Feykir


Feykir - 27.02.2014, Side 1

Feykir - 27.02.2014, Side 1
 á BLS. 6-7 BLS. 8 Kvennakórinn Sóldís söng íslensk lög og ljóð Vel heppnaðir konudags- tónleikar BLS. 10 Sigríður Hjaltadóttir á Sólbakka í Víðidal er í opnuviðtali í Feyki Með mörg járn í eldinum Íris Jónsdóttir frá Þrasastöðum stýrir áskorendapennanum Vefir örlaga- dísanna 08 TBL 27. febrúar 2014 34. árgangur : Stofnað 1981 S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Þrjár stúlkur sluppu ómeiddar þegar bíll þeirra valt á Þverárfjallsvegi síðdegis sl. föstudag. Bíllinn valt þrjár til fjórar veltur, út fyrir veg, og stöðvaðist á hjólunum á gilbarmi. „Mikið Guðs lán að ekki varð þarna dauðaslys,“ sagði talsmaður lögreglunnar á Sauðárkróki í samtali við Feyki. Samkvæmt lögreglunni var hvasst þegar slysið varð og hálkublettir á veginum, en bílveltan átti sér stað skammt frá bænum Þverá. Það hafði skafið með vegriði og bíllinn oltið við það að lenda í snjónum. „Þegar við nálgumst endann á vegriðinu verður allt hvítt, sem sagt það kemur sterk vindhviða sem feykir með sér snjó svo útsýnið verður mjög takmarkað. Um leið og það gerist keyrum við í frekar háan snjó eða drift eins og það kallast víst, við það missir bíllinn grip. Hálkan sem var fyrir á veginum var ekki til að hjálpa og ég missi stjórn á bílnum þegar við komum Bílvelta á Þverárfjalli Guðs lán að ekki varð dauðaslys Maríanna, Hugrún og Snæbjört heimsóttu slysstaðinn daginn eftir atburðinn. Mynd: PF KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N DELL Inspiron 5521 Intel Core i3 · 4GB vinnsluminni · 500GB harður diskur · 15.6“ HD WLED · Windows 8 nýjar v örur komið og sko ðið útfyrir vegriðið,“ segir Snæbjört Páls- dóttir, tvítug stúlka frá Sauðárkróki, en hún var ökumaður bílsins. Hún var á leið til Reykjavíkur í æfingaferð með meistaraflokki kvenna í fótbolta, ásamt systur sinni Hugrúnu Pálsdóttur 16 ára og frænku sinni, Maríönnu Margeirs- dóttur, 17 ára. Hefði bíllinn farið eina veltu enn eða endað á toppinum hefði hann líklega runnið niður gilið, því það var svo mikið harðfenni. Nánar um málið á bls. 10. /BÞ Semur við útgáfurisa í USA Húnvetningurinn Ásgeir Trausti Húnvetningurinn Ásgeir Trausti hefur gert samning við útgáfurisann Columbia Records. Samingurinn hljóðar upp á þrjár plötur og tryggir að breiðskífan In the Silence muni koma út þann 4. mars í Bandaríkj- unum. Útgáfan fer fram í samstarfi við breska útgáfufyrirtækið One Little Indian, en Ásgeir samdi við það í fyrra. Stundum sæta risafyrirtæki á borð við Columbia þeirri gagnrýni að hefta listrænt frelsi tónlistarmanna á sínum snærum en María Rút Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trauta, segir í viðtali við RÚV að hann muni halda sinni sér stöðu sem svokallaður ,,indie“ tónlistarmaður. Ásgeir Trausti lauk nýverið tónleikaferð um Asíu og mun vera hérlendis þar til hann flýgur til Bandaríkjanna þann 8. mars. Þar mun hann meðal annars koma fram á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas sem hefur oft þótt vera með puttann á púlsinum á því sem er mest spennandi í tónlistarheiminum. /KSE

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.