Feykir


Feykir - 22.04.2014, Blaðsíða 23

Feykir - 22.04.2014, Blaðsíða 23
15/2014 Feykir 23 Feykir spyr... [ HÚNVETNINGAR SPURÐIR Á FACEBOOK ] Ætlar þú að heimsækja sýninguna Lífsins gæði og gleði? BERGLIND BJÖRNSDÓTTIR, BLÖNDUÓSI -Ég á síður von á því að mæta, það verður þá líklega skyndiákvörðun. Aldrei segja aldrei. ODDNÝ JÓSEFSDÓTTIR, SPORÐI Í HÚNAÞINGI V. -Gæti verið, alltaf gaman að skreppa á Krókinn. HÖSKULDUR BIRKIR ERLINGSSON, BLÖNDUÓSI -Það gæti alveg vel verið að ég myndi gera það og alls ekki óhugsandi. Veltur kannski aðallega á dagskránni. JENSÍNA LÝÐSDÓTTIR, SKAGASTRÖND -Já, það er ætlunin Sólborg og Hávarður matreiða Villikryddað lambafille og Snikerskaka KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar gæti dundað sér við að klára síðustu molana úr páskaegginu. Tilvitnun vikunnar Ef þú þráir eitthvað ákaflega hafðu þá kjark til að leggja allt í sölurnar til að öðlast það. – Brendan Francis Sudoku Vissir þú að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT • kanínum finnst lakkrís góður. • allir dagar eru hátíðardagar einhversstaðar í heiminum. • það er líkamlega ómögulegt fyrir svín að horfa upp til himins. • kvikmyndin Waynes World var tekin upp á tveimur vikum. • vörumerkið Nokia dregur nafn sitt af stað í Suður-Finnlandi. • hjólbörurnar eru kínversk uppfinning. Matgæðingar vikunnar eru Sólborg Þórarinsdóttir og Hávarður Sigurjónsson frá Blönduósi. Þau ætla að bjóða lesendum upp á laxakæfu í forrétt, villikryddað lambafille í aðalrétt og Snikersköku í eftirrétt. Þau skora á Maríu Jóhönnu van Dijk og Heiðar Árdal í sama bæjarfélagi að koma með girnilegar uppskriftir í Feyki. FORRÉTTUR Laxakæfa 300 gr reyktur lax 150 gr smjör, bráðið 1 dós sýrður rjómi 1 peli rjómi, þeyttur 1 dós rauður kavíar 6 blöð matarlím, lögð í bleyti Aðferð: Laxinn er settur í matvinnsluvél, smjörið og sýrði rjóminn settur útí ásamt kavíar. Laxinn er tekinn úr vélinni og settur í skál. Rjóminn er settur saman við. Matarlímið sett yfir vatnsbað og blandað með smá þeyttum rjóma þegar það er brætt. Sett útí kæfuna og hrært vel á meðan. Sett í lítið MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is form sem búið er að setja plastfilmu inn í. Látið bíða yfir nótt. Borið fram með Dillsósu og snittubrauði. Dillsósa: 1 dós sýrður rjómi 1 msk dill FEYKIFÍN AFÞREYING kristin@feykir.is Ljóskan og Hafnfirðingurinn BRANDARI VIKUNNAR Ljóskan var að keyra í Hafnarfirði þegar löggan stoppaði hana og bað um að fá að sjá ökuskírteinið hennar. „Hvað er það?“ spurði hún. „Það er svona bleikt með mynd af þér.“ Hún leitaði í veskinu þangað til hún fann bleika púðurdós, tók hana upp og opnaði og leit í spegilinn. „Er það þetta?“ spurði hún. Löggan tók dósina og leit í spegilinn og segir svo. „Nú! Ekki vissi ég að þú værir í löggunni!“ AÐALRÉTTUR Villikryddað lambafille Aðferð: Lambafille látið meyrna í ísskáp í fimm daga. Kryddað u.þ.b. tveim dögum áður en er eldað. Fille sett á heita pönnu og lokað. Sett í eldfast mót í ofn við 180°C í 25 mín. og purunni snúið niður. Borið fram með Piparosta- rjómasósu og salati. Piparostarjómasósa: 1 piparostur, brædd við vægan hita ½ l rjómi, þarf að hræra vel í. Bragðbætt með salti. Paprikusalat: Iceberg, paprika, tómatur, gúrkur, vínber og melóna saxað niður. Borið fram með fetaosti. EFTIRRÉTTUR Snikerskaka 4 egg 4,5 dl sykur 2 tsk vanillusykur 8 msk kakó 3 dl hveiti 200 gr brætt smjör, látið kólna 100 gr Pipp súkkulaði með karamellu Aðferð: Egg og sykur þeytt vel saman. Hitt hráefnið, utan Pipp, bætt varlega saman við blöndu. Pipp molum þrýst ofan í deigið hér og þar. Bakað við 175°C í 30 mín. Kakan á að vera frekar blaut. Verði ykkur að góðu! Girnilegt lambafille. Myndin tengist matarþættinum ekki beint. /lambakjöt.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.