Feykir


Feykir - 30.01.2014, Blaðsíða 5

Feykir - 30.01.2014, Blaðsíða 5
04/2014 Feykir 5 ( ÍÞRÓTTAGARPUR ) gudrun@feykir.is Árný Lilja Árnadóttir > golf Hola í höggi á þriðju braut Árný Lilja Árnadóttir á Sauðárkróki náði glæsilegum árangri á golfvellinum síðasta sumar og sigraði m.a. í meistaraflokk kvenna á meistaramóti GSS og í kvennaflokki á Opna Steinullarmótinu. Árný Lilja er byrjuð að undirbúa sumarið ásamt unglinganefnd GSS en nú styttist óðum í að innanhúsæfingar fyrir börn og unglinga fari að hefjast. Árný Lilja er Íþróttagarpur Feykis. Íþróttagrein: --Golf. Íþróttafélag: -Golfklúbbur Sauð- árkróks, þar áður Golfklúbbur Akureyrar. Helstu íþróttaafrek: -Ekkert endilega merkileg, landsliðsferðir sem unglingur, hinir og þessir titlar í gegnum árin. Sennilega þykir mér samt vænst um fyrstu verðlaunin á stórmóti, þegar ég lenti í öðru sæti á unglingameistaramóti Íslands í Vestmanneyjum 1986, á eftir Ragnhildi Sigurðardóttur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, þáverandi Íslandsmeistara kvenna (og síðar margföldum Íslandsmeistara kvenna). Skemmtilegasta augnablikið: -Þegar ég fór holu í höggi á þriðju braut á Hlíðarendavelli. Neyðarlegasta atvikið: -Þegar ég bakaði Ragnhildi víti á fyrrgreindu móti í Vestmannaeyjum. Ragn- hildur var að pútta og ég átti að passa flaggstöngina. Í klaufaskap mínum náði ég ekki stönginni upp úr holunni áður en boltinn kom, svo hann lenti í stönginni. Hún fékk fyrir það 2 högg í víti. Ég var allan hringinn að jafna mig á þessum mistökum og hún var heldur ekki glöð. Einhver sérviska eða hjátrú? –Nei. Uppáhalds íþróttamaður? -Ástr- alski kylfingurinn Ernie Els. Ef þú mættir velja þér and- stæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Ég færi að sjálfsögðu í fjórleik (golf) á Old Course í St. Andrew’s í Skotlandi. Ég myndi velja Ernie Els í mitt lið á móti Rabba mínum og Suzann Pettersen, hinni norsku. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? -Þau þrjóskast við og baráttan er hörð, en það er aldrei spurning að við Ernie löndum sigri með glæsilegum fugli á hinni frægu og víðsjárverðu 17. holu. Helsta afrek fyrir utan íþrótt- irnar? -Drengirnir mínir tveir. Lífsmottó: -Ekkert sérstakt. Helsta fyrirmynd í lífinu: -Foreldrar mínir. Þau hafa sýnt mér að það er aldrei of seint að læra meira og verða betri í því sem maður tekur sér fyrir hendur. Hvað er verið að gera þessa dagana? -Baksa í sjúkraþjálfun, reyna að ala drengina upp, hitt og þetta í amstri hversdagsins. Æfa golf inn á milli. Hvað er framundan? -Undirbún- ingur fyrir sumarið. Við í unglinganefndinni erum að byrja með innanhúsæfingar í golfi fyrir börn og unglinga í vikunni. Sjálf ætla ég að nýta aðstöðuna á Flötinni til æfinga og leiks, veitir ekki af að vinna í stutta spilinu fyrir sumarið. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/sport Handknattleikur Hart barist á handboltamóti FNV Nemendafélag FNV hélt handboltamót þriðjudaginn 22. janúar sl. og tókst mjög vel til með það, að sögn Halldórs Ingólfssonar skemmtanastjóra NFNV. Fjögur lið tóku þátt í mótinu en það voru hátt í tíu manns í hverju liði. Nemendur úr dreifnámi á Blönduósi létu sig ekki muna um að skipa eitt lið og keyra yfir á Krók með bros á vör og stóðu sig eins og hetjur í mótinu, að sögn Halldórs. Halldór segir mótið fyrst og fremst sett upp til skemmtunar til að auka á fjölbreytni í félagslífinu en engu að síður hafi verið hart barist fyrir titlinum. „Og sigurvegararnir voru nú ekki af verri kantinum, því að þar voru drengir af öllum stærðum og gerðum.“ /KSE Hjördís Ósk Óskarsdóttir á Battle of London mótinu. Mynd: RX´d Photography Crossfit : Battle of London Hjördís í 9. sæti á mótinu Hjördís Ósk Óskarsdóttir hreppti 9. sætinu á Battle of London mótinu í CrossFit í Englandi helgina 17. – 19. janúar sl. en þar keppti hún í einstaklingskeppni. Samkvæmt Norðanátt.is var markmið Hjördísar fyrir mótið að vera á meðal 10 efstu. Samanlagt náði Hjördís 9. sæti í keppninni með 100 stig og náði því markmiði sínu. Úrslit er að finna á vef mótsins, battleoflondon.com. Einnig má skoða myndbönd frá keppninni á YouTube síðu mótsins og má sjá glitta í Hjördísi í myndbandi af WOD 6 í einstaklingskeppni kvenna. /BÞ Knattspyrna : Lengjubikarinn Afturelding tekur sæti Tindastóls Mótanefnd KSÍ hefur samþykkt erindi Tindastóls um að Tindastóll flytjist úr A-deild Lengjubikars karla og leiki í B-deild Lengjubikars karla. Sæti Tindastóls í A-deildinni tekur Afturelding en Mosfellingar höfnuðu í 3. sæti í 2. deildinni í sumar. Eins og Feykir hefur fjallað um íhuguðu Tindastólsmenn á dögunum að draga lið sitt úr keppni í 1. deildinni í sumar og hefði Afturelding þá tekið sæti liðsins, en á endanum ákváðu forráðmenn Stólanna að halda áfram sínu striki og spila í 1. deildinni /KSE Körfuknattleikur : Meistaraflokkur karla Stórsigur á Blikum Síðastliðið föstudagskvöld héldu Tindastóls- menn í víking í Kópavoginn og léku þar við heimamenn í Breiðabliki í 1. deildinni í körfubolta. Tindastóll hafði öruggan sigur, 122-90. Lítið var um varnir í fyrsta leikhluta og voru heimamenn yfir að honum loknum, 34-29. Stólarnir létu finna betur fyrir sér eftir það og staðan í hálfleik 51-62. Sigldu Stólarnir heim stigunum tveimur með góðum leik í síðari hálfleik. Stigahæstir í liði Tindastóls voru Helgi Rafn með 38 og Proctor með 30. Tindastólsmenn spila fyrsta heimaleik ársins á morgun, 31. janúar, en þá kemur lið FSu í heimsókn. Allir í Síkið - áfram Tindastóll! /ÓAB Körfuknattleikur : Meistaraflokkur kvenna Stólastúlkur halda sigurförinni áfram Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls í körfuknattleik halda áfram að sýna hvað í þeim býr og sigruðu FSu í Iðu á Selfossi á sunnudagskvöldið. Voru stelpurnar að spila frábæran körfubolta og var aldrei spurning hvoru megin sigurinn yrði í þessum leik. Stelpurnar náðu að halda andstæðingum sínum í rétt um 50 stigum með frábærum varnarleik og er varnarleikurinn að verða eitt heitasta vörumerki liðsins. Lokatölur leiksins voru 50-69. Mikil spenna er nú hlaupin í 1. deildina, þar sem fjögur lið eru jöfn á toppnum. Breiðablik og Fjölnir eru búin að leika átta leiki, Tindastóll níu leiki og Stjarnan tíu leiki. Þessi fjögur lið eru öll komin með tólf stig í deildinni og mikil spenna framundan í næstu leikjum. Næsti leikur hjá stelpunum verður leikinn í Varmahlíð þarnæsta laugardag, 8. febrúar, vegna þorrablóts í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Grindavík B koma þá í heimsókn og hefst leikurinn kl 14:00. Á vefsíðu Tindastóls eru Skagfirðingar hvattir til að taka sér ísbíltúr í Varmahlíð og koma á leikinn og hvetja stelp- urnar okkar. /KSE Bríet Lilja í essinu sínu á Selfossi, enda átti hún stórleik þar gegn liði FSu. Mynd: Fésbókarsíða körfuknattleiksdeildar Tindastóls.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.