Feykir


Feykir - 20.02.2014, Page 6

Feykir - 20.02.2014, Page 6
6 Feykir 07/2014 hingað til okkar en þeir eru tíu talsins af rúmlega 100 um- sækjendum. Þetta er mjög hæfileikaríkur og góður hópur með mjög ólíkan bakgrunn. Þau koma t.d. frá Los Angeles, Japan, Indlandi, Kanada og víðar. Sumir hafa akademískan bakrunn á meðan aðrir hafa meira listrænan,“ segir Melody og segir frá einum kvikmynda- gerðamanni sem er hjá þeim sem hefur starfað með banda- ríska leikstjóranum Quentin Tarantino, öðrum sem hefur starfað hjá National Geo- graphic og þriðja hjá Smith- sonian-safninu í Bandaríkj- unum. „Þau hafa starfað svo mikið fyrir aðra í kvikmynda- gerð en nú fá þau tækifæri til þess að horfa inn á við og skapa eitthvað útfrá sjálfum sér. Það verður mjög áhugavert að sjá mismunandi útkomur hjá þessu ólíka fólki,“ segir Melody. Dagskrá hátíðarinnar er metnaðarfull og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Setning hennar fer fram í Kaffi Bjarmanesi á föstudag kl. 19:00. Þá verður til sýningar fyrsta stuttmynd hátíðarinnar eftir Emily McAllan sem kallast Kvikmyndabréfin en um er að ræða röð stuttmynda um dvöl kvikmyndagerðar- fólksins á Skagaströnd sl. þrjá mánuði. Kvikmyndasýningar laugardagsins fara fram í Félagsheimilinu Fellsborg en þar eru búið að koma fyrir stóru kvikmyndatjaldi og góðu hljóðkerfi, og segir Melody þau hafa notið dyggrar aðstoðar Skottu kvikmyndafjelags við að koma því upp. Dagskráin hefst kl. 13:00 með barna- Hugmyndin að kvikmynda- hátíðinni kviknaði fyrir tveim- ur árum síðan þegar Melody kom fyrst til Skagastrandar en hátíðin er hugarfóstur hennar og Tims, sem er kvikmynda- gerðarmaður og vinur hennar frá Ástralíu. Þema hátíðarinnar „The Weight of Mountains“ vísar í mikilvæg tengsl mannsins við umhverfið, hvernig það hefur áhrif á manninn og öfugt. Tíu kvik- myndagerðarmenn hafa dvalið við listamiðstöðina í tengslum við kvikmyndahátíðina í þrjá mánuði og unnið að undir- búningi hennar. „Ég er mjög ánægð með þá kvikmynda- gerðarmenn sem við fengum Kvikmyndaveisla á Skagaströnd Kvikmyndahátíðin „The Weight of Mountains“ verður haldin á Skagaströnd um helgina en um er að ræða fyrstu kvikmyndahátíðina þar í bæ. Feykir renndi á Skagaströnd í glaðasólskini og leit inn í Nes listamiðstöð þar sem kvikmyndagerðarfólk víðs vegar að úr heiminum var niðursokkið í undirbúning fyrir kvikmyndahátíðina. Þar tóku skipuleggjendur hátíðarinnar, Melody Woodnutt og Tim Marshall, vel á móti blaðamanni ásamt nýjum framkvæmdastjóra listamiðstöðvarinnar Ninette Rothmüller. sýningu á nýlegri Hollywood kvikmynd, Oz: The Great and Powerful (2013). Um kvöldið kl. 19:00 verða svo sýndur afrakstur vinnu kvikmynda- gerðarfólksins, tíu stuttmyndir sem gerðar voru á Skagaströnd á meðan dvöl þeirra stóð. Á sama tíma verða myndirnar til sýningar í Gúttó á Sauðárkróki og gefst þeim sem ekki komast til Skagastrandar tækifæri til að sjá þær. Á sunnudeginum verður boðið upp á íslenskar kvikmyndir í Fellsborg. Klukkan 14:00 verður kvik- myndin Búðin (2013) eftir Árna Gunnarsson og Á annan veg (2012) eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson verður svo sýnd kl. 17 og verður þá boðið upp á poppkorn. Í kjölfarið á henni verður bandaríska kvikmyndin A Place Beyond the Pines (2012) til sýningar. Kvikmyndahátíðin endar svo formlega í Bíó Paradís í Reykjavík þann 28. febrúar nk. Rætt við nýjan og fráfarandi framkvæmdastjóra Nes listamiðstöðvar VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Stuttmyndir kvikmyndagerðarmanna á The Weight of Mountains Sumar stuttmyndir kvikmyndargerðarfólksins verða sýndar sem „myndir í vinnslu“ til að sýna sköpunarferli myndanna í vetur á Skagaströnd. Jolene Mok / Notes on Displacement „Landið og trén vilja ekki kenna mér neitt en fólkið á staðnum gerir það“. Mér er sagt að Íslendingar trúi því að „glöggt sé gestsaugað“. Alasdair Bayne / Old Terror (vinnuheiti) Heimildamynd um það hvernig það er að alast upp á Skagaströnd. Myndin segir frá hópi unglinga og hvernig þeir fást við ást, einmanaleika, skólagönguna og „snapchat“. Rachel Lin Weaver / Húnaflói Húnaflói er tilraunakennd heimildamynd um fisk, missi, hafið, þekkingu mannsins, vitneskju um fiskinn, ást, sorg, leit og þá hluti sem fiskar segja hvor öðrum. Jayne Amara Ross / Spakonufell (í vinnslu) Tilraunakennd heimildamynd eða myndræn frásögn sem lýsir eðli samfélags og þýðingu dulrænna hluta í mótun sjálfsmyndar. Emily McAllan / Hjátrú Sem árangur af þriggja mánaða vinnu við að fanga bernskudrauma á Norðurlandi; birtist þessi heimildarmynd um umbreytingareðli staða. Yu Arakai / Road Movie Heimildarmynd um viðburð í samfélaginu, kvikmyndagerð og ferðina eftir hinni sögulegu „Leið 66“. Morgan Rhys Tams / A Cartography of Iconic Memory Sem áhugamaður um að nota tæknina til að koma nýju lífi í afskekkta staði hefur Morgan Rhys Tams búið til fjórar stuttar teiknimyndir nú í vetur. Aðgangur að myndunum næst með aðstoð snjallsíma og „QR code“ á málmplötum. Þátttakendur verða að fylgja korti, um Skagaströnd og á netinu, meðfram malarvegum, yfir þúfnabörð og meðfram strandlengjunni til að finna stuttmyndirnar. Árangurinn er „samtenging“ milli listamannsins, þátttakandans, umhverfisins á Skagaströnd og Internetsins. Shilpa Munikempanna / 3.37 I Do Not See You 3.37 er tíminn sem tekur mig að reykja eina sígarettu. Ég hætti mér út til að sjá veröldina þar sem ég dvel. Temujin Doran / Ótitlað Temujin Doran hefur mikla reynslu af vetrinum eftir að hafa kvikmyndað á Suðurskautslandinu. Mynd hans um staðinn og umhverfið sýnir örugglega raunveruleikann og fegurðina. Boris Schaarschmidt / Eldur á himni (Fire in the Sky) Að sjá norðurljósin var alltaf á óskalistanum. Ég var að vona að dvölin í Nes listamiðstöð veitti mér tækifæri til þess að sjá þetta fyrirbæri. Í fyrstu voru svolítil vonbrigði að sjá að flestar ljósmyndir eru svolítið villandi og að fegurð þeirra er tekin „á tíma“. En eftir fyrsta skiptið varð ég hugfanginn af norðurljósunum og árangur svefnlausra nótta má sjá í þessari mynd. Ninette Rothmüller og Melody Woodnutt.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.