Feykir - 20.02.2014, Page 2
2 Feykir 07/2014
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176
Blaðamenn:
Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164
Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is
Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is
Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is
Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
LEIÐARI
Systkinakærleikur
Eitt af því sem vakti athygli mína í vikunni, á hinum merka
samfélagsmiðli fésbók, eða snjáldurskinnu, var niðurstaða
rannsóknar sem gaf til kynna að þeir einstaklingar sem ættu
systur væru að jafnaði hamingjusamari en aðrir. Nú get ég ekki
annað en tekið heilshugar undir þessi gagnmerku vísindi, enda
systir fleiri einstaklinga en margur getur státað sig af, sem
kemur til af því að barneignir foreldra minna voru á við tvær
vísitölufjölskyldur dagsins í dag.
Ég er ekki viss um að bræður mínir deili þessari sannfæringu
minni, að minnsta kosti ekki í annarra áheyrn. Systkinakær-
leikur er í raunar alls ekki sjálfsagður, það má jafnvel segja að
hann sé óeðlilegur. Því hvað er eðlilegra en það að börnum, sem
stöðugt etja kappi um athygli foreldra sinna, sé í nöp hvorum
við annan? Í minningunni var t.d. miklu meira dekrað við
yngstu systur mína heldur en nokkurn tímann mig og fengjum
við eitthvað sem ekki var nákvæmlega eins, var segin saga að
það sem hún fékk var mun flottara.
Ég minnist þess þó ekki að upp hafi komið ágreiningur sem
leitt hafi til þess að við töluðum ekki saman – að mati bræðra
minna tölum við systurnar reyndar full mikið saman – síðan
við deildum bleyjum og slitum barnsskóm í Lundarreykja-
dalnum forðum. Þá voru algengar hefndir á borð við það að
stela flottustu fótboltamyndinni eða dýrmætasta frímerkinu
hvert frá öðru, eða ef í hart var farið, að krota á og skemma
eitthvað frá hinum eða jafnvel klaga einhverju í mömmu og
pabba. Slagsmál sáust líka og rifrildi voru algengari en bílferðir
um sveitina.
Ég held raunar að við höfum sjaldan verið skömmuð eins mikið
af foreldrum okkar eins og þegar við höfðum rifist það lengi að
deiluaðilar höfðu löngu gleymt hvert tilefnið var. Raunar hefði
stundum borgað sig fyrir foreldra okkar að hafa lögfræðing á
launum til að leysa þau deilumál sem upp komu, frekar en að
hlusta á röflið og pexið í okkur. Helst minnist ég harðvítugra
deilna við yngstu systur mína, sem jafnframt er næst mér í
aldri. Ef að við gengum fram af foreldrunum, var okkur ef til
vill vísað tímabundið út úr bílnum á hringferð um landið eða
bannað að horfa á Tomma og Jenna þátt. Þá var ekkert internet,
að minnsta kosti ekki í Lundarreykjadalnum, og tölvur álíka
fjarri og tunglferðir, þannig að ekki var hægt beita börn
tölvutengdum refsingum, eins og títt er í dag.
„En svo flykkjast árin að / og allt verður breytt“ og í dag eru
systkini mín jafnframt mínir bestu vinir. Með þeim hef ég deilt
gleði og sorg og vonandi átt álíka hlutdeild í þeirra gleði og
sorgum. Í mínum stóra systkinahóp hefur okkur borið gæfa til
að vera frekar samheldin þrátt fyrir að kaldhæðinn húmor
okkar gefi nú stundum annað til kynna. Það fer jú ekki hjá því
að systkini, a.m.k. þau sem eru rétt skilgetin, eigi ýmislegt
sameiginlegt. Og það nýjasta, samkvæmt virtum vísinda-
mönnum, er hlutdeild í hamingju hvers annars.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir,
Hamingjusöm systir tveggja bræðra og þriggja systra
Auðveldar álestur og
getur lækkað kostnað
viðskiptavina
Mælavæðing þéttbýliskjarna Lögreglan á Blönduósi
Rólegheit
Vikan sem leið var afar
róleg hjá lögreglunni á
Blönduósi, að sögn
Kristjáns Þorbjörnssonar
yfirlögregluþjóns þar.
„Það má segja að það hafi
verið rólegheit á öllum
sviðum, í veðrinu, skemmt-
anahaldinu og umferðinni,
en þetta fer allt saman. Þegar
hvessir og gerir hálku þá fer
oft allt af stað,“ sagði Kristján
þegar Feykir sló á þráðinn til
hans í vikunni. /KSE
Nýverið var staðfest í
sveitarstjórn Sveitarfélagsins
Skagafjarðar samþykkt
veitunefndar á mælavæðingu
þéttbýliskjarna í Skagafirði.
Um er að ræða innleiðingu
rennslismæla sem mæla
notkun á heitu vatni, í stað
hemla sem víða eru í
hitagrindum. Fyrirhugað er að
ráðast í útboð á leigu á
ríflega 1600 mælum sem
settir verða upp í áföngum á
næstu fjórum árum.
Gert er ráð fyrir að Skaga-
fjarðarveitur leigi mælana til
a.m.k. 12 ára, sem er löggild-
ingartími þeirra. „Mælarnir
verða útbúnir með fjarálestrar-
búnaði sem gjörbyltir söfnun
álestra þar sem aðeins þarf að
keyra um götur til að safna
álestrum í stað þess að fara í
hvert hús og lesa af mæli.
Notkunarmæling þessi mun
valda breytingum á kostnaði
hjá viðskiptavinum, bæði til
hækkunar og lækkunar. Fer
það eftir því hvort notendur
hafa keypt hæfilegt, naumt eða
ríflegt vatn til hitunar miðað
við stærð húsnæðis og hvort
mikil neysluvatnsnotkun hefur
verið til staðar. Reynslan hefur
sýnt að notkunarmælingar
hafa í för með sér nokkurn
rekstrarsparnað fyrir veiturnar
í formi minni dælingar og þ.a.l.
lækkun rafmagnskostnaðar.
Einnig má búast við lækkun á
kostnaði vegna viðhalds á
hemlum og fækkun útkalla af
völdum leka og tjóna,“ sagði
Indriði Þór Einarsson, sviðs-
stjóri veitu- og framkvæmda-
sviðs Sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar í samtali við Feyki. /KSE
Creditinfo birtir lista yfir
framúrskarandi fyrirtæki
Á lista sem Creditinfo birti
nýlega yfir frammúrskar-
andi fyrirtæki í landinu eru
nokkur fyrirtæki staðsett á
Norðurlandi vestra.
Um er að ræða Fisk Seafood
ehf., Kaupfélag Skagfirðinga
svf., Kaupfélag Vestur-
Húnvetninga svf., Raðhús
ehf. á Sauðárkróki (sem rekur
verslunina Hlíðarkaup),
Sláturhús KVH, Steinull hf.,
Sölufélag Austur-
Húnvetninga svf., Tengil ehf.
og Vörumiðlun ehf.
Þess má einnig geta að
Hólmadrangur ehf. á Hólma-
vík er á listanum, FISK
Seafood hf. á 50% í því
fyrirtæki á móti Kaupfélagi
Steingrímsfjarðar. /KSE
Sjö milljónir til ULM2014
Mennta- og menningarmála-
ráðuneyti hefur úthlutað
styrkjum til verkefna er stuðla
að faglegri uppbyggingu á
sviði menningarmála.
Unglingalandsmót UMFÍ, sem
haldið verður á Sauðarkróki í
sumar, er meðal þeirra og
hlýtur sjö milljónir í styrk.
Úthlutunin er í samræmi við
breytt fyrirkomulag úthlutunar
styrkja til félaga, samtaka og
lögaðila en Alþingi hefur hætt
úthlutun á styrkjum til ýmissa
verkefna eins og verið hefur.
Alþingi ákvarðar áfram umfang
fjárframlaga en úthlutun er í
höndum mismunandi ráðu-
neyta eftir málefnasviðum
þeirra.
Í úthlutun ráðuneytisins var
áhersla lögð á verkefni á sviði
listgreina, menningararfs og
uppbyggingar landsmótsstaða.
Mennta- og menningarmála-
ráðuneyti tók til meðferðar 103
umsóknir þar sem sótt var um
styrki alls að fjárhæð
351.789.650 kr. Alls eru veittir
20 styrkir að þessu sinni. /KSE
Styrkur frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti
Framúr-
skarandi
fyrirtæki á
Norðurlandi
vestra
Brandugla í fjósinu
Brandugla hefur undanfarna
mánuði vanið komur sínar í
hlöðuna á Stóra-Ósi og
Syðsta-Ósi í Húnaþingi vestra.
Böðvar Friðriksson á Stóra-
Ósi segist hafa orðið var við
ugluna í hlöðunni síðastliðið
haust.
Það var svo miðvikudags-
morguninn 12. febrúar sl. að
Sveini Friðrikssyni á Stóra-Ósi
brá heldur betur í brún er hann
var mættur í morgunverkin í
mjaltagryfjunni í fjósinu. Þar
var uglan mætt og eins og sjá má
á meðfylgjandi mynd Böðvars
var hún afar nálægt þeim
bræðrum. Það þykir sennilegt
að hún hafi verið hálf blind
vegna ljóssins og því hafi Sveinn
komist eins nálægt henni og sést
á myndunum. Hún varð þeirra
Húnaþing vestra
þó var á endanum og flögraði til
baka í hlöðuna. Nokkur ár eru
þó síðan Sveinn Óli Friðriksson,
Stóra-Ósi, og Jón Böðvarsson,
Syðsta-Ósi, urðu varir við uglu í
nágrenninu, eða í kringum 2009
eða 2010.
Brandugla er eina ugluteg-
undin sem verpir hér á landi að
staðaldri og eru mýs helsta fæða
hennar. Það má því ætla að það
hafi verið eitthvað ætilegt í
hlöðunni. Þegar ljósin eru kveikt
í hlöðunni hefur uglan flögrað
um þar til hún finnur leiðina út.
Norðanátt segir frá þessu og
meðfylgjandi mynd sendi
Böðvar til Norðanáttar. /KSE