Feykir


Feykir - 30.01.2014, Blaðsíða 11

Feykir - 30.01.2014, Blaðsíða 11
04/2014 Feykir 11 Gunnhildur Árnadóttir og Arnar Snær Kárason, brottfluttir Skagfirðingar kokka Einfalt á virkum dögum KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar ætti að segja frá afreki sínu á Facebook. Tilvitnun vikunnar Yfirleitt þarf ekki hugrekki til að deyja heldur til að lifa. - Vittorio Alfieri Sudoku Árið 6009 ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT Ártalið 2014 er ekkert sérlega spennandi að sjá hvorki rétt eða á hvolfi. Síðast þegar hægt var að lesa ártal bæði rétt og á hvolfi var árið 1961. Ótrúlegt og kannski alveg örugglega satt mun það ekki gerast aftur fyrr en árið 6009. „Takk fyrir áskorunina. Við höfum bæði taugar til Skagafjarðar enda bæði uppalin þar, ég á Sauðár- króki og Arnar í Blöndu- hlíðinni. Við erum með stórt heimili og dagarnir snúast að stórum hluta um mat. Við höfum yfirleitt eitthvað einfalt á virkum dögum og svo aðeins meira krefjandi og spennandi um helgar. Hér kemur smá sýnishorn af því hvernig venjulegur mánu- dagur lítur út hjá okkur. Við skorum á æskuvinkonu mína Önnu Rósu Pálsdóttur og manninn hennar Gunnar Val Stefánsson,“ segir Gunn- hildur Árnadóttir, sem ásamt manni sínum Arnari, býður lesendum upp á uppskriftir þessa vikuna. EftirSkólaHristingur FYRIR 4 400 ml hrísmjólk eða undanrenna 1 bolli frosið mangó 1 bolli frosin jarðaber 1 bolli frosin ávaxtablanda (melóna, ananas, bláber) eldföstu móti. Ýsubitar lagðir yfir, kryddað með salti og pipar. Sveppir sneiddir og léttsteiktir, stráð yfir. Brokkolí léttsoðið og stráð yfir. Súrmjólk, majónesi, karrý og salt og pipar blandað saman og smakkað til, að því loknu hellt yfir fiskinn og ostinum stráð yfir. Bakast í miðjum ofni við 200 °C í ca. 40 mín. Gott að bera fram með brauði og fersku salati. EFTIRRÉTTUR Eplakaka hversdagsins Læt fljóta með uppskrift af afar einfaldri eplaköku sem slær alltaf í gegn. 200 gr íslenskt smjör 3 egg 4 dl hveiti 2,5 dl sykur 1,5 tsk vanilludropar 1 tsk lyftiduft 2 epli (á oftast Pink Lady og nota þau) Kanilsykur eftir smekk Aðferð: Smjör, sykur, vanilludropar og egg hrært saman, hveitinu og lyftiduftinu svo blandað útí. Þetta er sett í smurt 24 cm. hringform. Eplin flysjuð og skorin í skífur. Eplunum raðað fallega ofan á deigið. Kanilsykri stráð yfir. Bakað í ofni við 175 gráður í 45 mín. Látið kólna lítillega áður en borið er fram. Borið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís Verði ykkur að góðu! HRAFNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR, SAUÐÁRKRÓKI -Já auðvitað borða ég þorramat. Samt lítið af þessu feita súra. Ég borða hákarl og harðfisk allan ársins hring enda með því besta sem ég fæ. Feykir spyr... [SPURT Á FACEBOOKI] Borðar þú þorramat? MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN kristin@feykir.is 1-2 bananar 1 lítið avókadó (þroskað) 1 msk þurrkuð Gojiber 1 msk Chiafræ 2 tsk Tahini Smá biti af engifer raspaður út í Aðferð: Þessu er blandað saman þar til orðið mjúkt. Gæti þurft að setja aðeins meiri vökva, hef sett vatn og ávaxtasafa í bland. Í lokin er sett væn lúka af fersku spínati ef við eigum það til og það blandað saman við á fullum krafti. Þetta er best ískalt í stóru glasi með röri. Mánudagsýsa FYRIR 6 3 dl hrísgrjón 1 kg ýsa 1 pk flúðsveppir 1 meðalstór brokkolíhaus 500 ml súrmjólk/AB mjólk 6 msk majónes (létt eða venjulegt) 3-4 tsk karrý (smakkað til) Salt og pipar eftir smekk ½ poki rifinn ostur Aðferð: Hrísgrjón soðin skv. leið- beiningum á pakka. Sett í botninn á HALLDÓRA MAGNEA FYLLING, SAUÐÁRKRÓKI -Já ég borða þorramat, ég elska svið og rófustöppu, harðfisk og get borðað hákarl, en ekki mikið af honum. HALLFRÍÐUR ÓSK ÓLAFSDÓTTIR, VÍÐIDALSTUNGU V-HÚN -Ég veit það ekki, telst maður borða þorramat ef maður borðar ekki súrmatinn? Allt annað held ég og hákarlinn er bestur. SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR, SAUÐÁRKRÓKI -Ég er hálfgerður gikkur þegar kemur að þorramat. Hákarlinn er bestur. FEYKIFÍN AFÞREYING kristin@feykir.is Vörusvik FRÉTTIR FYRRI ALDA: SKAGAFJÖRÐUR 1614 Jóhann Ostermann, kaupmaður frá Málmey, hefur orðið uppvísað vörusvikum. Lét hann taka staf úr hverri tunnu, sem flytja átti í söluvöru til Íslands, svo að mun minna rúmaðist í henni. Öldin sautjánda, bls 37. Arnar, Gunnhildur, Axel Kári, Margrét Lilja, Herdís Ósk og Steinunn María

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.