Feykir


Feykir - 30.01.2014, Blaðsíða 7

Feykir - 30.01.2014, Blaðsíða 7
04/2014 Feykir 7 nálgunin við lagasmíðar í popp/rokk/þjóðlaga stíl. Þessar aðferðir leiða til nýrra hug- mynda án þess að tapa ein- kennum upprunalegu hug- myndarinnar. Ákveðinn heildarhljómur helst ásamt því að efniviðurinn þróast. Með þessum aðferðum nota ég einnig spuna til að auka enn á blæbrigði og fjölbreytileika. Þannig vonast ég til að tónlistin losni úr viðjum þess að vera stíf og fyrirfram ákveðin en jafnframt að hún öðlist innsæi, íhugun og auðgi þess sem hefur verið vel ígrundað. Þarna verður því einhverskonar sam- runi menningarheima og tíma- skeiða býst ég við. Áhrif frá forneskjulegri þjóðlagatónlist færð yfir í nútímalegan hljóð- heim samin með klassískum aðferðum í bland við eðlis- ávísun.“ Hvaða hljóðfæraleikarar koma við sögu og á hvað leika þeir? „Þorvaldur Kári Ingveldarson vil ég meina að sé óuppgvötað afl í íslenskum trommuleik. Þorleifur Gaukur Davíðsson spilar á munnhörpu en hann er einn af fáum í heiminum sem hafa á valdi sínu að spila krómatískt á díatóníska munn- hörpu. Jesper Pedersen spilar á þeremín en það er hljóðfæri sem þú kemur ekki við þegar spilað er á það. Páll Ívan Pálsson og Guðjón Steinar Þorláksson spila með boga á kontrabassa og draga fram óvenjuleg “óhljóð” úr hljóð- færinu. Ég spila á kassagítara og rafmagnsgítara en mark- miðið var að láta rafmagns- gítarinn hljóma á köflum meira eins og synthesiser en gítar.“ Hvað þýðir nafnið á hljóm- sveitinni, Atónal Blús? „Atónal þýðir tónlist sem er ekki í neinni tóntegund eins og t.d. c-dúr eða a-moll. Blús er hinsvegar oftast bara í einhverri einni tóntegund eins og t.d. E-dúr. Þannig að þetta eru gjörólíkir stílar sem eiga lítið sem ekkert sameiginlegt (fyrir utan að vera jú hvort tveggja tónlist). Atónal Blús er því nokkurskonar þversögn.“ Gestur mættur í Skagafjörðinn. MYND Guðni Fr. Höfuðsynd með Atónal Blús Höfuðsynd er glæný plata með Atónal Blús. Þessi spretthraða níu laga tilraunaplata er hugarfóstur gítarleikarans Gests Guðnasonar, sem hefur m.a. spilað með Númer Núll, Stórsveit Nix Noltes, 5tu Herdeildinni og Skátum. Gestur er Sauðkrækingur, sonur Guðna Friðrikssonar og Valgerðar Einarsdóttur. Gestur er búsettur í Reykjavík og starfar þar sem tónlistarkennari við tónlistarskóla Seltjarnaress og Tónsali í Kópavogi, er þar með einkanemendur á gítar. Feykir sló á þráðinn til Gests og spurði nánar út í hina nýju plötu. Gestur Guðna og félagar senda frá sér níu laga plötu Hefurðu lært á hljóðfæri frá barnsaldri? „Fyrsta sem ég man eftir að hafa verið að bardúsa í músík var þegar ég sat með kodda fyrir framan mig og trommaði á hann með tússlitum. Ég fór í einhverja tíma hjá Rögnvaldi Valbergs að læra á hljómborðs- hljóðfæri í kringum tíu ára aldurinn en entist nú ekki í því. Svo kom hlé hjá mér alveg fram til 15 ára, en þá fór ég að spila sjálfur á gítar og herma eftir því sem heyrði. Það var ekki fyrr en um tvítugt sem ég byrjaði aftur í tónlistarnámi. Þá fór ég að læra á klassískan gítar í nokkur ár. Ég fór svo og lærði tónsmíðar við Listahá- skólann þegar hann var settur á laggirnar og var þar í fyrsta árgangi.“ Var mikil tónlist á heimilinu? „Það var alltaf mikil músík á heimilinu, pabbi vann við út- varpsviðgerðir og seldi plötur hjá Itta. Hann tók upp plöt- urnar í búðinni á tveggja rása segulband og átti heilmikið safn af segulböndum og maður hlustaði á það. Þarna var mikið af klassísku efni og þetta er auðvitað löngu áður en maður gat sótt sér allt á internetið, maður tók bara það sem hendi var næst þannig að þetta var mikið og merkilegt safn.“ Hvernig tónlist er þetta á nýju plötunni þinni? „Tónlistin fer frá því að vera frekar létt og melódískt acoustic popp með þjóðlaga- áhrifum yfir í að vera níðþungt og rafmagnað rokk með við- komu í eletróník. Hún sveiflast frá því að vera falleg og meló- dísk yfir í að vera drungaleg og ómstríð og frá því að vera hæg og epísk yfir í að vera villt og hröð. Blandað er saman dauðarokki, nútímaklassík og blús, dans og balkantónlist, klassísku rokki, raf og heims- tónlist ásamt því sem platan inniheldur dreymandi hug- ljúfar ballöður og 80s popp- metal. Textar eru sungnir bæði á íslensku og ensku og stundum er tungumálunum blandað saman. Ég er að nota töluvert af ritmum sem koma úr Balk- anskri þjóðlagatónlist. Takt- boðar eins og 11/8 og 7/8 eru algengir í tónlist frá Balkan- skaganum en heyrast annars sjaldan nema í samtímadjassi eða klassík. Balkantónlistin sem notast við þessa taktboða er hinsvegar þjóðlagatónlist með grípandi laglínum, skýr í formi og keyrð áfram af ólgandi takti. Ég hef reynt að halda í þessi einkenni hennar á plötunni. Þessir ritmar eru yfirleitt mjög hraðir í hefð- bundinni Balkantónlist þannig að ég geri tilraunir með að hægja þá niður svo að þeir verða mjög “grúví”. Umgjörðin eða hljóðheimurinn er líka annar og töluvert rafmagn- aðari. Ég er líka að nota eitthvað af klassískum tónsmíðaaðferð- um í bland við að semja tónlistina eftir eyranu (veiða eitthvað sem fellur eyranu í geð upp úr undirmeðvitundinni) sem er kannski algengasta VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Höfuðsynd ATÓNAL BLÚS Óhætt er að segja að platan fái frábæra dóma á vefsíðu dr Gunna sem fjallaði um hana í síðustu viku og segir m.a.: „Þetta er dúndurgott stöff, oft allnokkur Captain Beefheart í þessu, eða bara allskonar: mjög fjölbreytt og krefjandi tónlistarmauk. Geysilega ráðlögð plata, hreint og beint.“

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.