Feykir


Feykir - 22.04.2014, Blaðsíða 16

Feykir - 22.04.2014, Blaðsíða 16
16 Feykir 15/2014 Klikkun ! Það er snjallt að gerast áskrifandi að Feyki núna! Feykir er félagi sem þú vilt ekki vera án! Blaðið kemur út 48 sinnum á ári og jafnan stútfullt af fréttum og dægurefni frá Norðurlandi vestra! Verð til áskrifenda er kr. 450.- * Tilboðið gildir til 31. maí 2014 Ótal fleiri afsláttarkjör fylgja Olís-lyklinum 10.000 króna inneign Feykir býður á ný upp á snilldar áskriftartilboð í samstarfi við verslanir Olís um allt land. Nýir áskrifendur að Feyki í apríl og maí 2014 fá Olís-lykilinn með 10.000 króna inneign. Nýir áskrifendur skuldbinda sig til áskriftar á Feyki í a.m.k. eitt ár. Þú hringir í áskriftarsíma Feykis - 455 7171 - eða sendir póst á feykir@nyprent.is og færð sendan Olís-lykil og viðskiptakort. Það eina sem þú þarft að gera er að virkja lykilinn og njóta afsláttanna sem lykillinn býður upp á og 10.000 krónu inneignarinnar... – já og að sjálfsögðu Feykis! Varð til í fæðingarorlofinu Guðbjörg Óskarsdóttir er Gaga Gaga er nýtt vörumerki sem hefur vakið hefur athygli fyrir fallegar vörur bæði fyrir heimilið og fyrir konur. Feykir hafði samband við konuna á bakvið Gaga og spurði hana út í nýja reksturinn en sú heitir Guðbjörg Óskarsdóttir og er frá Sauðárkróki. „Gaga varð til í fyrra þegar ég var í fæðingarorlofi og var að dunda mér við að gera armbönd og annað skart úr leðri og steinum sem ég fór síðan að selja þegar magnið var orðið of mikið,“ segir Guðbjörg um upphaf fyrir- tækisins. En hvaðan kemur nafnið? -„Nafnið Gaga kemur frá systur minni en þegar hún var lítil þá gat hún ekki sagt Guðbjörg og kallaði mig Gaga,“ segir hún og hlær. Guðbjörg segist alltaf hafa haft gaman af handavinnu og ljósmyndun og að föndurgenið sé í blóðinu. „Mamma hefur alltaf saumað og prjónað mikið og eins er systir mín mjög dugleg í höndunum,“ bætir hún við. „Ég var síðan að leita að lausn til að fegra heimilið og datt í hug að setja myndir úr íslenskri náttúru á púðaver. Fyrst gerði ég það bara fyrir sjálfa mig en fékk svo góðar viðtökur frá fólkinu mínu að ég ákvað að fara að selja þau.“ Alveg eins og þegar hugmyndin að púðaverunum kom upp, þá segist hún hafa verið að prófa fyrir sjálfa sig að setja myndir sem hún hafði tekið á leggings. „Það kom furðu vel út og í framhaldi af því fór ég einnig að teikna mynstur í photoshop til að setja á leggings.“ Stefnir á að stækka vöruúrvalið Guðbjörg segist stefna á það að stækka vöruúrvalið og koma fleiri myndum á púðaver en svo er í vinnslu að koma púðaverunum í sölu í verslunum. „Ég er einnig í viðræðum við frænda minn sem er áhugaljósmyndari um samstarf og hlakka ég mjög mikið til þess enda á hann alveg svakalega flottar myndir.“ Guðbjörg verður með bás á atvinnulífssýningunni Lífsins gæði og gleði og mun kynna vörurnar sínar þar. Einnig er hægt að skoða þær á Facebook undir nafninu Gaga. „Þetta er nú ekki stórt í sniðum hjá mér og því er ég ekki með mikinn lager en hann stækkar svona smá saman en það er alltaf hægt að panta hjá mér þó svo að varan sé ekki til á lager,“ segir hún að endingu. VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Púðaverin frá Gaga skarta myndum úr íslenskri náttúru. Guðbjörg hannar og framleiðir munstraðar leggings.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.