Feykir


Feykir - 30.01.2014, Blaðsíða 6

Feykir - 30.01.2014, Blaðsíða 6
6 Feykir 04/2014 verkum að skaftið ísar ekki og því verður notandanum síður kalt. Eins flýtur goggurinn ef notandinn missir hann í sjóinn. Krókurinn sjálfur er líka nokkuð frábrugðinn þeim gamla. Hann er ekki beygður út frá skaftinu, en á hefð- bundnum goggum vill krók- urinn réttast og brotnar þá oft þegar reynt er að beygja hann aftur. Fjólmundur festir krókinn beint út frá skaftinu, með festingu sem hægt er að losa upp og festa nýjan krók á ef þarf. Einnig er krókurinn hafður kantaður, líkt og nagli, til að hann festist betur í fiskinum sem gerir það einnig af verkum að auðveldara er að losa hann ef hann festist í einhverju sem fyrir verður. Þá er hnúðurinn neðst á skaftinu hafður stærri, til að handfangið renni síður úr greipum notandans. Einnig er sérstakt gúmmí sett neðst á skaftið til að gera það stamara og það haft sverara til að notandinn þurfi ekki að kreppa höndina jafn mikið utan um það og þreytist því síður, en algengt er að sjómenn þurfi að standa tímunum saman og beita goggnum við alla vega aðstæður. Álið dregur heldur ekki í sig bleytu eins og tréð gerir, en goggur með tréskafti getur þyngst um allt að 100 Það sem skilur gogginn sem Fjólmundur er að smíða frá þeim eldri er m.a. efniviðurinn, en Fjólmundur smíðar skaftið , sem fram til þessa hefur verið smíðað úr tré, úr áli. Hann segist gjarnan þurfa að byrja á því að hanna tæki til að smíða síðan hönnunargripina sjálfa og í þessu tilfelli þurfti að smíða tæki til að pressa álrörin sem skaftið er gert úr. Er því stungið inn í rörin, svo þau leggist jafnt saman og verði flöt. Inn í álrörin er sett frauð, sem einangrar og gerir að Léttari og hand- hægari goggur Þúsundþjalasmiðurinn Fjólmundur Fjólmundsson á Sauðárkróki hefur hannað enn eina nýjungina til hagræðingar í sjávarútvegi. Um er að ræða svokallaðan gogg, sem flestir sjómenn kannast við, og er notaður til að gogga fisk af línu. Að sögn Fjólmundur hefur þetta algenga áhald sennilega verið svipað útlits og smíðað úr járni og tré í áratugi ef ekki árhundruð. Hann hefur nú, með dyggum ráðum frá öðrum reyndum sjómönnum hannað nýja útgáfu sem, að sögn þeirra sem reynt hafa, hefur margt umfram þá eldri. endingu jafna verðmuninn út. Fjólmundur er þegar búinn að gera nokkrar prufur af goggnum góða og framleiða og selja um fimmtíu stykki. Hann hefur fengið sjómenn til að prófa þá jafnharðan fyrir sig og koma með ábendingar. Hann segir mikilvægt að vara fari ekki á almennan markað fyrr en hún er orðin nokkuð skotheld. Ef að viðskipta- vinurinn er ekki ánægður með vöruna gefi hann hann engan séns. Fjólmundur segir aukna útilegu bátanna vera forsendu fyrir því að framleiða áhald sem þetta, þar sem mark- aðurinn hafi stóraukist fyrir vikið. Þegar menn séu að draga og leggja allan sólar- hringinn þurfi oftar að endurnýja goggana. Hann tekur við nýju goggunum til viðgerðar og segir að ef þeir fari óvart í sjóinn megi með snarræði bakka bátnum og krækja í gogginn með fiski- hakanum, sem hann hefur einnig hannað, og ná goggnum um borð aftur. Goggurinn og fiskihakinn eru ekki einu nýjungarnar sem Fjólmundur hefur sett á markað, en þær skipta tugum sem frá honum eru komnar og flestar til notkunar í sjávar- útvegi. Alls fást hjá honum fjörtíu vöruflokkar, allir smíð- aðir af honum sjálfum. Vinnan er sérhæfð og dýrasti tíminn fer í að prófa sig áfram og jafnvel smíða vélar til að smíða í þeim söluvöruna. Dauði tíminn á sumrin er notaður til að koma sér upp lager og þannig segist Fjólmundur hafa vel undan þó hann sé eini starfsmaður fyrirtækisins. Meðal þess sem Fjólmund- ur hefur áður hannað og smíðað er hífingarbúnaður fyrir fiskikör sem seldur er út um allan heim með fiski- körunum frá Promens á Dalvík. Aðspurður um hvort hann hafi einkaleyfi á fram- leiðslu sinni segir Fjólmundur að svo sé einungis með örfáa vöruflokka, það borgi sig einfaldlega ekki nema varan seljist í miklu upplagi. Allt slíkt og ýmsar vottanir, t.d. fyrir hífingarbúnaðinn, sé bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Flestar af vörum Fjólmund- ar eru fáanlegar gegnum fyrirtækið Ísfell, en goggana segist hann ætla að selja sjálfur, enda geti hann þannig boðið þá á betra verði en ella. Enn ein nýjungin frá Fjólmundi VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir grömm vegna bleytunnar sem hann dregur í sig. Eins og lesa má úr þessum lýsingum er Fjólmundur ekki ókunnugur sjómannslífinu og við hönnum sína spáir hann mikið í að áhöldin séu sem þægilegust í notkun. Þarna kemur hreinlætið líka inn í, því eins og nærri má geta er mun auðveldara að halda álinu hreinu en tréskafti sem með tímanum safnar í sig óhreinindum. Þá er álið endingarbetra og eyðist ekki með tímanum eins og tréð gerir. Nýi goggurinn er heldur dýrari í framleiðslu en sá hefðbundni en Fjólmundur segir aukin þægindi og betri Fjólmundur heimsótti Feyki í vikunni og fræddi blaðamann og lesendur um kosti nýjustu hönnunar sinnar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.