Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.09.2017, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.09.2017, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.9. 2017 Þ að er dapurlegt að horfa upp á hvernig komið er fyrir sífellt fleiri háskólum á Vesturlöndum. Umburðarlyndi er á hröðu undanhaldi. Málfrelsi er tengt óumdeilanlegum rétttrúnaði sífellt sterkari böndum. Þeim sem fara út af línunni er svarað með ofbeldi, óöld og árásum. Stökkbreytt óróaöfl Það vekur athygli að þeir sem helst hafa sig í frammi og æsa til uppþota koma flestir úr efri lögum tekjuhóp- anna. Fyrir fáeinum árum þegar mótmæli og óeirðir sem kennd voru við „Occupy Wall Street“ voru í tísku sást að þeir sem harðast gengu fram voru skrásettir til heimils þar sem verð húsnæðis var meira en helmingi hærra meðaltali þess. Það vekur einnig athygli hvaða fólk það er sem hvet- ur opinskátt á netinu til óeirða og árása á lögreglu, nú síðast undir slagorðinu „Velkomin til helvítis“ í tengslum við G20-leiðtogafundinn í Hamborg. Þýsk yf- irvöld áttu fullt í fangi með að hafa nægilega stjórn á málum þar. Fleiri en 500 lögreglumenn særðust í óeirðunum og tæplega 200 voru handteknir. Hvert tilefni er ný tylliástæða Mótmæli sem áttu upphaflega rót í umdeildu drápi lög- reglu á blökkumanni, sem brotist hafði inn í verslun og veist harkalega að verslunarmanni af indverskum upp- runa, breyttist fljótt í stjórnlaus skrílslæti og eyðilegg- ingaröldu. Yfirskrift þeirra var „Black Lives Matters“ sem er mikilvæg og því miður tímabær árétting, en tók fljót- lega til uppþota og óeirða þar sem bifreiðar og eignir, oft þeirra sem síst skyldi, voru eyðilagðar og brenndar að tilefnislausu. Bratt baráttufólk er hverjum málstað mikilvægt. En það breytist í andhverfu sína þegar tekið er að ganga freklega yfir réttindi annarra, hleypa upp fundum þar sem önnur sjónarmið en mótmælenda koma fram. Næsta stig ER svo sívaxandi ofbeldi með alvarlegri af- leiðingum. Skipuleggjendur óeirða af þessu tagi koma flestir úr vinstra litrófinu, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og ekki síst úr háskólasamfélaginu. Því spyrja margir sig hvers vegna óþol fyrir skoðunum annarra hefur vaxið svo hratt þar á síðustu árum og hart og op- ið gengið fram í að kæfa þær raddir sem falla ekki að „viðurkenndum“ rétttrúnaði. Þá undrast margir að stjórnmálalegir leiðtogar rétt- læta hvað eftir annað framgöngu af þessu tagi eða í það minnsta afsaka hana beint eða óbeint. Þá var mikið í húfi Forðum tíð sneri úlfúð og mótmæli að öðru en því sem nú er efst á blaði. Misskiptingu gæða. Fáum atvinnu- tækifærum og þrengri kostum stórra hópa en líðandi væri. Með öðrum orðum sjálfri lífsbaráttunni. Lífs- kjörum hefur fleygt fram á Vesturlöndum síðustu öld og rúmlega það. En baráttan um þessi efni átti rétt á sér og kallaði iðulega á öflugar hreyfingar, ekki síst á vinstri kanti stjórnmálanna. Á þessum árum lágu burðarflokkar vinstra megin nær róttækninni en síðar varð. Málefnalegri barátta skilaði þeim árangri að forystumenn af þessum væng fengu oftar en áður og lengur aðgang að lýðræðislegu valdi fyrir atbeina kjósenda. Á Íslandi leituðust for- ystumenn á vinstri hlið stjórnmála að draga úr og síðar skera á bein tengsl við fyrirmyndarríkið í austri. Mark- andi atburðir voru Ungverjaland 1956 og Tékkóslóv- akía 1968 og sífellt réttari mynd af „sælunni“ ýtti undir þessa þróun. Róttækir vinstrimenn yfirgáfu þó fæstir sjálfan grundvöll hugmyndafræði sinnar. Það var of stór biti að kyngja. Ekki fullreynt Eftir því sem sovétið fjarlægðist og ryk þess varð eftir á hillum sögunnar heyrist það sjónarmið að kommún- isminn lægi enn óbættur hjá. Afbrigðið sem brúkað var eystra segði enga sögu eða brenglaða um inntak hans og eðli. Hrun Sovétríkjanna varpi aðeins skugga á þá ófullkomnu tilraunastarfsemi, sem þar var gerð, en ekki á kommúnisma sem slíkan. Hvað sem öllum áróðri leið hafi hann aldrei verið raunverulegt leiðarstef Sovétríkjanna. Ekki er mikið hald í þessari huggun. Ekkert bendir til þess að önnur útfærsla hugsjóna kommúnisma í verki hefði farið betur en þarna fór. Einkaeignarrétt- urinn hvarf, kjör voru jöfnuð niður á við eins og komist varð. (Engu breytir þótt fámennur aðall „flokksins“ byggi í felum við önnur kjör). Hitt, sem aldrei var hluti af boðun „hugsjónamanna“ var þó óhjákvæmilegur fylgifiskur. Mölbrotið málfrelsi, allsráðandi ríkisvald, gúlag og geðveikrahæli til að halda utan um bann- færðar skoðanir. Svona „útópía“ lifir ekki daginn án ótal öndunarvéla af þessu tagi. Það segir sig sjálft. Engin tilraun bendir á aðra útkomu. Zimbabve, Ang- óla, Kúba, Venesúela, Norður-Kórea eða annað slíkt afbrigði sýna að lokum sömu niðurstöðu. Vinstrið, sem nú leitar að og finnur kannski frelsara í Corbyn, Chavez, Maduro eða Sanders er svo sann- arlega ekki að boða alla þessa ömurlegu kúgun sem Sovétinu fylgdi. En óskir þeirra um stjórnarfar og endapunkt sýndarveruleikans sem það telur „fólkið eiga rétt á“ endar því miður eins, ef þær rætast. Annars konar leikarar, flottari gervi Vestur í Bandaríkjunum er það helst vel stætt ungt fólk úr efrihluta miðstéttar sem mannar mótmæli, upp- þot og óeirðir. Verkamenn, iðnaðarmenn og verk- smiðjufólk, sem áður voru, með sínar lúnu hendur og bogna bak, helgar táknmyndir andófsins, láta ekki sjá sig. Sá hluti þeirra sem fer þó á kjörstað er líklegastur til að kjósa Donald Trump. Fróðlegt væri að fá skoðað hvar bandarískir vinstrimenn fóru út af í upphafningu sinni á handhöfum rétttrúnaðarins standandi með sinn hreina gljáfægða skjöld andspænis fyrirlitlega undir- málsliðinu (the deplorables). Fyrst farið í vindmyllurnar, nú í stytturnar Og þeir fara út af hvar sem þeir koma því við. Áður þótti afkáralegt að leggja í stríð við vindmyllur. Nú brugga hetjur háskólanna gömlum styttum launráð. Suðurríkjamenn stóðu sigraðir og auðmýktir. Liðs- menn Lincolns horfðu yfir yfirgengilegan blóðvöllinn og töldu að ekki ætti að ganga nær þeim en þyrfti. Við- urkennt var að ungmennaskarinn sem settur var í fremstu víglínu að sunnan og norðan var í góðri trú. Hann taldi sig vera að berjast og líklega að týna sínu nýbyrjaða lífi í þágu málstaðar sem annað fólk og reyndara hafði ákveðið og ábyrgst. Bardagamennirnir ungu vissu ekki annað en að sá málstaður væri verð- ugur. Enda hefði verið sýnu ömurlegra að láta lífið fyr- ir lítið og jafnvel eitthvað sem var verra en ekkert. Þetta voru aðrir tímar. Á svipuðu skeiði voru Íslend- ingar að dæma menn til þrælkunar í öðru landi fyrir að stela snærisbút. Okkar lærðustu menn sögðu upp dóma um slíkt. Sýslumenn horfðu vökulu auga á þegar reynt var að sarga af mönnum höfuðið með bitlitlum öxum eftir að þeir höfðu verið klipnir með brennandi töngum á leið á aftökustað. Styttusnauð þjóð Við eigum svo sem engar styttur af þessum góðu sýsl- unarmönnum með konungsbréf. Það væri þó óneitan- lega áhugavert að eiga málverk eða brjóstmynd af fleiri fræknum löndum okkar en finnast, þótt margt hafi þeir þurft að bjástra við sem á litla samleið með núlíðandi stund. Rétt eins og Leifur heppni og Ingólfur Arnarson er Snorri Sturluson í standmynd aðeins tilgáta sem færir okkur ekki miklu nær honum. Þó er betra en ekki að slík ábending sé til og aðferð til að sýna sögulegum risa dálítinn virðingarvott. Það væri ekki ónýtt að eiga styttur af þeim Njáli og Gunnari. Hægt væri að gera tvær styttur af Jóni Páli hinum sterka og hafa aðra í Jakabóli hér fyrir sunnan Kóngar, skjaldar- merkikerti og virðu- legir vindhanar Reykjavíkurbréf01.09.17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.