Feykir


Feykir - 30.01.2014, Blaðsíða 2

Feykir - 30.01.2014, Blaðsíða 2
2 Feykir 04/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Samhugur í verki Það hefur líklega ekki farið fram hjá lesendum að leiðarar undirritaðrar hafa verið á gamansamari nótunum, eða vonandi hafa skrif mín hingað til alla vega ekki verið tekin mjög hátíðlega. Nú langar mig hins vegar að venda mínu kvæði í kross og hugleiða alvöru lífsins, sem undanfarið hefur bankað all-harkalega upp á í okkar góða samfélagi. Ég held að ég tali fyrir hönd allra lesenda og miklu fleiri, þegar ég segi að undanfarnar vikur hefur hugur minn oft reikað til allra þeirra sem eiga um sárt að binda vegna hins hörmulega umferðarslyss sem varð í Norðurárdal þann 12. janúar sl. Tvö ungmenni, búsett hér á Sauðárkróki, hafa nú kvatt þennan heim eftir að hafa lent í umræddu slysi, Anna Jóna Sigur- björnsdóttir sem lést samstundis og Skarphéðinn Andri Kristjánsson sem lést síðastliðinn þriðjudag eftir erfiða baráttu. Það hefur verið fallegt að fylgjast með þeim gríðarlega samhug sem einkennt hefur samfélagið okkar, eftir að slysið átti sér stað. Fallegar athafnir þar sem kveikt var á friðarkertum við Fjölbrautaskólann, bænastund í Sauðárkrókskirkju og fjöl- mennur rúntur á afmælisdegi Önnu Jónu voru táknrænar athafnir þar sem fólk sýndi hug sinn í verki og vottaði hinum látnu virðingu og aðstandendum þeirra samúð. Oft er erfitt að finna orð til að tjá samúðina, en einmitt athafnir eins og þessar segja meira en mörg orð. Við sem eigum unglinga þekkjum eflaust öll áhyggjurnar og tilfinningarnar sem bærast með okkur þegar við vitum af þeim einhvers staðar á ferð. En þannig eru jú unglingsárin, það er margt að gera og því fylgir að vera á ferð og flugi. Lífgleði og kátína eru við völd og áhyggjuleysið er allsráðandi, eða ætti að minnsta kosti að vera það. Alltaf er það léttir þegar allir hafa skilað sér heilir heim. En það er því miður ekki sjálfgefið og fyrir það ætti maður að muna að vera þakklátur hverja stund. Við vitum aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér. Ég votta öllum aðstandendum, vinum og skólafélögum mína dýpstu samúð og bið allar góðar vættir um áframhaldandi styrk þeim til handa. Kristín Sigurrós Einarsdóttir Stefna í eina sæng Kjölur og Starfsmannafélag Skagafjarðar Norðurland vestra Lést á gjörgæslu- deild Land- spítalans Skarphéðinn Andri Kristjánsson Barðsnes lést á gjörgæsludeild Land- spítalans á þriðja tímanum í fyrradag eftir mikla baráttu, en hann slasaðist í bílslysi við Fornahvamm í Norður-árdal sunnudaginn 12. janúar. Unnusta hans, Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir, lést í slys- inu og var jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju síðastlið- inn laugardag. Skarphéðinn var öku- maður fólksbifreiðar sem lenti í árekstri við flutningabíl sem kom úr gagnstæðri átt. Hálka og skafrenningur var þegar slysið átti sér stað og rann fólksbíllinn í veg fyrir flutningabílinn. Skarphéðinn var átján ára gamall, fæddur 1. mars 1995. Hann bjó á Sauðárkróki og stundaði nám við Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra. /KSE Stjórnir Stéttarfélagsins Kjalar og Starfsmannafélags Skagafjarðar hafa undirritað samkomulag um sameiningu félaganna undir nafni þess fyrrnefnda. Samkomulagið verður kynnt félagsmönnum í Starfsmannafélagi Skaga- fjarðar á næstu dögum og afgreitt á aðalfundi félagsins í febrúar. Sameiningin hefur þegar verið kynnt á trúnaðarmanna- fundi hjá Kili og á aðalfundi félagsins í mars verður hún endanlega staðfest með kosn- ingu nýrrar stjórnar. Formenn beggja félaganna, þau Árni Egilsson hjá Starfsmannafélagi Skagafjarðar og Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, segja þetta jákvætt skref. Starfsmannafélag Skaga- fjarðar var stofnað árið 1971 og innan vébanda þess eru ríkis- starfsmenn í Skagafirði, sem og starfsmenn hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, alls um 160 félags- menn. Árni Egilsson, formaður stjórnar SFS, telur félagsmenn skapa sér sterkari stöðu í stærra félagi. „Ávinningurinn er fjöl- þættur og snýr að launamálum, orlofsmálum, starfsmennta- málum og ýmsu öðru. Stéttarfélög þurfa að vera stærri í þeim heimi sem við búum í dag og sterkari gagn- vart viðsemjendum. Lítil stéttarfélög eru smám saman að verða börn síns tíma. Að okkar mati eru því miklir kostir við þessa sameiningu,“ segir Árni. /KSE Falla frá hækkunum Sveitarstjórn Húnavatns- hrepps hefur ákveðið að falla frá fyrirhuguðum gjaldskrár- hækkunum á sorpgjöldum og leikskólagjöldum. Forseti ASÍ hefur skrifað bæjar- og sveitarstjórnum bréf þar sem hann skorar á sveitarfélögin að halda aftur af gjaldskrár- hækkunum. Í bréfinu segir forseti ASÍ m.a.: „Fyrir hönd íslensks launafólks vil ég skora á þig og samverkamenn þína í stjórn sveitarfélagsins að hækka engar gjaldskrár fyrir þjónustu eða hjá fyrirtækjum sveitarfélagsins. Hafi það verið gert hvet ég ykkur til að endurskoða þá ákvörðun og draga umræddar hækkanir til baka nú þegar.“ Húnavatnshreppur hefur nú brugðist við þessu bréfið og ákveðið að falla frá fyrirhug- uðum gjaldskrárhækkunum á sorpgjöldum og leikskólagjöld- um eins og áður sagði. Húni.is segir frá þessu /BÞ Húnavatnshreppur tekur áskorun ASÍ Nemendafélag FNV Konukvöld með Siggu Kling Nemendafélag FNV stendur fyrir konukvöldi í kvöld. Fer það fram í hátíðarsal skólans. Verður þar mikið um dýrðir fyrir dömur á öllum aldri og veislustjóri verður engin önnur en hin vinsæla ofurdama Sigríður Klingenberg. Boðið verður upp á óá- fengan fordrykk og dömu- legar veitingar. Til skemmt- unar verða tónlistaratriði og happdrættismiðar verða seldir á staðnum. Kvöldið er opið öllum dömum frá 16 ára aldri (árgangur 1998) og verður húsið opnað kl. 20 en fjörið hefst kl 20:30. /KSE Brúsastaðir afurða- hæsta kúabúið Mest meðalnyt eftir árskú á nýliðnu ári, 2013, var á búi Brúsa ehf. á Brúsastöðum í Vatnsdal, A-Hún. með 7.693 kg á árskú. Þetta kemur fram í niður- stöðum skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2013 sem nú hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Þá var búið á Brúsastöðum einnig á meðal þeirra tíu efstu árið 2012. Bú Valdimars Óskars Sig- marssonar í Sólheimum í Sæmundarhlíð, Skagafirði, var einnig á meðal hinna efstu síðastliðið ár, eða áttunda búið í röðinni með meðalnyt árskúa 7.394 kg. /BÞ Nautgriparækt á NLV Gerir það gott í Japan Ásgeir Trausti er í fyrsta sæti á Billboard Hot Overseas- listanum í Japan með smáskífulagið „King and Cross“, samkvæmt frétt Vísis. is í vikunni. Þá er lagið í þrettánda sæti á Billboard Japan Hot 100 listanum en fréttir herma að íslenskir tónlistarmenn hafa aldrei áður ratað inn á þennan lista. „Þetta er auðvitað alveg magnað og við vissum ekki af þessu fyrr en vinkona okkar, hún Yuka Ogura, sagði okkur frá þessu,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta í samtali við Vísi. „Ogura sagðist aldrei hafa séð íslenska listamenn á þessum lista. Þetta er mælt með ein- hverri hlutfallsblöndu, blanda af spilun, iTunes-sölu og hversu oft hann er gúgglaður og skoð- aður á Twitter. Þetta er einhvers konar hlutfall,“ útskýrir María Rut. /KSE Ásgeir Trausti Frá undirritun samkomulagsins. Skarphéðinn Andri.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.