Feykir


Feykir - 22.04.2014, Blaðsíða 7

Feykir - 22.04.2014, Blaðsíða 7
15/2014 Feykir 7 ferðamanna sem heimsækja héraðið, enda tilkomumikil sjón og setja mikinn svip á svæðið umhverfis fiskiðjuna. Skapa áhugaverð störf til framtíðar Stefna FISK Seafood til fram- tíðar er að auka framleiðslu fyrirtækisins enn frekar og sem fyrr segir er aukin landvinnsla liður í því. Upphafið að þeirri skipulagsbreytingu segir Jón Eðvald hafa þróast að nokkru leyti af sjálfu sér, en að fyrir- tækið fari reglulega í gegnum stefnumótunarvinnu, nú síðast fyrir tveimur árum. Þá voru sett markmið til fimm ára og er verið að vinna að þeim mark- miðum um þessar mundir. „Það var þessi nýsköpunar- og vöruþróunarleið sem við ákváðum að fara og skapa fjölbreyttari störf. Ef maður ætlar að auka landvinnsluna svona mikið þá kallar það á nýja tækni og þá líka á aðeins öðruvísi störf. Þar af leiðandi reynum við að tengja það inn í að mennta fólkið okkar frekar og að koma á samstarfi við skólana um það,“ segir Jón Eðvald. Fyrirtækið vinnur nú í samvinnu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að undirbúningi kennsluefnis eða jafnvel braut í framhaldsskól- anum í haust. Einnig hefur fyrirtækið verið í samstarfi með Farskólanum, miðstöð sí- menntunar á Norðurlandi vestra. „Við erum að reyna að hafa áhrif á að einhverjir stoppi í þessu,“ segir hann og brosir. Fyrirtækið hefur markvisst unnið að því að tengja sig við menntastofnanir í von um að vekja áhuga fólks á greininni og um leið að skapa áhugaverð störf innan fyrirtækisins til framtíðar. Til að mynda er Jón Eðvald í háskólaráði Hólaskóla og í stjórn Matís og Ingileif Oddsdóttir skólameistari FNV er í stjórn FISK Seafood. Jón Eðvald segir samstarf FISK Seafood og Hólaskóla upphaflega hafa byrjað með því að stjórnendur fyrirtækisins voru að skoða hvað fyrirtækið gæti gert sem myndi koma sér vel fyrir héraðið. „Þá varð niðurstaðan að efla menntun og að koma Hólaskóla á há- skólastig. Þess vegna fórum við í að gera þetta hús upp, sem nú hýsir Verið, og létum skólann hafa það. Í fyrstu var ákveðið að það yrði leigulaust fyrstu 3 árin, svo fyrstu 6 árin og það eru 10 ár síðan og það hefur ekkert breyst,“ segir hann brosandi. „Þannig að fyrirtækið hefur stutt vel við bakið á Hólaskóla en við höfum líka horft á það að til framtíðar nýtist þetta samstarf okkur í fiskeldi og slíku.“ Síðan fékk þekkingar- og rannsóknafyrirtækið Matís aðstöðu í sama húsnæði en það vinnur að þróun og nýsköpun í matvælaiðnaði, líftækni og matvælaöryggi. „Þá kom Iceprotein hingað fyrst á vegum Matís en í kjölfarið á því þróaðist þetta samstarf með þessum aðilum; Hólaskóla, Matís og Iceprotein.“ segir Jón Eðvald. Hann segir það enn fremur afskaplega ánægjulegt að hafa haft tækifæri til þess að skapa umgjörð undir þessa rann- sóknar- og þróunarvinnu og að það sé mjög spennandi að fylgjast með hverju þetta samstarf komi til með að skila af sér, en innan veggja fyrirtækisins fara nú fram fjölbreyttar rannsóknir á sviði líftækni og starfsemi henni tengdri. Þar hafa fjölmargir háskólanemar aðstöðu til að stunda rannsóknir og njóta góðs af nálægðinni við hráefnið og að hafa afnot af þeim tækjakosti sem fiskvinnslu- fyrirtækið hefur fjárfest í. „Þetta er það sem maður sá fyrir sér að myndi lukkast. Að skapa kjöraðstæður fyrir fólk til að mennta sig og fá í kjölfarið spennandi vinnu til framtíðar,“ segir hann og nefnir tvo starfsmenn sem lýsandi dæmi um þessa jákvæðu starfsmanna- stefnu fyrirtækisins. Annars vegar Hólmfríði Sveinsdóttur framkvæmdastjóra, sem kláraði sitt doktorsnám í aðstöðunni hjá FISK Seafood og hins vegar Stefaníu Ingu Sigurðardóttur, sem lýkur líftækninámi sínu í vor. Slæmur tímapunktur til að leggja auknar álögur á landsbyggðina FISK Seafood er efnahagslega traust fyrirtæki en velta fyrirtækisins á síðasta rekstrar- ári, sem er eins og kvótaárið, frá 1. september til 31. ágúst, var í heildina kringum 12 milljarðar. Hjá fyrirtækinu sjálfu var hún í kringum 9 milljarðar. Hagnaður var í kringum 1340 milljónir og hefur fyrirtækið engar lang- tímaskuldir. „Velta fyrirtækisins minnkaði um tæpar 800 milljónir og byggðist það á því að á síðasta ári urðu miklar afurðarverðslækkanir á erlend- um mörkuðum en við seljum 99% af okkar vörum til útlanda,“ útskýrir Jón Eðvald. „Afkoman versnaði ansi mikið en langstærsti liðurinn í því voru þessi álögðu veiðigjöld. Þau fóru upp í tæplega 700 milljónir hjá FISK Seafood frá því að vera 176 milljónir árið áður og hækkuðu því um 520 milljónir. Þetta var mikil breyting í rekstri fyrirtækisins en við ráðum náttúrulega ekkert við það. Auðvitað fær maður heldur ekki reikning upp á 700 milljónir nema að reyna þá að hagræða eitthvað á móti því, þess vegna fara öll þessi fyrirtæki í að skoða sinn rekstur enn frekar.“ Jón Eðvald segist hafa miklar áhyggjur af þessari þróun og jafnframt því viðhorfi og viðbrögðum sem hann varð var við heima í héraði, þegar núverandi stjórnvöld lækkuðu þessi gjöld a.m.k. til bráðabirgða. „Til þess að setja málið í samhengi þá má segja að í þessu 250 manna fyrirtæki sé þetta uppundir þrjár milljónir á hvern starfsmann í þennan sérstaka skatt, auk annarra skatta sem fyrirtækið greiðir, sem og allra skatta sem starfsmennirnir greiða beint til viðbótar. Ef maður horfir á alla íbúa Skagafjarðar, þar sem segja má að fyrirtækið sé í eins konar félagslegri eign íbúana, er þessi skattur orðinn tæpar 700 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Skagafirði á ári, það er ansi mikið. Ég hef auðvitað miklar áhyggjur af þessu því við fáum ekkert af þessum peningum til baka. Á sama tíma og verið er að auka svona skattinn á okkur þá er verið að draga svo mikið úr þjónustunni hérna á svæðinu; heilbrigðisþjónustunni, skera niður í menntamálum o.s.frv. Þannig að það er verið að beina rosalega miklu fjármagni af landsbyggðinni á höfuðborgar- svæðið, finnst mér,“ segir hann. „Þetta er svolítið grátlegt finnst mér, þetta er mjög slæmur tímapunktur til að vera að leggja svona auknar álögur á þessa staði út á landi. Það væri miklu meira spennandi að hafa þessa peninga inn í fyrirtækinu og geta þróað hin ýmsu verkefni. Núna eru mjög spennandi tækifæri í fyrirtæki eins og þessu, það eru fullt af verkefnum framundan og á ýmsum sviðum, eins og líftækni sem þarf mikla þolinmæði og fjármagn. Núna er tækifærið því unga fólkið er til í að koma til okkar og takast á við svona verkefni,“ tekur Jón Eðvald fram að endingu. Eins og blaðamaður Feykis komst í raun um er starfsemi FISK Seafood fjölbreyttari en margur gerir sér grein fyrir. Þar kemur saman suðupottur þekkingar og nýsköpunar í bland við sjávarútveginn, sem hefur skipað stóran sess í íslenskri menningu og arfleifð. Það verður því spennandi að fylgjast með þessu gróskumikla fyrirtæki í framtíðinni. Stúlka úr Hrútafirði í Game of Thrones Langar að verða leikkona Nýlega hófust á Stöð 2 sýningar á fjórðu þáttaröðinni af Game of Thrones, en þættirnir hafa notið mikilla vinsælda. Ung stúlka úr Hrútafirði, Sóley Mist Albertsdóttir í Eyjanesi, leikur hlutverk í þáttaröðinni. Feykir sló á þráðinn til Sóleyjar og spurði hana út í hlutverkið. Sóley Mist segir að hlutverkið hafi komið þannig til að vinkona móður sinnar hafi verið að leika í þáttaröðinni og það hafa vantað einn krakka í viðbót, en þrjú börn hennar leika í þáttunum. Það voru því fjórir krakkar við þessar tökur sem Sóleyju Mist lék í og tóku þær fimm daga. Tökurnar fóru fram í Þjórsárdal og segir hún að aðeins einn dagur hafi farið í tökur, hinir dagarnir hafi verið æfingardagar. „Ég hef horft á einn til tvo þætti svo ég vissi að þessir þættir voru um svona gamaldags bardagadót. Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara að gera en þetta var mjög skemmtilegt," segir Sóley. Hún segist þú ekki mega segja neitt frá því sem gerist í þáttunum, en býst við að þáttur þar sem hún kemur fram verði sýndur næsta eða þarnæsta mánudag (skrifað 12. apríl, innsk. Blm.). Sjálf er Sóley ekki búin að sjá þættina. „Ég horfi bara á þá í sjónvarpinu þegar þar að kemur.“ Hún segir vini sína og skólafélaga ekki hafa fylgst mikið með þáttunum hingað til. „En nú vita allir að ég er að leika í þessu og þá eru allir spenntir að horfa.“ Við tökurnar segist Sóley hafa hitt tvo fræga leikara, rauðhærða konu að nafni Rose og hávaxinn karlmann sem hún man ekki í augnablikinu hvað heitir. Sóley hafði ekki leikið áður, en í dag er hún sannfærð um að sig langi til að verða leikkona. Hún hefur einnig mikinn áhuga á að ferðast og langar að komast til sem flestra landa. /KSE Framkvæmdir í nýju þurrkverksmiðjunni ganga vel. Skreiðarhjallarnir með Drangey í baksýn. Sóley Mist til hægri ástamt systur sinni Máney

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.