Feykir


Feykir - 22.04.2014, Blaðsíða 4

Feykir - 22.04.2014, Blaðsíða 4
4 Feykir 15/20142 Um 60% íbúðarhúsa í dreif- býli kynt með heitu vatni Skagafjarðarveitur urðu til vorið 2002 við samruna vatns- og hitaveitna Skagafjarðar undir nafninu Skagafjarðarveitur. Þar sameinuðust hitaveitur Sauðárkróks, Seyluhrepps og Steinsstaða og vatnsveitur Sauðárkróks, Hofshrepps og Steinsstaða. Skagafjarðarveitur vinna að endurnýjun og uppbyggingu veitukerfa á ofangreindum stöðum ásamt stækkun kerfanna eftir því sem hagkvæmt þykir. Feykir hafði samband við Indriða Þór Einarsson, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og spurði hann frétta af fyrirhuguðum framkvæmdum. Skagafjarðarveitur : Rætt við Indriða Þór Einarsson um næstu verkefni dælustöð á Sauðármýrum að Sauðárkróksbraut á um 500 m kafla. Stofnlögnin þjónar neðri og ytri hluta Sauðárkróks, eða öllum bænum fyrir utan Hlíða- og Túnahverfi. „Nýja lögnin verður lögð austan við núver- andi lögn þannig að hún geti verið í rekstri meðan unnið er við nýju lögnina. Þannig verður reynt að lágmarka þann tíma sem veitukerfið verður án heita vatnsins á meðan nýja lögnin verður tengd,“ segir Indriði ennfremur. Í þriðja lagi er um að ræða virkjun á holu SK 32 í Hrollleifsdal. Núverandi hola þjónar Hofsósi og sveitinni frá Miðhóli í Hólahólum að Gröf á Höfðaströnd. Verkið felst í því að fóðra holu sem boruð var árið 2012 með 10 tommu stálröri niður á 270,5 metra og dælan verður á 200 m dýpi. Einnig þarf að reisa dæluhús „Af framkvæmdalista Skaga- fjarðarveitna fyrir árið 2014 er helst að nefna þrjár fram- kvæmdir sem stefnt er að ráð- ast í á árinu. Fyrst ber að nefna lagningu hitaveitu í Hofs- staðaplássið. Verkið felst í lagningu stofnlagnar frá Ríp í Hegranesi um Eylendið til austurs, yfir Héraðsvötn og að Hofsstaðaplássinu, þar sem tengd verða hús frá Syðri Hofdölum og Svaðastöðum að Hofsstaðaseli,“ segir Indriði. Alls verða lagðir um 10 km af lögnum í verkinu. Verkið var boðið út á síðasta ári í sama útboði og hitaveita í Hegra- nesi og er það Steypustöð Skagafjarðar ehf. sem vinnur verkið. Á Sauðárkróki verður skipt út elsta hluta stofnlagnar frá VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Afbragðs stóðhestar og fljúg- andi kappreiðavekringar Tekið til kostanna 2014 til kostanna á Króknum“, sem síðar var stytt í „Tekið til kostanna“. „Sýningin hefur allt frá upp- hafi verið vel sótt og vinsæl og aðsóknin hreint ekki verið bundin við hestasálir, sem snú- ast í kringum hross alla daga og hugsa um lítið annað. Mark- miðið hefur frá byrjun verið að bjóða upp á fjölbreytta sýningu sem dregur fram kosti og fjölhæfni íslenska hestsins, grín og alvara í bland, stundum heilu leikþættirnir, menning og saga lands og þjóðar, sem hesturinn er svo stór hluti af. Stutt atriði og hnitmiðuð, hröð atburðarás sem gefur áhorf- endum engan grið; einn kemur þá annar fer,“ segir Ingimar. Sýningin Tekið til kostanna var fyrst haldin í Reiðhöllinni Svaðastöðum um fyrstu sumarhelgi vorið 2001, en þá var reiðhöllin ný risin og þar með var mögulegt að halda slíkan viðburð og hefur Tekið til kostanna verið haldin árlega æ síðan og alltaf um fyrstu sumarhelgi. Að sögn Ingimars Ingimars- sonar sýningarstjóra kom nafn- ið á sýningunni þannig til að Ingimar, sem var þá sýn- ingarstjóri, leitaði í smiðju Jóns Ormars Ormssonar sem stakk upp á að kalla sýninguna „Tekið VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Sýningin tekur yfirleitt tvær og hálfa klukkustund með með hléi. Sýningin í ár er laugardaginn 26. apríl og segir Ingimar að hún verði vonandi í sama anda og að ofan greinir. „Reiðkenn- aradeild Háskólans á Hólum byrjar með kennslusýningu kl. 13:00 og verður grunntónninn í henni gæðingafimi, sem byggir á skilningsríku samspili manns og hests. Þeirri dagskrá lýkur svo með keppni í gæðingafimi, þar sem flinkir knapar leiða saman hesta sína (um 7-8 stk.) og þeir þrír sem best standa sig þar, munu síðan ríða til úrslita á kvöldsýningunni; þessum dag- skrárlið lýkur um kl.17:00,“ útskýrir Ingimar. Kvöldsýningin hefst svo kl.20:00. „Þar verður margt á boðstólnum sem gleðja mun augað, s.s. afkvæmasýningar, munsturreið, afbragðs stóð- hestar og flottar hryssur, gæð- ingar af öllum gerðum og fljúgandi kappreiðavekringar og fleira og fleira. Valinn verður glæsilegasti hesturinn og flott- asta atriði sýningarinnar. Sjón er sögu ríkari,“ segir Ingimar í lokin. Miðaverð er kr.2.500.- og verður forsala á N1. Mælavæðing, hitaveitu- væðing dreifbýlis og atvinnulífssýning Á vordögum munu starfsmenn Skagafjarðarveitna setja upp nýja rennslismæla á Hofsósi og á Hólum og er það liður í mælavæðingu þéttbýliskjarna í Skagafirði. Í haust er stefnt að uppsetningu mæla í Varmahlíð og Steinsstöðum og á næsta ári verður byrjað á uppsetningu mæla á Sauðárkróki. Króknum verður skipt í tvö til þrjú svæði og verður eitt svæði tekið fyrir á ári og verður því uppsetningu mæla lokið í síðasta lagi árið 2017. Á síðustu árum hefur grettistaki verið lyft í hitaveitu- væðingu dreifbýlisins í Skaga- firði en af um 350 íbúðarhúsum í dreifbýli eru í dag 200 þeirra, eða tæp 60%, kynnt með heitu vatni og með lagningu hitaveitu í Hofsstaðarplássið í sumar heldur þeim áfram að fjölga sem fá heitt vatn í dreifbýli. „Þessa dagana er verið að vinna að greiningu á hita- veitukostum í dreifbýli þar sem þau svæði eru tekin fyrir sem ekki hafa enn tengst hitaveitu og þegar þeirri vinnu er lokið er stefnt að því að gefa út nokkurra ára framkvæmdaplan vegna áframhaldandi hitaveituvæð- ingar dreifbýlisins, en markmið Sveitarfélagsins er að koma heitu vatni til sem allra flestra íbúa. Skagafjarðarveitur munu verða með sýningarbás á At- vinnulífssýningunni helgina 26. og 27. apríl þar sem starfsemi veitnanna verður kynnt og vonumst við til að sjá sem flesta,“ sagði Indriði að lokum. yfir holuna og tengja hana við núverandi stofnlögn. Virkjun á nýrri holu mun auka afhend- ingaröryggi á heitu vatni til notenda og nauðsynleg viðbót þegar horft er til stækkunar veitusvæðisins. Framkvæmdir Frá Tekið til kostanna 2010. Mynd: Sveinn Brynjar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.