Feykir - 30.01.2014, Blaðsíða 4
4 Feykir 04/2014
Aflahornið 19.-25. janúar 2014
225 tonn til hafnar
Í viku 4 var landað rúmum 95 tonnum á
Skagaströnd, tæpum 7 tonnum á Hofsósi, 123
tonnum á Sauðárkróki og tæpum þremur
tonnum á Hvammstanga. Alls gera þetta um
225 tonn á Norðurlandi vestra, dálítið minna
en í síðustu viku. /KSE
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Harpa HU-4 2.792
Alls á Hvammstanga 2.792
Alda HU-112 Landb.lína 25.895
Arney HU-36 Lína 24.065
Blær HU- Landb.lína 700
Dagrún HU-121 Net 2.518
Flugalda ST-54 Landb.lína 2.427
Guðmundur á Hópi Handfæri 23.511
Guðrún Petr. GK-107 Landb.lína 12.592
Smári HU-7 Landb.lína 228
Sæfari HU-200 Landb. lína 4.214
Alls á Skagaströnd: 95.150
Ásmundur SK-123 Landb.lína 3.119
Skáley SK-32 Landb.lína 3.734
Alls á Hofsósi 6.853
Hafborg SK-54 Þorskfisknet 4.476
Hafey SK-10 Þorskfisknet 1.186
Klakkur SK-5 Botnvarpa 113.390
Már SK-90 Rauðmaganet 396
Nona SK-141 Landb.lína 2.746
Vinur SK-22 Handfæri 1.328
Alls á Sauðárkróki 123.522
Smá í Feyki ::
Síminn er 455 7171
smá
AUGLÝSINGAR
Fyrstu skrefin í
landslagsarkitektúr
BS-nám við umhverfisskipu-
lagsbraut við Landbúnaðar-
háskóla Íslands er formlega
viðurkennt sem aðfararnám
til landslagsarkitektúrs og
skipulagsfræða við erlenda
háskóla. Nánar á www.lbhi.is
Landbúnaðarháskóli Íslands
Alexandersflugvöllur
ákjósanlegur
Fjölgun alþjóðlegra varaflugvalla
Í viðtali sem fréttastofa RÚV
átti við Hafstein Pálsson,
formann félags atvinnuflug-
manna, á dögunum kom fram
mikilvægi þess að fjölga
varaflugvöllum á Íslandi í stað
flugvallarins á i Glasgow. Í því
samhengi var Alexanders-
flugvöllur á Sauðárkróki
nefndur sem vænlegur kostur.
Síðan hefur málið fengið
nokkra umfjöllum, m.a. hjá
byggðarráði Sveitarfélagsins
Skagafjarðar.
Á fundi sínum þann 16. janúar
sl. skoraði byggðarráð á íslensk
stjórnvöld að hefjast strax
handa við þá vinnu að gera
Alexandersflugvöll að vara-
flugvelli fyrir millilandaflug.
Alþjóðlegir varaflugvellir á
Íslandi eru fjórir, Keflavík,
Reykjavík, Akureyri og Egils-
staðir en flugvöllurinn í
Glasgow er notaður sem vara-
flugvöllur þegar ekki er hægt
að lenda á Íslandi vegna veðurs.
Myndi slíkt spara flugrekstrar-
aðilum verulega fjármuni á
hverju ári og auka öryggi
flugfarþega. Því til stuðnings
hefur verið nefnt að þegar
millilandaflug lá niðri vegna
gossins í Eyjafjallajökli var
Alexandersflugvöllur opinn.
Þá þykja lendingarskilyrði á
Alexandersflugvelli með þeim
bestu á landinu, sem gerir það
að verkum að völlurinn er
opinn nær alla daga ársins og
myndi það auka öryggi farþega
og flugrekstraraðila verulega.
Hafsteinn Pálsson sagði í
samtali við Feyki í vikunni að
fjölgun varaflugvalla á Íslandi
væri í sjálfu sér ekki sérstakt
baráttumál hjá félaginu, enda
kannski ólíklegt að slíkt yrði á
döfinni á næstunni í því árferði
sem nú ríkir og af nægum
öðrum baráttumálum að taka.
Hins vegar væri full þörf á að
fjölga varaflugvöllum. Telur
hann Alexandersflugvöll væn-
legan kost, einkum fyrir þær
sakir hversu auðvelt sé að lenda
á vellinum, þar sé gott pláss í
brottflugi og einnig henti stað-
setningin vel, m.a. gagnvart
fjöllum. Þá hefur veðurfar oft
sett strik í reikninginn á
Akureyri og Egilsstöðum og
komið í veg fyrir að hægt væri
að nota þá staði sem vara-
flugvelli.
Hafsteinn segir það ekki
gerast oft að flugvélar þurfi að
fara til Glasgow. Völlurinn sé
þó varaflugvöllur á pappírun-
um og því þurfi að setja
nægilegt eldsneyti á vélarnar
svo að þær komist þangað. Það
geti þýtt að flugvélar þurfi að
skilja eftir frakt til að geta tekið
eldneyti í staðinn í einhverjum
tilvikum. Jafnframt segir Haf-
steinn að því meira eldsneyti
sem vélarnar beri, kosti það
yfirleitt um 10% aukalega, og
sá kostnaður segir Hafsteinn
að hljóti að skila sér í hærra
miðaverði.
Fram kom í frétt á Feyki.is í
janúar á síðasta ári að lögð
hefði verið fram til þingálykt-
unar tillaga fimm þáverandi
alþingismanna í Norðvestur-
kjördæmi, þeirra Gunnars
Braga Sveinssonar, Ásmundar
Einars Daðasonar, Ólínu Þor-
varðardóttur, Einars K. Guð-
finnssonar og Jóns Bjarnasonar,
um að Alexandersflugvöllur á
Sauðárkróki yrði gerður að
varaflugvelli fyrir Keflavíkur-
flugvöll, Reykjavíkurflugvöll
og Akureyrarflugvöll og var því
er beint til innanríkisráðherra
að hann léti taka út kosti þess.
Flutningsmenn töldu ein-
sýnt að verulegur ávinningur
gæti orðið að því að byggja
Alexandersflugvöll upp sem
varaflugvöll fyrir Reykjavík og
Keflavík. Augljóst væri að
slíkur flugvöllur myndi þjóna
Akureyri vel sem varaflugvöllur
og tryggja og treysta þá mikil-
vægu starfsemi sem þar er
rekin í sambandi við ferða-
þjónustu og flug almennt.
Í ljósi þessa var því beint til
ráðherra að ráðast í nauð-
synlega undirbúningsvinnu og
rannsóknir til að hægt væri að
hrinda þessum hugmyndum í
framkvæmd og óskað eftir að
ráðherra kynnti Alþingi
niðurstöður þeirrar könnunar
eigi síðar en í september 2013.
Tillagan var ekki samþykkt í
svari við fyrirspurn sem
blaðamaður sendi til Alþingis í
vikunni kemur fram að
sambærilega tillaga hafi ekki
komið fram síðan. Nú hyggjast
fulltrúar sveitarfélagsins hins
vegar taka málið upp og er
fundur með ráðamönnum
vegna málsins áformaður á
næstu dögum, að sögn Stefáns
Vagns Stefánssonar formanns
byggðarráðs. /KSEAlexandersflugvöllur þykir ákjósanlegur sem fimmti alþjóðlegi varaflugvöllur landsins.
Við þurfum að ræða við þig
ÞINGMENN FRAMSÓKNARFLOKKSINS Í NVAÐSENT
Frá því að ríkisstjórn
Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar tók við hefur mikil
vinna verið í gangi. Höfum
við nú þegar kynnt nokkur af
þeim verkefnum sem unnið
er að og má þar m.a. nefna
heildstæða áætlun um
hvernig leiðrétta skuli
stökkbreytt verðtryggð
húsnæðislán. Við erum mjög
ánægð með þessar aðgerðir en
vinnan heldur áfram í þágu
heimilanna og við viljum
gjarnan ræða við þig um
hana.
Þess vegna munum við þing-
menn Framsóknar halda fjölda
opinna funda fyrstu vikuna í
febrúar víðsvegar um NV-
kjördæmi. Hvetjum við þig til
að koma og ræða þjóð-
félagsmálin við okkur beint og
milliliðalaust.
Við hlökkum til að sjá þig í
þínum heimabæ og spjalla
saman yfir kaffibolla. Við
getum rætt saman um það sem
helst hefur verið í gangi í
opinberi umræðu eða bara það
sem liggur þér á hjarta. Sam-
félagið mótast af sameiginlegri
vinnu okkar allra þar sem
enginn er undanskilinn
hlutdeild.
Hreinskiptið samtal þing-
manna og kjósenda verður
stöðugt að eiga sér stað en ekki
bara á fjögurra ára fresti. Við
viljum tala saman um það sem
brennur þér á hjarta varðandi
þjóðfélagið sem við erum
saman að móta og leggja til
breytingar á. Hvað finnst þér
skipta máli og hvað vilt þú sjá
gerast á næstu árum?
Við höfum hafið framsókn í
þágu lands og þjóðar. Leiðarljós
ríkisstjórnarinnar er bættur
hagur heimilanna í landinu og
efling atvinnulífs með aukinni
verðmætasköpun í þágu al-
mannahags.
Við viljum virkja samtaka-
mátt þjóðarinnar og vinna
gegn því sundurlyndi og tor-
tryggni sem einkennt hefur
íslensk stjórnmál og umræðu í
samfélaginu um nokkurt skeið.
Framfarir og bætt lífskjör á
Íslandi hafa byggst á samvinnu
og samheldni og til framtíðar
munu við halda áfram að leysa
sameiginlega af hendi helstu
verkefni þjóðfélagsins.
Við vonumst til þess að sjá
þig á fundum okkar um
kjördæmið og ræða nánar þessi
mál eða hvað annað sem
brennur á þér. Nánari upp-
lýsingar um fundina má nálgast
á www.framsokn.is.