Feykir


Feykir - 22.04.2014, Blaðsíða 6

Feykir - 22.04.2014, Blaðsíða 6
6 Feykir 15/2014 Spennandi tímar í sjávarútvegsfyrirtækinu FISK Seafood FISK Seafood er á meðal tíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Fyrirtækið stendur á traustum grunni en ákveðin straumhvörf hafa orðið í stefnu þess undanfarin misseri í átt að nýsköpun og vöruþróun. Jón Eðvald Friðriksson framkvæmdastjóri FISK Seafood tók vel á móti blaðamanni Feykis á dögunum og leiddi hann um húsakost fyrirtækisins og um leið í sannleikann um fjölbreytta starfsemi þess. Spjallað við Jón Eðvald Friðriksson framkvæmdastjóra starfsmanna og innleiða bætta öryggismenningu um borð í skipum og í landvinnslum sínum undanfarin ár. Jón Eðvald segir starfsmenn fyrirtækisins hafa lagt mikla vinnu í að taka þessi öryggismál í gegn og að árangurinn leyni sér ekki. Slysum hafa fækkað, sér í lagi þeim alvarlegri og því hefur öll þessi vinna skilað tilskildum árangri. Hjá fyrirtækinu starfa um 250 manns, en um 300 þegar einnig er horft til smærri fyrirtækja í eigu FISK Seafood. Fyrirtækið starfrækir fisk- vinnslu á Sauðárkróki, rækju- vinnslu í Grundarfirði og er helmings eigandi rækjuvinnslu á Hólmavík, tvo frystitogara, þrjú ísfiskskip og tvær bleikjueldisstöðvar. Jón Eðvald segir fyrirtækið vera að skoða endurnýjun á skipakosti og þá er m.a. verið að skoða nýsmíði á ísfiskskipi. „Við fáum tilboð í það í maí og fer það eftir verðinu hvort haldið verður áfram í þeim hugleiðingum.“ Einnig Fiskiðja Sauðárkróks var stofnuð árið 1955. Í upphafi var hún í sameign Sauðárkróks- kaupstaðar og Kaupfélags Skagfirðinga en nú er FISK Seafood alfarið í eigu Kaup- félagsins. Jón Eðvald hefur verið framkvæmdastjóri fyrir- tækisins frá árinu 1996 en í framkvæmdastjórn eru, auk Jóns, þau Erla Jónsdóttir sem fer með fjármál og gæða- stýringu, Gylfi Guðjónsson sem er útgerðarstjóri, Gunn- laugur Sighvatsson sem annast landvinnslu og eldi og Hólm- fríður Sveinsdóttir, en hún hefur umsjón með nýsköpun og þróun. Fyrirtækið vann forvarnar- verðlaun VÍS 2014 á dögunum en fyrirtækið hefur unnið að því að efla öryggismál VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Jón Eðvald og Kári Heiðar í Verinu vísindagörðum. hefur fyrirtækið fengið tilboð í að breyta öðrum frystitogar- anum í ísfiskskip en engar ákvarðanir hafa verið teknar í þeim efnum, verið er að skoða allar hliðar málsins en allt er þetta liður í að auka landvinnslu. Fyrirtækið hefur verið með þurrkverksmiðju í smíðum á Sauðárkróki frá síðasta vori og er stefnt að því að koma henni í gagnið í sumar. „Þurrkverk- smiðjan er hluti af þeirri stefnu að auka landsvinnsluna hjá fyrirtækinu og byggir á því að nýta hráefnið og hvern ugga sem best. Þegar vinnslan eflist og verður fjölbreyttari í frysti- húsinu kemur meira hráefni þangað inn og þar af leiðandi fellur meira til. Í verksmiðjunni verður hægt að þurrka hausa, hryggi, afskurð og gera verðmæti úr öllu sem til fellur,“ segir hann. Líftæknifyrirtækið Iceprotein, sem nú er í eigu FISK Seafood, tengist þessum hugmyndum líka. „Iceprotein sérhæfir sig í framleiðslu á próteinum úr fiski og er það liður í að auka verðmætasköpun, þetta hangir allt saman,“ segir hann. Jón Eðvald segir að þessi fyrstu skref í að auka land- vinnslu, þurrkverksmiðjan, eignarhaldið í Iceprotein og kaup á fiskvinnsluvélum, kalli á miklar fjárfestingar. Samtals er áætlað að verja 750 milljónum í fjárfestingar á þessu rekstrarári og tengjast þær nær allar fjárfestingum í landvinnslunni. Þegar ákveðið var að fara í byggingu þurrkverksmiðjunnar var sú stefna tekin að fá heimafólk til að reisa hana og smíða búnaðinn sem FISK lét hanna í verksmiðjuna. Að sögn Jóns Eðvalds fá gömlu skreiðarhjallarnir þó að standa áfram þegar verksmiðjan kemst í gagnið, þó svo að magn skreiðarinnar sem hangir á hjöllunum komi til með að minnka til muna. Það verður gert að beiðni ýmissa aðila úr ferðaþjónustunni í Skagafirði þar sem hjallarnir hafa verið mjög vinsælir viðkomustaðir Jón Eðvald í nýju þurrkverksmiðjunni. Ýmsar áhugaverðar rannsóknir í gangi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.