Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.09.2017, Síða 28
Það er töluvert af ferðamönnumí Orkneyjum en samt eruheimamenn mjög gestrisnir.
Ég tala ekki um ef maður mætir í ís-
lenskri lopapeysu og flaggar norræn-
um uppruna sínum. Þeim finnst þeir
svolítið vera frændur okkar,“ segir
Unnur Björk Lárusdóttir skjala-
stjóri um Orkneyinga sem hún heim-
sótti núna í lok júní. „Þeir gera mikið
úr norrænu arfleifðinni sinni og við
fundum vel hvað við vorum velkomn-
ar. Við vorum ekki túristar, við vor-
um gestir.“
Unnur hefur mjög gaman af því að
ferðast og vill helst blanda saman
gönguferðum og menningu.
„Ég ætlaði upphaflega að fara með
íslenskri ferðaskrifstofu sem heitir
Skotganga, sem íslensk hjón í Skot-
landi reka, en það gekk ekki upp. Í
fyrra hafði ég farið í ferð til eyjunnar
Skye með skosku ferðaskrifstofunni
Walkabout Scotland. Þá komst ég á
bragðið og fór núna með þeim til
Orkneyja þar sem er mjög mikil
saga,“ segir Unnur sem er sagnfræð-
ingur í grunninn. Hún fór ásamt vin-
konu sinni í ferðina og svo skemmti-
lega vildi til að þær voru bara tvær í
ferðinni með enska einkabílstjór-
anum og leiðsögumanninum Stuart,
sem var mjög skemmtilegur.
„Hann var á Land Rover sem hafði
verið keyptur fyrir þessa ferð svo við
vorum bara eins og tvær fínar frúr
og létum keyra okkur norður allt
Skotland, gegnum Inverness og til
Gills Bay þaðan sem ferjan fer til
Orkneyja. Það er ekki löng sigling
frá meginlandinu og komið er að í
bænum St. Margaret’s Hope. Eyj-
arnar eru um sjötíu og tuttugu þeirra
í byggð. Aðaleyjan er kölluð Main-
land, eða Meginlandið, og höfuðstað-
urinn er Kirkwall.“
Fimm þúsund ára byggð
„Það skemmtilega við Orkneyjar er
að þar er mjög mikil menning og hún
er mjög gömul. Þar má finna forna
og mjög fjölbreytta sögu, því það hef-
ur verið búið á eyjunum í alla vega
8.500 ár. Á stað sem heitir Skara
Brae er þorp frá steinöld. Það er á
UNESCO-listanum yfir heims-
minjar, enda húsin eldri en píramíd-
arnir og Stonehenge. Þetta eru átta
eða níu hús sem hafa verið endur-
reist og eru mjög vinsæll viðkomu-
staður ferðamanna. Þau eru frá því
svona 3100-2500 f. Kr. Byggðin kom í
ljós eftir mikinn storm árið 1850 og
þarna er talið að hafi búið hátt í 50
manns á hverjum tíma. Maður sér
mjög vel móta fyrir því hvernig húsin
voru. Maður sér útveggi og jafnvel
rúmstæðin og þarna fundust merkir
leirmunir.
Síðar kom keltneski þjóðflokkur-
inn Piktar en það er ekki mikið af
minjum eftir þá. Þeir voru þarna
ennþá þegar Norðmenn komu á 9.
öld og yfirtóku allt á staðnum og
verða nýir herrar. Þeir höfðu jarla en
Rögnvaldur Eysteinsson varð fyrsti
jarlinn árið 875. Orkneyinga saga,
sem er ein af konungasögunum okk-
ar, segir frá lífi þessara jarla, deilum
þeirra og blóðugum bardögum.
Halda upp á heilagan
Magnús
Norrænir menn skildu eftir sig minj-
ar eins og hina fallegu byggð sem er
kölluð Brough of Birsay. Þar getur
maður séð leifar af skálum og húsum,
en það voru fyrstu höfðingjarnir af
norrænum ættum sem bjuggu þarna.
Svo fluttu þeir höfuðstaðinn seinna
til Kirkwall, þar sem nú má sjá dóm-
kirkju heilags Magnúsar, sem er
nyrsta dómkirkja Bretlands. Magn-
ús var einn af jörlunum sem voru
drepnir á eyjunum. Það er fræg saga
og gert mikið með hana og Orkney-
ingar halda hátíð honum til heiðurs.
Skoskir jarlar tóku svo við á 13. öld,
en eyjarnar komast endanlega undir
skosk yfirráð á 15. öld.
Ef við förum nær samtímanum þá
er mikið af minjum úr stríðinu, bæði
úr fyrri og seinni heimsstyröldinni.
Bretar voru þarna með flotastöð, en
vel þekktur er Skapaflói þar sem
Þjóðverjar sökktu árið 1919 um 74
skipum sínum til að forða þeim frá
því að lenda í höndum Breta.
Þarna er mjög vinsæll staður meðal
köfunaráhugafólks sem kemur að
skoða flök sem liggja þarna um allan
flóann.
Hákon prins á brimbretti
Orkneyingar eru mjög stoltir af nor-
rænum uppruna sínum og líta fyrst
og fremst á sig sem Orkneyinga,
frekar en Skota.
Stuart sagði okkur að eigandi
ferðaskrifstofnnar væri svo hrifinn af
þessum norrænu sögum á Orkn-
eyjum að hann hefði viljað láta skíra
son sinn í höfuðið á norrænum jarli
Gestrisnir skoskir víkingar
Unnur Björk Lárusdóttir skellti sér til Orkneyja og féll fyrir gestrisnum eyjaskeggjunum, náttúrunni,
handverkinu og matnum. Ekki spillti fyrir að saga eyjanna er marglaga og alveg mögnuð.
Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is
Jarðsaga Orkneyja er merkilega eins og sést svo greinilega á eyjunni Hoy.
Unnur vill blanda
saman göngu
og menningu
á ferðlaögum.
Morgunblaðið/Hanna
FERÐALÖG Golfstraumsviðri
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.9. 2017
SKJÁVARPADAGAR!
EPSONSKJÁVARPIEB-U32 Helstu kostir EB-U32:
• Upplausn & skerpa:
WUXGA, 1920 x 1200, 16:10 / 15,000 : 1
• Birta:
3,200 Lumen-2,240 Lumen (eco) Litur/hvítt ljós
• Líftími peru:
5000 tímar / Sparkerfi (eco): 10000 tímar
• Tengingar:
USB 2.0 Type A, USB 2.0 Type B,
Wireless LAN IEEE 802.11b/g/n, VGA in,
HDMI in (2x), Composite in, MHL, Cinch audio in
ÞÓR FH
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 9:00 - 18:00
Lokað um helgar
Tölvuverslun - Reykjavík:
Ármúla 11
108 Reykjavík
Sími 568-1581
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
EPSON EB-U32 er tilvalinn fyrir heimli, skóla
eða fyrirtæki. EPSON EB-U32 skilar skarpri
og skýrri mynd, hvort sem um er að ræða
kvikmynd og ljósmynd eða kynningar og
fræðsluefni. EPSON EB-U32 er með
möguleika á þráðlausri tengingu úr farsímum
með iProjection appinu.
Tilboðsdagar á Epson skjávörpum í vefverslun Þórs hf til 5. september 2017.
Lagerhreinsun á eldri skjávörpum og tilboð á nýlegum og nýjum skjávörpum sem
henta bæði skólum, stofnunum og heimilum.
109.0
00EPSON
EB-U3
2
,-
Veðrið á Orkneyjum er ekkert ósvipað því sem hér gerist, nema
kannski ögn hlýrra. Ef ferðast er til eyjanna er því gott að pakka
bæði regnfötum og góðum sumarfötum - auk gönguskónna.