Feykir


Feykir - 30.01.2014, Blaðsíða 8

Feykir - 30.01.2014, Blaðsíða 8
8 Feykir 04/2014 Heilir og sælir lesendur góðir. Nú skömmu fyrir jólahátíðina var eins og margir heyrðu mikið að gera á heimili ríkisstjórnarinnar. Var þar meðal annars verið að fjalla um og ákveða upphæð barnabóta. Af því tilefni orti Davíð Hjálmar Haraldsson svo bragðgóða vísu. Faglega vinna fram á nætur, fátækra vilja bæta hag. Þau eru sníða barnabætur bjuggu til göt í fyrradag. Höfundur næstu vísu er Björn Eggertsson sem í mínu dóti er talinn frá Kolþernumýri. Held ég að það býli hafi verið Vestur-Húnavatnssýslu, en er þó alls ekki viss. Langar að biðja lesendur um upplýsingar ef þeir kunna skil þar á. Sjöfnin tvinna, segðu mér sem að hlynnir störfum. Á ég að sinna einni þér eða hinna þörfum. Björn mun hafa verið talsvert hallur undir Bakkus og er hann hafði flækst í slarki til Kaupmannahafnar varð þessi vísa til. Leiðast tekur lífið mér, lúrast sálarþrekið. Því til svækju Hafnar hér hafa mig nornir rekið. Þungt hefur verið yfir Birni er hann orti þessa. Heims við skvaldur hryggðar nýt hníg svo kaldur nár að börum. Mínum aldri eyða hlýt í veraldar svaðilförum. Einhverju sinni er Björn þráði að komast í sollinn fyrir sunnan varð þessi til. Ég hef tapað veiga vör verður þungur skaðinn. Sálin byrjar svaðilför suður í óskapnaðinn. Ekki man ég eftir að hafa birt áður vísur eftir Björn, en á þessu sést að sá hefur ekki verið í vandræðum með að gera góðar vísur. Á elliárum mun hann hafa ort þessa. Þó að ellin hrjái hal og hörpu skálda veikist rómur. Hvað er um slíkt að teygja tal. Tilfellið er skapadómur. Björn mun á ákveðnu tímabili æfi sinnar hafa flutt suður í Borgarfjörð, og dvalið þar um skeið. Á þeim tíma mun Símon Dalaskáld hafa dáðst að honum sem hagyrðingi og ort svo fallega hringhendu til hans. Takið eftir lesendur góðir hvurslags snilld þessi vísa er. Gleður borða bjarta jörð beitir korða slyngur. Bragaorð um Borgarfjörð, Björn að norðan syngur. Vísnaþáttur 610 Næsta vísa sem undirrituðum finnst lúmskt gaman af er því miður höfundarlaus. Er þar trúlega verið að yrkja um bát og væri gaman að heyra frá lesendum hvort þeir geta gefið upplýsingar þar um. Falleg hringhenda. Ferja nett sem Fjalar kaus finn ég þetta glaður. Er nú þétt og lekalaus líkt og fréttamaður. Önnur höfundarlaus, og væri gaman að heyra frá lesendum ef þeir kunna hana. Aldrei verður ansað nóg öllu mínu suði. Fyrir biðlaun þarf ég þó þökk að færa Guði. Sjaldgæft er finnst undirrituðum að sjá vísur eftir hið mikla skáld Hallgrím Pétursson. Minnir að hinn magnaði allsherjargoði á Draghálsinum hafi kennt mér þessa skrítnu vísu eftir skáldið. Keypti ég mér eina Á, ætla ég hún valin C. Feit er bæði hún og H hana ég engum læt í T. Það mun hafa verið Óskar Þórðarson sem kenndur var við Haga sem orti svo magnaða hringhendu. Mörg var glíman þrálát þá þreytt við rím og stöku. Sópaði hrími af hugans skjá, hvarf mér tími á vöku. Magnús Finnsson sem mig minnir að væri kenndur við Stapasel leggur okkur til næstu hringhendu. Oft var taug til öreigans innst í laugum sálar. Góðvild smaug úr greipum hans gegnum augað nálar. Guðmundur Ólafsson frá Miðsandi vann um skeið í svokallaðri Bretavinnu. Um vinnufélaga sem þótti drjúgur matmaður orti hann þessa. Ropa hlaut hann við og við vindi skaut í fletið. Bakaði þraut í bófans kvið breska nautaketið. Fer þá góðir vísnavinir að verða nóg ort að sinni. Gott að leita til hins snjalla fyrrverandi allsherjargoða Sveinbjörns Beinteinssonar með loka vísuna. Látið vaskir vísnamenn vel í kvörnum braka. Nýrra stefja njótum enn nógu er af að taka. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171 smá AUGLÝSINGAR BS-nám í skógfræði og landgræðslu Í Skógfræði og landgræðslu er fléttað saman námsgreinum á sviði náttúruvísinda, skóg- fræði, landgræðslu, lands- lagsfræði og rekstrarfræði. Nánar www.lbhi.is Landbúnaðarháskóli Íslands Arnar, vinnufélagi minn, skoraði á mig að koma með pistil og ég samþykkti það í einhverju jólastuði. Svo kom að því að setjast niður og finna eitthvað vert að skrifa um og dettur mér helst í hug að fjalla um ævintýraþrána sem byrjaði mjög snemma. Ég ólst upp á Sauðárkróki og á þaðan margar góðar æskuminningar enda æðislegt að alast þar upp og hægt að rifja upp óteljandi ævintýri frá þeim árum. Þar ber helst að nefna prakkarastrik og hengjuhopp í Litla Skógi, siglingu á fiskikari niður Sauðá, silungaveiði á grjótgarðinum hjá Bjarna Har og svo mætti lengi telja. Ein af fyrstu minningunum er ferðalag sem ég og leikskólafélagi minn hann Tjörvi lögðum upp í án þess að segja foreldrum okkar eða systkinum frá. Við vorum á fimmta ári og fengum þá flugu í höfuðið að fara og leika okkur niðri á smábátabryggju. Ferðin hófst einhverstaðar í grennd við Litla Skóg þar sem við lékum okkur iðulega. Við örkuðum af stað og fyrir svo unga menn var þetta töluvert ferðalag þar sem við bjuggum í efra hverfi Króksins. Við hugsuðum oft um að snúa við á leiðinni en Ingvar Örn Ólason frá Sauðárkróki skrifar Fræknir ferðalangar ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is gáfumst ekki upp og héldum áfram. Það var mikið stuð og frelsi sem rak okkur áfram og þegar við mættum loks á bryggjuna þá vorum við sigri hrósandi eftir ferðalagið. Þarna lékum við okkur um stund, kíktum á bátana, lífið á bryggjunni og fuglana. Sáum margt spennandi og áhugavert. Mig minnir að það hafi verið um hádegisbilið sem við lögðum af stað úr skóginum en þarna var klukkan eitthvað að nálgast 15:00 eða svo. Það var komið að því að við færum að hypja okkur heim svo að foreldrar okkar þyrftu ekki að fara að leita að okkur. Á heimleiðinni áttuðum við okkur fljótlega á því hversu uppgefnir við vorum, svo að ég fékk hugmynd. Ég hafði nokkrum sinnum farið með pabba á Vélaverkstæði KS og datt í hug að fara þangað og hitta Dugga og fá hann til að hringja í foreldra mína. Við pabbi höfðum verið að spjalli við hann skömmu áður. Það gekk ekki upp, við fundum hvergi Dugga og var líklega vísað út svo að við héldum för okkar áfram. Eftir mikið labb vorum við komnir upp að skóla þegar Jón, pabbi Tjörva sem var á leiðinni heim úr vinnu, sá okkur og tók okkur upp í. Við vorum að öllum líkindum skammaðir eitthvað fyrir uppátækið en það var samt að ég held í lágmarki. Þau voru að öllum líkindum ánægð að fá okkur heim þegar þau heyrðu hvar við höfðum verið. Það er mér mikil ráðgáta hvers vegna við komum ekki við í gamla Apótekinu þar sem langamma mín, hún Minna Bang bjó, eða á Skagfirðingabrautinni þar sem amma Gilla og afi Buddi búa. Það hefði stytt för okkar þónokkuð en minnið frá þessum tíma er heldur götótt. Hver veit? Kannski var bara enginn heima. - - - - - Ég skora á frænku mín, Elvu Rut Antonsdóttur, að taka við pennanum. Ingvar Örn rifjar upp bernskubrekin. Ísmót Þyts Frestað til 15. febrúar Ákveðið hefur verið að fresta ísmótinu sem vera átti á Gauksmýrartjörn þann 25. janúar sl., vegna dræmrar þátttöku. Þess í stað verður mótið haldið laugardaginn 15. febrúar kl. 13:00. „Takið daginn frá, ekkert skemmtilegra en að ríða út á ís,“ segir á heimasíðu hesta- mannafélagsins Þyts. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.