Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.09.2017, Page 40
SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2017
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Golf Model 2945
Lengd 216 cm. Leður ct.10. Verð 299.000,-
s
s Relevé Model 2572
Lengd 281x223cm. Leður ct.15
Verð 629.000,-
s Savoy Model V458
Lengd 223 cm. Leður ct.15. Verð 399.000,-
s Dado Model 2822
Lengd 214 cm. Leður ct.10. Verð 299.000,-
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Italia
Skoðið nýju vefverslun okkar
casa.is
„Þessi beitta og flott útlítandi kvikmynd ætti auðveldlega að ná alþjóðlegri at-
hygli eftir Feneyjar Orizzonti og Toronto kvikmyndahátíðina,“ segir í dómi vef-
miðilsins Screen Daily um nýjustu kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar,
Undir trénu, sem frumsýnd var á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í
gær og keppir þar í flokknum Orizzonti, fyrst íslenskra kvikmynda í fullri
lengd. Myndin verður frumsýnd hérlendis í vikunni, 6. september.
Dómar um myndina eru nýfarnir að detta inn og Screen Daily lofar myndina
og segir umgjörð hennar sérstaklega flotta, þar sem flott blæbrigði og hæg
stígandi virki ákaflega vel. Leikararnir eru lofaðir í hástert en senuþjófurinn sé
Edda Björgvinsdóttir sem „spýti heift og blótsyrðum af slíku afli og sannfær-
ingu“ að hún komi karakter sínum í sögubækurnar fyrir eftirminnilegar kvik-
myndapersónur.
Undir trénu
fær frábæra
dóma í
Screen Daily
og þá sér-
staklega
Edda Björg-
vinsdóttir.
AFP
Edda Björgvins
í sögubækurnar
Sigurður Sigurjónsson, Steinþór Hróar Steinþórsson eða „Steindi“, Edda Björgvinsdóttir og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson.
Screen Daily kvikmyndavefurinn á ekki orð yfir
frammistöðu Eddu Björgvinsdóttur leikkonu í
kvikmyndinni Undir trénu.
Síðsumars 1967 geisaði ritdeila
á vettvangi Velvakanda í Morg-
unblaðinu um bakpokaferða-
langa. Lesandi sem kallaði sig
T.H.H. amaðist upphaflega við
þeim í bréfi til Velvakanda og
notaði orðið „þumalfingurs-
bakpokalýður“. Þetta væri fólk
sem tímdi hvorki að kaupa sér
rútufar né gistingu og réttast
væri að útrýma því.
Egon Hitzler frá Gröf í Greni-
vík í Grýtubakkahreppi tók til
varna og benti á, að þótt Ísland
væri flestum löndum fallegra
væri það hið dýrasta ferða-
mannaland: „Hvar erlendis þarf
fólk að greiða 400 krónur fyrir
meðalgistihússherbergi og 86
krónur fyrir ódýrasta hádegis-
verð? Hvergi.“ Fyrir vikið væri
eðlilegt að þetta unga fólk
reyndi að spara eins og hægt
væri þegar hingað væri komið.
„Ferðalangur“ tók í svipaðan
streng. „Ferðalög „á puttanum“
eru algeng alls staðar í V-Evrópu
og N-Ameríku. Fjársnauðir
námsmenn iðka þau aðallega,
og við fratstofnanir eins og há-
skólana í Oxford og Cambridge
er viðtekinn siður, að stúdentar
fari á puttanum til Lundúna.“
GAMLA FRÉTTIN
Þumal-
fingursbak-
pokalýður
Puttaferðalangar hafa lengi svett svip á hringveginn. Þessi mynd er frá 2014.
Morgunblaðið/Eggert
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Georg Bjarnfreðarson
persóna úr Vaktaseríunni
Jóhannes úr Kötlum
skáld
Milton Friedman
hagfræðingur