Feykir


Feykir - 22.04.2014, Blaðsíða 21

Feykir - 22.04.2014, Blaðsíða 21
15/2014 Feykir 21 Spjallað við Bjarna Jónsson um koltrefjaverksmiðju í Skagafirði Hefði gríðarlega þýðingu fyrir svæðið Iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, telur líklegt að ráðist verði í framleiðslu á koltrefjum á Íslandi í náinni framtíð, eins og fram kemur í svari hennar við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, alþingismanns og fyrrv. iðnaðarráðherra. Hún vildi þó ekki tjá sig frekar um hvaða staðir kæmu til greina til uppbyggingar koltrefjaiðnaðar. Össur sagði hins vegar í samtali við Eyjuna.is það vera skoðun sína að Sauðárkrókur væri heppilegasti kosturinn, þaðan kæmi frumkvæðið og að ríkisstjórnin eigi að standa sameinuð á bakvið staðarvalið. Að sögn Bjarna Jónssonar, formanns Atvinnu-, menning- ar- og kynningarnefndar sveitar- félagsins, hefur Sveitarfélagið Skagafjörður unnið að hug- myndum um koltrefjaverk- smiðju í Skagafirði í um 10 ára skeið og á því tímabili kynnt kosti héraðsins fyrir fyrirtækj- um sem hafa verið að hasla sér völl í þessum nýja tækniiðnaði. „Hér er þegar hefð fyrir trefjaframleiðslu því við höfum hér steinullarverksmiðjuna. Margvíslegur smærri iðnaður og þjónusta sem nauðsynlegur er í stoðumhverfi slíkrar verk- smiðju er hér til staðar og með þeim öflugri og fjölbreyttari sem finna má á landsbyggðinni. Við höfum hér fjölbrautaskóla þar sem við höfum m.a. komið af stað námsbraut í trefjaiðnaði sem er sú eina á landinu,“ sagði Bjarni í samtali við Feyki og bendir á að á Sauðárkróki eru einnig landfræðilega hentug skilyrði með höfn sem gæti þjónustað slíkan iðnað. „Hér er einnig mikill mannauður og góð búsetuskilyrði, sem skiptir miklu máli þegar fyrirtæki velja stað til að setja niður sína starfsemi. Orkuþörf koltrefjaverksmiðju er ekki mjög mikil, 15–20 megavött af raforku og hún er til staðar í nágrenninu í vannýttri Blönduvirkjun. Hér er ódýrasta hitaveita á landinu og marg- víslegt fleira sem sveitarfélagið er í stakk búið að semja um til að greiða fyrir uppbyggingu á vinnslu koltrefja.“ Miðstöð í framleiðslu og nýsköpun í vörum úr koltrefjum Þó að svf. Skagafjörður hafi unnið lengi að þessu verkefni sagði Bjarni það ljóst að fleiri gætu viljað stökkva á vagninn fremur en að leita eigin tækifæra í öðrum verkefnum. „Hér munu stjórnvöld ráða miklu um framvinduna og við vonum að þau standi með okkur, líkt og þegar farið var af stað með verkefnið, þannig að við fáum notið þess frumkvæðis sem við höfum sýnt.“ Hann segir markvisst hafa verið unnið að því að styrkja innviði sem nauð- synlegir eru slíkri uppbyggingu ásamt því að greina og kynna kosti Skagafjarðar sem ákjósan- legrar staðsetningar. Skagafjörð- ur hefur verið kynntur fyrir völdum fyrirtækjum í trefja- iðnaði, sóttar hafa verið trefjakaupstefnur, auk þess sem gestir frá nokkrum fyrirtækjum hafa heimsótt Skagafjörð og kynnt sér aðstæður á undan- förnum árum. „Sveitarfélagið hefur unnið milliliðalaust að verkefninu undanfarið auk samstarfs við aðila eins og Íslandsstofu og iðnaðarráðu- neyti. Það hægði nokkuð á greininni eftir efnahagshrunið 2008, en hún er rækilega að taka við sér núna og spáð 15% árlegri aukningu á eftirspurn eftir koltrefjum. Við höfum því á undanförnum mánuðum sett aukinn kraft í þessa vinnu hér aftur, bæði hvað varðar heimavinnuna og svo samskipti við fyrirtæki í koltrefjaiðnaði,“ útskýrði Bjarni. Nýtt kynningar- efni er ýmist tilbúið eða í vinnslu um þá möguleika sem Skaga- fjörður hefur upp á að bjóða og er miðað að fyrirtækjum sem gætu viljað byggja upp starfsemi sína í firðinum. Unnið hefur verið að frekari greiningum á valkostum og atriðum sem skipta máli fyrir væntanlega uppbygginu svo sem skipulags- vinnu og fleiru sem liggja þarf fyrir gagnvart þeim sem sýna áhuga. Hverskonar ívilnanir sveitarfélagið er til að mynda Skagafjörð sem val-kost fyrir fyrirtæki til að staðsetja starfsemi sína í firðinum. Meðal þess sem gera þarf úttekt á er samkeppnisfærni Skagafjarðar hvað varðar atriði eins og jarðhita, vatn, rafmagn, sam- göngur og mannauð. Fundað með lykilaðilum í koltrefjaiðnaði Í ljósi þeirrar miklu þróunar og vaxandi eftirspurnar sem er að eiga sér stað, ekki síst í flugvéla- og bílaiðnaði, hefur aukin kraftur verið settur aftur í kol- trefjaverkefnið og segist Bjarni vera bjartsýnn á að það skili árangri. „Nýlega áttum við fundi með lykilaðilum í nokkrum af helstu fyrirtækjum í koltrefja- iðnaði og hefur því verið fylgt eftir gagnvart þeim fyrirtækjum sem sýnt hafa okkur mestan áhuga. Á þessum fundum fengum við staðfestingu á því að við værum á réttri leið í okkar undirbúningi, en við viljum vinna málin lengra áður en við greinum frá einstökum fyrir- tækjum eða ræðum stöðu verkefnisins að öðru leyti.“ Bjarni segir að slíkur iðnaður hefði gríðarlega þýðingu fyrir svæðið en um er að ræða allt að 70 störf, flest vel launuð hátækni- störf í kringum framleiðsluna, að ógleymdum öllum afleiddu störfunum í öðrum greinum. Því eru augljóslega miklir hags- munir í húfi. „Þá er líklegt að einnig skapist hagfeld skilyrði fyrir fyrirtæki sem vinna vörur úr koltrefjum á svæðinu, en það er ekki síður spennandi, ef fjörðurinn gæti þannig orðið miðstöð í framleiðslu og ný- sköpun með vörur úr kol- trefjum,“ segir hann að endingu. VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Bjarni Jónsson og Viggó Jónsson hafa skoðað fjölmarga hluti úr koltrefjum á sýningum sem þeir hafa heimsótt, m.a. þetta þotuskrúfublað. Létt reiðhjól úr bambus og koltrefjum. Kappakstursbíll úr koltrefjum. Léttur og sterkur hnakkur að hluta til úr koltrefjum. SIGURÐUR HANSENKLAUSUR M.E.H. 3 Draumurinn sem engan hefur dreymt er draumurinn um það sem ekki lætur dreyma sig og enginn veit hvort er eða hefur nokkurn tímann verið annars staðar en í efanum. Og þó efast hann um það þegar hann spyr út í sannleikann. reiðubúið að bjóða til að greiða fyrir uppbyggingu. Þess vegna segir Bjarni Atvinnu-, menning- ar- og kynningarnefnd m.a. hafa samþykkt að gera úttekt á fleiri þáttum sem lúta að því að efla

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.