Feykir


Feykir - 27.02.2014, Síða 9

Feykir - 27.02.2014, Síða 9
08/2014 Feykir 9 ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson / tónlistaráhugamaður Hefur aldrei þolað júróvisjón G. Þorkell Guðbrandsson hefur lengi alið manninn á Sauðárkróki en segist fæddur árið 1941 í Ólafsvík, „... sem er lítið fiskimannaþorp á Snæfellsnesi.“ Af lítillæti segist hann spila á hárgreiðu og þegar hann er spurður út í helstu tónlistarafrek svarar hann: „Afrek?“ Uppáhalds tónlistartímabil? -Seinni hluti átjándu aldar og fyrri hluti þeirrar nítjándu. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? -Ef þið meinið pop-tónlist væri það líklega Kaleo, en ef spurningin hefði komið fram um mitt síðastliðið ár, hefði það verið Contalgenið. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? -Mest var það nú kirkjutónlist, móðir mín var í 60 ár kirkjuorganisti og geri aðrir betur, og hún æfði sig og kórinn mikið heima. Hver var fyrsta platan/diskurinn/ kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? -Fyrsta platan sem ég man eftir að hafa eignast var með Cliff Richard and The Shadows og annað lagið hét Living Doll, man ekki hvað hitt hét :-) Hvaða græjur varstu þá með? -Einhvern plötuspilararæfil, gerðin var Philips. Hvað syngur þú helst í sturtunni? -Legg það hvorki á sjálfan mig né aðra að syngja upphátt. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? -Allt með Bubba Morthens. Uppáhalds Júróvisjónlagið (erlent eða innlent eða bæði)? -Hef aldrei þolað júróvísíón. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? -Aldrei partý hjá mér. Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? -Tja, ég man ekki eftir að ég hafi vaknað öðruvísi en í rólegheitum og yfirleitt frekar árla, en þá vil ég helst hafa hljótt. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? -Tja, ég er ekki vanur að fara neitt svoleiðis nema með konu minni. En skemmtilegasti tónlistarviðburður sem ég man eftir að hafa farið á, var þegar við hjónin fórum í Der Volksoper í Wien og sáum Töfra- flautuna með úrvals flytjendum. Væri til í eitthvað sambærilegt aftur. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? -Svoleiðis drauma kannast ég ekki við. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? -Veit það svo sem ekki. Hinsvegar er besta plata og nær útspiluð úr plötusafni okkar hjóna, gömul konsertupptaka með The Modern Jazz Quartet frá tónleikum þeirra í París árið 1958. Sex vinsælustu lögin á Play- listanum þínum? -Ég held ég verði nú að gata á þessu. FEYKIR fyrir 15 árum Skemmtun í tali og tónum Félagmálaráð Sauðárkróks hafði það til siðs að bjóða eldri borgurum til nýársfagnaðar og var þar engin breyting á eftir sameiningu sveitarfélagana í Skagafirði. Í janúarmánuði 1999 var haldinn nýársfagn- aður í Bifröst. „Sem fyrr var þar birta og ylur og allt gert til að láta gestum líða vel. Skemmtun bæði í tali og tónum og glæsilegar veitingar, kaffi, bakkelsi og brjóstbirta eins og venjan þegar leið á skemmtunina,“ segir í 3. tölu- blaði Feykis 1999. Skemmt- unin var vel sótt að vanda og flutti Halldór Hafstað ávarp um þá upplifun að komast í tölu aldraðra. Jóhann Már Jóhanns-son frá Keflavík söng nokkur lög og loks kom Geirmundur með nikkuna og spilaði fyrir dansi. Flett í gömlum Feykisblöðum Þrjár gamlar og góðar GAMALL FEYKIR UMSJÓN berglind@feykir.is FEYKIR fyrir 20 árum Barnablót í Víðidal Haldið var þorrablót fyrir yngri kynslóðina í Víðidal í febrúar 1994. Sá siður hafði komist á árið 1986 og naut mikilla vinsælda en hugmyndina átti Jónína Sigurð- ardóttir á Kolugili. „Borinn er fram venjulegur þorramatur og eru börnin almennt mjög dugleg að borða hann. Má segja að þetta sé nokkurs konar þorrablótsþjálfun fyrir eldri deildina, en krakkarnir á þessu blóti eru frá 6-13 ára aldri. Börnin sjá sjálf um skemmtiatriði og dansmúsík er leikin af plötum og geisladiskum,“ segir í 7. tbl. Feykis 1994. Þar kemur fram að um 70 börn hafi mætt á blótið. FEYKIR fyrir 30 árum „Gangið á undan með góðu fordæmi“ Krabbameinsfélag Austur- Húnavatnssýslu varð 15 ára í upphafi marsmánaðar 1984. Af því tilefni vöktu 12 ára nem- endur í Grunnskóla Blöndu- óss, í samstarfi við Krabba- meinsfélagið, athygli á skaðsemi reykinga. Nemend- urnir útbjuggu spjöld með bænaáletrunum til þeirra sem reyktu og gengu þögulir um ýmsa vinnustaði á Blönduósi. Á spjöldin var m.a. áletrað: „Enginn verður meiri maður af reykingum“, „Hvort elskar þú meira barnið þitt eða síga- rettuna?“, „Kennarar: gangið á undan með góðu fordæmi“ og „Það er aldrei of seint að hætta reykingum“. Feykir 5. tbl. 1984. Frænkurnar Bogga Munda, Bára frá Mel og Alda Ellerts voru í miklu stuði. Fjör á þorrablóti barnanna árið 1994. Hluti af börnunum með spjöldin. Mynd/Sigursteinn Guðmundsson.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.