Feykir


Feykir - 22.04.2014, Blaðsíða 3

Feykir - 22.04.2014, Blaðsíða 3
15/2014 Feykir 3 Momentum greiðslu- og innheimtuþjónusta ehf. | Suðurlandsbraut 18, 108 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is A R G U S 1 4 -0 9 0 4 Það er einfalt og auðvelt að prófa þjónustuna - engin skuldbinding - enginn dulinn kostnaður Skagfirðingar Til hamingju með atvinnulífs- sýninguna og gleðilega sæluviku Hafðu samband, við leysum málin með þér Af reynslunni verður þú ríkari! MOMENTUM BÝÐUR SVEIGJANLEGA OG LIPRA INNHEIMTUÞJÓNUSTU Átt þú hest til útláns? Æskulýðsnefnd Landssam- bands hestamannafélaga, í samstarfi við FEIF alþjóða- samtök íslenska hestsins, mun halda æskulýðsmót fyrir unglinga á aldrinum 14–17 ára í sumar. Mótið verður haldið að Hólum í Hjaltadal dagana 11.–20. júlí nk. Skipuleggjendur mótsins óska eftir hestum til láns eða leigu fyrir ungmennin á meðan á dvöl þeirra stendur hérlendis. „Þátttakendurnir greiða að hámarki 150 € í leigu fyrir hestinn. Hesturinn þarf að vera heilbrigður, örmerktur og skráður í Worldfeng. Þeir hestar sem henta í verkefnið þurfa að vera hreingengir, hlýðnir og tiltölulega auðveldir,“ segir í fréttatilkynningu. Mótið sækja unglingar frá öllum aðildar- löndum FEIF og er mótið haldið annað hvert ár í einhverju aðildarlandanna. Alls hafa 78 unglingar þátttökurétt og keppa þau sem koma erlendis frá á lánshestum. Fyrstu tvo dagana eru keppendur að kynnast hest- unum, síðan njóta þau tilsagnar þekktra þjálfara í þrjá daga, þá er farið í dagsferð um Skagafjörð- inn og síðustu þrjá dagana keppa þau á hestunum, bæði í einstaklings og liðakeppni. Keppt verður í hring- vallagreinum, tölti, fjór- og fimmgangi ásamt skeiði, þrauta- braut, víðavangshlaupi, fimi og fánakappreið. Hestarnir þurfa ekki að vera hágengir en það er æskilegt. Þeir hesteigendur sem hafa hesta í verkefnið eru beðnir að senda upplýsingar á netfangið lh@lhhestar.is með smá lýsingu á hestinum og IS-númeri hans. „Okkur í æskulýðsnefndinni er mjög í mun að mótið takist sem allra best og höfum lagt vinnu í það að fá til liðs við okkur þekkta einstaklinga úr hestaheiminum til að þjálfa keppendur,“ segir loks í tilkynningunni./BÞ Æskulýðsmót að Hólum í Hjaltadal Hjólað í vinnuna Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna dagana 7.–27. maí næstkomandi í tólfta sinn. Að sögn Sigríðar Ingu Viggósdóttur, sviðstjóra Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, er meginmarkmið átaksins að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum ferðamáta. „Í gegnum árin hefur myndast gríðarlega góð stemming á vinnustöðum meðan á átakinu stendur. Oftar en ekki hefur áhugi fólks á því að hjóla til og frá vinnu kviknað þegar það hefur tekið þátt í verkefninu og hefur það haldið áfram að hjóla eftir að átakinu lýkur,“ segir Sigríður og bætir við að aðalatriðið sé að fá sem flesta á vinnustaðnum til að taka þátt. Aðspurð um hvernig átakið gengur fyrir sig svarar Sigríður að einn frá vinnustaðnum taki það að sér að fara inn á www.hjoladivinnuna.is og skráir sig og vinnustaðinn til leiks og vinnustaðinn. Bæði er hægt að skrá allan vinnustaðinn í eitt lið eða búa til nokkur lið og er þá hægt að hafa keppni innan vinnustaðarins. Eftir það geta aðrir starfsmenn farið inn á heimasíðuna og skráð sig í lið. „Meðan á átakinu stendur erum við með útdráttar-verðlaun, myndaleik og reynslusögur ásamt skemmtilegum fróðleik á heimasíðu verkefnisins www. hjoladivinnuna.is þar má nálgast allar nánari upplýsingar um verkefnið eða með því að senda tölvupóst á hjoladivinnuna@isi.is. Við hvetjum alla til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og um að gera að vinnu- staðir skori á hvern annan,“ segir hún í lokin. /BÞ Heilsusamlegur, hagkvæmur og umhverfisvænn ferðamáti Ekki Bjartar nætur þetta árið Sumarhátíðin Bjartar nætur – Fjöruhlaðborð Sumarhátíðin Bjartar nætur, Fjöruhlaðborð í Hamarsbúð á Vatnsnesi, verður ekki haldin þetta árið samkvæmt fréttatilkynningu frá Húsfreyjunum. Fréttablað með upplýsing- um um viðburði á vegum Húsfreyjanna 2014 verður dreift með vorinu. Sumarhátíðin hefur verið haldin á hverju sumri um árabil og hafa gesti sótt þangað um langan veg til að njóta þeirrar sérstöðu sem þar hefur verið boðið upp á. /BÞFínerí á Fjöruhlaðborði í Hamarsbúð.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.