Feykir


Feykir - 20.02.2014, Blaðsíða 8

Feykir - 20.02.2014, Blaðsíða 8
8 Feykir 07/2014 Fundur um aðstöðumál knattspyrnuiðkenda á Sauðárkróki fór fram í Húsi frítímans í síðustu viku og var góð mæting á fundinn. Þar leitaðist stjórn knattspyrnudeildar eftir umræðum um hvers konar aðstöðu er vilji fyrir að stefna að, svo hægt sé að byrja að vinna markvisst að því að koma því til leiðar. Það var Ómar Bragi Stefáns- son sem stjórnaði fundinum og varpaði hann fram þeim hugmyndum sem stjórn knattspyrnudeildarinnar hefur að mestu einblínt á. Fram kom að stjórn knattspyrnudeildar þyki mikilvægt að tengja hina nýju aðstöðu, hver sem hún yrði, við skólann svo krakkarnir hefðu aðgang að húsinu og nytu góðs af. Þær hugmyndir sem voru ræddar voru m.a. hvort stefna ætti á að gera upphitaðan gervigrasvöll í svokallaðri hálfri stærð, u.þ.b. 60 x 40 m, eða gervigrasvöll í fullri stærð, u.þ.b. 120 x 80 m, sem uppfyllir öll skilyrði varðandi keppnishald. Fund- armenn sammæltust um það að ef ráðast skildi í gervi- grasvöll á annað borð þá væri sá í fullri stærð heppilegri kostur. Einnig var umræða um hvar og hvernig sá völlur myndi vera og þá var helst rætt um á aðalvellinum eða á æfingasvæðinu þar fyrir sunnan. Skoðaðar voru nokkrar útfærslur þar sem völlurinn lá norður-suður eða austur-vestur. Þá var varpað fram hug- mynd um að byggja hús sem yrði staðsett norðan við íþróttahúsið og hlaut sú hugmynd góðan hljómgrunn. Til sýnis var tilgátumynd af húsinu og þar var gert ráð fyrir að húsið yrði 55 x 44 m en að sögn Ómars væri stærð- in alveg opin til umræðu. Hvað kostnað varðar er áætlað að íþróttahúsið myndi kosta heldur meira en gervigras- völlur í fullri stærð en að munurinn væri ekki mikill. Húsið yrði opið alla daga og gætu krakkar komið, æft og leikið sér í fótbolta að vild. Einnig myndi aðstaðan nýtast þeim sem stunda frjálsíþróttir, golf, bogfimi og jafnframt eldra fólki sem gæti komið þangað til að ganga. Þurfa að reka börn af vellinum Þjálfarar knattspyrnudeild- arinnar, Guðjón Örn Jóhanns- son og Dúfa Dröfn Ásbjörns- dóttir, voru spurðir álits og voru þeir á sama máli um það að hvað sem yrði gert þá þyrfti það að gerast sem allra fyrst. „Svona hús væri frábær aðstaða fyrir þá flokka sem við höfum en aftur á móti gætum við haft heimaleiki ef við værum með gervigras,“ sagði Guðjón á fundinum. „Hús eða gervigras, hvort sem er, þetta verður bara að fara að gerast. Þetta er bara ekki boðlegt fyrir krakkana okkar,“ sagði Dúfa. Hún talaði um að aðstöðu- leysið hefði mikil áhrif á getu krakkana í knattspyrnu og að þau hefðu ekki þol eða hlaupa- getu þegar þau mæta til keppni á stærri völlum. „Þau eru oft marga daga að ná sér þegar þau koma heim eftir keppnisferðalög,“ bætti hún við. Jafnframt segir hún þau sparka boltanum styttra en ella þar sem þau eru vön að æfa í litlu rými. „Aðstöðuleysið gerir það líka að verkum að krakkarnir velja sér fjölbrauta- skóla annarsstaðar, þar sem aðstaða til fótboltaiðkunar er betri,“ sagði Dúfa. Þá hafði Guðjón orð á því að hann þyrfti oftar en ekki að reka börn af sparkvellinum fyrir æfingar og oft biðu þau eftir að komast aftur til að leika sér, það þætti honum mjög leitt. Það vandamál yrði hins vegar úr sögunni ef ný aðstaða væri byggð upp. Nokkrir fótboltakrakkar voru á fundinum. Þegar þau voru spurð álits sögðust þau mjög hrifin af hugmyndinni um íþróttahús, þar væri hlýtt og gott að vera. Þá myndu líka kannski fleiri koma að leika sér í fótbolta frekar en að hanga bara heima hjá sér í tölvu. „Bara byrja þetta – það er lykilatriði!“ sagði einn fundargesturinn við lok fundarins. Stjórn knattspyrnudeildar mun hitta fulltrúa sveitar- félagsins í framhaldinu og fara yfir málin með þeim. „Hvert það leiðir okkur verður síðan að koma í ljós,“ sagði Ómar Bragi í samtali við Feyki. UMFJÖLLUN Berglind Þorsteinsdóttir Árleg vetrarhátíð verður haldin í Skagafirði um helgina. Það er skíðasvæðið í Tindastól sem stendur að hátíðinni, í samstarfi við ýmsa aðila í héraði. Markmiðið er að bjóða upp á fjölskyldu- væna skemmtun yfir vetrar- tímann og laða að fleira skíðafólk, sem getur um leið notið alls þess besta sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða. Að sögn Viggós Jónssonar, starfsmanns skíðasvæðisins, er þetta líklega fimmta árið sem hátíðin er haldin og hefur hún vaxið ár frá ári. „Fyrsta árið var þó best, hvað gestafjölda varðar, þá fengum við frábært veður en næstu tvö ár á eftir vorum við ekki eins heppin með veður. Þátttakendur hafa hingað til komið víðs vegar að af landinu, m.a. frá Egils- stöðum og Vestfjörðum.“ Viggó segir erfitt að geta sér til um það fyrirfram hve margir mæta, þar sem engin skráning er á hátíðina í heild, en óneitanlega skipti veðrið miklu máli hvað mætingu varðar, en það lofar góðu þetta árið. Eitt af markmiðum hátíðar- innar er að hóa saman sem flestu fjölskyldufólki. Krökk- unum er skipt í lið og liðstjóri fylgir hverju liði vítt og breitt um fjallið. Um er að ræða fimm til sex mismunandi leiðir og fara liðin í þrautakóng, þrautabrautir og enda svo á því að skíða niður Lambár- botna, alveg niður á veg, sem er um 4-5 kílómetra leið. Þannig segir Viggó áhersluna vera á fjölbreytni og fjör allan daginn. Meðal nýjunga á hátíðinni í ár er risasvigmót sem hefst klukkan tíu á laugardags- morgun og stendur til hádegis. Veitt verða peningaverðlaun fyrir 1., 2. og 3. sætið. „Það verður skíðað niður hlíðina ofan við lyftuna, þetta er fyrir lengra komna,“ segir Viggó, en 7000 króna skráningargjald er innheimt fyrir þátttöku í risasviginu og innifalinn er matur og skemmtun á Ólafs- húsi. Aðrir greiða einungis 1000 krónur í þátttökugjald og er það innheimt á staðnum. Þá verður í fyrsta sinn keppt í spyrnu á vélsleðum, en sú keppni hefst eftir lokun á svæðinu. Um er að ræða útsláttarkeppni og fer hún fram neðst í brekkunni. Auk þess er hægt að skemmta sér í tækinu „CrazyRoller“ sem er það eina sinnar tegundar hér á landi. Um er að ræða stóra rúllu þar sem menn er ólaðir niður, rúlla niður brekkuna og eru síðan dregnir til baka. Viggó segir þetta hafa notið gríðarlegra vinsælda og nú gefist gestum vetrarhátíðar tækifæri til að prófa „CrazyRoller.“ Skráning í risasvigið er á netfangið skidi@tindastoll.is og nánari upplýsingar er að finna á facebook.com/skiditindastoll. /KSE Núverandi aðstaða ekki boðleg Fundur um aðstöðumál Vetrarhátíð í Skagafirði 21.-23. febrúar „Crazy Roller“ og risasvig meðal nýjunga Fjör á skíðasvæðinu veturinn 2012. Mynd af vef Skíðadeildar Tindastóls. 07/2014 Teikning af nýju íþróttahúsi norðan við Árskóla.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.