börnin gera
allt sem við gerum og ef við borðum hollan
mat, vilja þau gera það líka. Verið dugleg að
skera niður grænmeti og ávexti og hafa til
taks þegar hungrið sverfur að. Það er betra
að láta þau herma eftir matarvenjum okkar
heldur en að segja þeim hvað þau eiga að
borða.
Gerið hollar tilraunir. Oft er gott að end-
urskoða hversu mikið brauð og pasta fer ofan
í börnin. Slepptu öllu brauði með mat og
prófaðu þig áfram í að skipta út pasta fyrir
strimla úr kúrbít. Notaðu kókós- eða möndlu-
hveiti í stað hvíts hveitis.
Ekki gefast upp. Það er ekki víst að allt
breytist á augabragði og stundum er farið út
af sporinu. En þetta er langhlaup og hvert
skref stuðlar að betri heilsu barnanna ykkar.
Að velja hollt
fyrir börnin
Gaman er að leyfa börnunum að vera með í að velja hollan mat og taka þátt í matargerðinni.
’ Það er betra að láta þauherma eftir matarvenjumokkar heldur en að segja þeimhvað þau eiga að borða.
Haustið er gengið í garð og enn á ný fara margir að endurskoða
mataræðið eftir grillveislur sumarsins. En ekki má gleyma
börnunum því lengi býr að fyrstu gerð! Gott er að rifja upp góð
ráð um hvernig hægt sé að fá börnin til að borða hollari mat, og
finnast hann spennandi og bragðgóður!
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Hvers vegna fólk og dýr geispa
hefur lengi vafist fyrir vísinda-
mönnum. Nokkrar kenningar eru
uppi um ástæðurnar en það
merkilega er að um er að ræða
blöndu ósjálfráðs viðbragðs og
sjálfráðrar hreyfingar. Sumir vís-
indamenn telja að við geispum til
að ná meira súrefni inn í líkamann
eða til að losa líkamann við koltví-
sýring. Þannig geispum við þegar
við erum þreytt því þá verður
öndun hægari og líkaminn þarfn-
ast súrefnis. Aðrir telja að við
geispum vegna leiðinda. Þriðja
kenningin tengist þróunarkenn-
ingu og er sagt að geispi sé til þess
að sýna tennurnar.
En eitt er víst, geispar eru smit-
andi! Mögulega geisparðu við það
eitt að sjá myndina hér til hliðar. Í
háskólanum í Nottingham hafa
rannsakendur skoðað hvað gerist í
heilanum sem veldur því að við
hermum eftir þegar við sjáum
annað fólk geispa. Svarið er að
finna í hreyfistöðvum heilans.
Smitandi geispi er eitt form af
eftirhermuhegðun (echophenom-
ena), sem veldur því að við herm-
um ósjálfrátt eftir orðum eða
hreyfingum annarra. Slík hegðun
finnst einnig í fólki með Tourette,
einhverfu og flogaveiki, sam-
kvæmt grein á bbc.com.
Gerð var rannsókn á 36 sjálf-
boðaliðum og kannað hvað gerð-
ist í heilanum þegar fólk horfði á
aðra geispa.
Sumir fengu þau fyrirmæli að
það væri í lagi að geispa en öðrum
var sagt að reyna að bæla geisp-
ann.
Vísindamenn fundu út að þeir
gætu aukið tilhneigingu fólks til að
geispa með því að nota utanað-
komandi örvun með seglum.
Þessi uppgötvun gæti haft áhrif
á Tourettesjúklinga og opnað á
þann möguleika að geta betur
stjórnað ósjálfráðum orðum eða
gjörðum.
LÆKNAVÍSINDIN
Geispar eru
smitandi
Vísindamenn eru ekki sammála um
ástæður þess að við geispum.
Augnlæknar ráðleggja fólki sem notar linsur að vera ekki með þær
lengur en í 12-14 tíma á dag. Gott er að hvíla augun þegar þú ert
heima við og um helgar og nota gleraugu í staðinn.
Augu þurfa hvíld