Feykir - 20.02.2014, Qupperneq 1
á
BLS. 6-7
BLS. 8
Andri Már Sigurðsson
svarar í Tón-lystinni
Hefur komið með
slatta af lögum
út úr sturtunni
BLS. 7
Rætt við nýjan og fráfar-
andi framkvæmdastjóra
Nes listamiðstöðvar
Kvikmyndaveisla
á Skagaströnd
Vetrarhátíð í Skagafirði
CrazyRoller og
risasvig á meðal
nýjunga
07
TBL
20. febrúar 2014
34. árgangur : Stofnað 1981
Meira í leiðinni
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6
FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN!
BÍLAVERKSTÆÐI
Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570
Við þjónustum bílinn þinn!
Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla,
vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun.
Heilbrigðisráðherra hitti fulltrúa
sveitarstjórnar Skagafjarðar sl.
þriðjudag til þess að ræða framtíð
Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðár-
króki. Um var að ræða óformlegan
fund í þeim tilgangi að fá svör við
erindi sem sveitarfélagið hafði
ítrekað sent til ráðherra um
viðræður um yfirtöku á rekstri
Heilbrigðisstofnunarinnar, að sögn
Stefáns Vagns Stefánssonar
formanns byggðarráðs.
Á fundinum var farið yfir stöðu mála
en engin niðurstaða fékkst, samkvæmt
Stefáni, en fulltrúar sveitarstjórnarinnar
vildu ekki síst árétta mikilvægi þess að
svara erindinu svo hægt sé að setja form-
legar viðræður af stað. Ráðherra sagðist
vera tilbúinn að ræða möguleikann á
yfirtöku sveitarfélagsins á Stofnuninni
en málið snýst um að fá nægilegt
fjármagn til rekstursins. „Markmiðið er
að viðhalda núverandi þjónustu svo að
hún skerðist ekki. Og ef við getum betur
tryggt þá þjónustu sem fyrir er með
samningi við ríkið, þá verðum við að
Fulltrúar Svf. Skagafjarðar hittu heilbrigðisráðherra
Rætt um framtíð HS
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki veitir margvíslega þjónustu, fyrir unga sem aldna. Hér má sjá yngstu borgara samfélagsins í ungbarnasundi sl. þriðjudag. /BÞ
KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200
G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N
DELL Inspiron 5521
Intel Core i3 · 4GB vinnsluminni · 500GB harður diskur ·
15.6“ HD WLED · Windows 8
ÚTSALA
ÚTSALA
ALLT A
Ð 40%
AFSL
ÁTTUR
skoða það alvarlega,“ sagði Stefán. Þá
hafa fleiri sveitarfélög á landsbyggðinni
sóst eftir því að yfirtaka rekstur heil-
brigðisstofnana í sínu byggðalagi, s.s.
bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og
Vesturbyggð, og að sögn Stefáns segir
það manni að hugmyndafræðin sé ekki
alveg útúr kortinu. /BÞ
Styðja óskir um yfirtöku á rekstri
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofn-
unarinnar Sauðárkróki lýsa
heilshugar yfir stuðningi við óskir
sveitarstjórnar Sveitarfélagsins
Skagafjarðar um að yfirtaka
rekstur stofnunarinnar með
samningi við ríkið. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu frá
Hollvinasamtökunum.
Hollvinasamtökin skipar stór
hópur íbúa Sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar og Akrahrepps sem bera hag
stofnunarinnar og þá þjónustu sem
hún veitir íbúum Skagafjarðar fyrir
brjósti. Stofnunin er ein af mikilvægari
grunnstoðum samfélagsins og ómet-
anlegt það öryggi sem hún veitir.
Í tilkynningunni kemur fram að
það sé eindreginn vilji til þess að
Heilbrigðisstofnunin fái áfram að
sinna sínu mikilvæga hlutverki í
sömu mynd og verið hefur og ekki
verður séð að það verði öðru vísi
tryggt en með því að heimamenn
sjálfir sjái um reksturinn.
„Hollvinasamtökin skora á heil-
brigðisráðherra, aðra ráðherra og
þingmenn að ljá því lið að heimamenn
taki að sér reksturinn svo tryggja
megi að heilbrigðisþjónusta í Skaga-
firði verði áfram með þeim myndar-
brag sem hún hefur verið undanfarna
áratugi, þrátt fyrir niðurskurð síðustu
ára,“ segir loks í tilkynningunni. /BÞ