Feykir


Feykir - 30.01.2014, Blaðsíða 1

Feykir - 30.01.2014, Blaðsíða 1
BLS. 10 BLS. 9 Gestur Guðna og félagar senda frá sér nýja plötu Höfuðsynd með Atónal Blús BLS. 7 Þorrablót á Blönduósi, í Fljótum og Skarðshreppi Blótað á bónda- dag og laugardag Inga Heiða Halldórsdóttir svarar fyrir sig í Tón-lystinni Væri til í að vera Beyoncé einn dag 04 TBL 30. janúar 2014 34. árgangur : Stofnað 1981 S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Blaðamaður Feykis fór á stúfana í gærmorgun og leitaði uppi helstu morgunhana bæjarins. Sem vænta mátti var þá að finna í sundlaug Sauðárkróks, sem opnar kl 6:50 virka morgna. Þar mætir jafnan fjöldi manns strax í morgunsárið. „Við köllum það Húnafélagið,“ sögðu kapparnir á myndinni, „því sumir eru mættir það snemma að þeir þurfa að hanga á hurðinni þar til er opnað.“ Þeir kváðust allir mæta flesta virka morgna taka sundsprettinn sinn samviskusamlega, og voru nefndar tölur allt frá 335 metrum upp í hálfan kílómetra. Konurnar væru þó duglegri, sérstaklega þær sem væru með „utanborðsmótor“, en þar mun vera átt við blöðkur eða svokallaðar froskalapp- ir. Konurnar sem blaðamaður hitti í pottinum staðfestu það að drjúg væru morgunverkin, ein var meira að segja Árrisulir sundlaugargestir Morgunstund gefur gull í mund Frá vinstri: Björgvin Guðmundsson, Þórarinn Sveinsson, Gunnar Sandholt og Jónas Svavarsson KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N DELL Inspiron 5521 Intel Core i3 · 4GB vinnsluminni · 500GB harður diskur · 15.6“ HD WLED · Windows 8 ÚTSALA ÚTSALA ALLT A Ð 40% AFSL ÁTTUR búin að hnoða kleinudeig áður en hún mætti í laugina. Síðan er fastur liður að ræða málin í pottinum, þó að viðmælendur hafi nú ekki viljað meina að heimsmálin væru leyst þar. Spjallinu er svo haldið áfram yfir kaffibolla og þar eru jafnvel vísur og gamanmál látið flakka. Þannig ná menn líkama og sál, áður en haldið er út í daginn. /KSE Hófu þorrann á safninu á Reykjum Krakkar í Húnaþingi vestra Nemendur frá Grunnskólanum á Borðeyri og leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga heimsóttu Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í gærmorgun. Þar voru þeim sagðar sögur í tilefni af Þorra sem hófst með bóndadeginum sl. föstudag. Krakkarnir fóru saman inn í baðstofuna frá Syðstahvammi og fengu að heyra sögur um hvernig lífið var á tímum forfeðra þeirra, hvernig matur var þá á boðstólum og þar fram eftir götunum. Svo var rölt um safnið og merkilegir gripir skoðaðir. „Að lokum sungu krakkarnir fyrir okkur. Varla hægt að hugsa sér betri byrjun á góðum degi. Frábært að fá þau í heimsókn og eru þau ávallt velkomin,“ segir á Facebook-síðu safnsins en þar má skoða fjölda af ljósmyndum frá heimsókninni. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.