Feykir


Feykir - 22.04.2014, Blaðsíða 8

Feykir - 22.04.2014, Blaðsíða 8
8 Feykir 15/2014 Ég er Skagfirðingur. En mest af öllu Fljótakona. Þótt ég hafi ekki átt lögheimili þar í þrjátíu ár og búið nítján af þeim í Noregi þá breytir því ekkert. Ég er stolt af uppruna mínum og þakklát fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að hafa alist upp í snjóþyngstu sveit Íslands, nyrst á Tröllaskaga. „Mamma, það er besta tilfinning í heimi þegar við sjáum Fljótin okkar,“ segir 11 ára gömul dóttir mín og sonur minn, sem er 6 ára, staðhæfir að Ísland sé besti staður í heimi. Ég er innilega sammála þeim. Samferðafólk mitt í dag kemur úr allt annari veröld, flest alið upp í stórbæ við allt aðrar og mun mildari aðstæður á gjöfulasta landbúnaðarsvæði Noregs. Hér rignir töluvert enn loftslagið er milt, jarðvegurinn næringarríkur og sjaldan frost eða snjór. Norðmenn eru áhugasamir um Ísland, íslenska hönnun og alla góðu fótboltaspilarana sem við eigum og ég þreytist seint á því að segja þeim frá bæði gömlum og nýjum atburðum sem gerðust í Fljótunum. Ég sýni þeim myndir af snjósköflum, rollum og fallegum haustlitum, segi frá hreinu lofti, töfrum sumarsins, miðnætursól, fólkinu og mannlífinu, menningunni, mannýgum nautum, göngum og réttum, ísbjarnaheimsóknum og súrum hrútspungum. Flestir hrylla sig yfir hrútspungunum en eru yfir sig hrifnir af myndinni sem Elvur Hrönn Þorsteinsdóttir, frá Helgustöðum í Fljótum, skrifar „Þegar við sjáum Fljótin okkar“ ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Halldór á Molastöðum tók af Helgustaðarollunni sem fékk far með skólabílnum hér í vetur. Þegar ég hugsa til baka þá var alltaf sól. Ég gleðst yfir því að vera svo heppin að eiga stóra fjölskyldu og að hafa alist upp við tryggar og góðar aðstæður í sveit þar sem mannlífið var gott, fólk hjálpsamt og glaðvært og þar sem við krakkarnir vorum álitin jafningjar hinna fullorðnu. Við vorum látin bera ábyrgð, nutum frjálsræðis, vorum hvött til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og alin upp til þess að verða sjálfstæðir einstaklingar. Þetta voru góðir tímar. Við æfðum skíðagöngu undir stjórn Trausta á Bjarnargili, við spiluðum fótbolta á sumrin á Ketilási, flykktumst í sund á kvöldin, vorum tímunum saman í skólabílnum, tókum þátt í sauðburði og heyskap og urðum að reka beljurnar. Við vorum í barnaskóla á Sólgörðum, lærðum dönsku og landafræði, lékum okkur og borðuðum góðan mat í mötuneytinu hjá Ágústu á Stóru-Reykjum. Síðan lá leiðin í Varmahlíðarskóla og lífið varð aðeins flóknara. Okkar börn alast upp við allt aðrar aðstæður í hrærigraut hraða og upplýsingaveraldar og þar sem samfélagið gerir endalausar og oft óraunhæfar kröfur. Við erum ábyrg fyrir því að þau eigi trygga höfn og sjá til þess að þau verði sjálfstæðir og sterkir einstaklingar sem eru vel undir það búnir að takast á við lífið. Mínar heimaslóðir eru hluti af tryggri höfn minna barna og ég veit að seinna, þegar þau hugsa til baka, þá var alltaf sól í Fljótunum. - - - - - Ekki var ljóst þegar blaðið fór í prentun hver tæki við penna. Fegurðarsamkeppni á fjölum Bifrastar Langt liðið frá síðustu keppni á Króknum Allangt er síðan fegurðarsamkeppni hefur verið haldin á Sauðárkróki, eða um 27 ár. Það var nánar tiltekið í Sæluviku árið 1987 sem viðskiptajöfurinn Stefán Þ. Jónsson veitingamaður og lánveitandi, og eigandi Stebbakaffis stóð fyrir slíkri keppni. Stefán hefur verið viðriðinn ýmsa vafasama starfsemi, svo sem bruna- og tryggingasvindl, en snýr nú aftur á Krókinn. Að þessu sinni hefur hann fengið fjórar fegurðardísir til keppni, sem fram fer á sunnudagskvöldi í Sæluviku, á fjölum Bifrastar. Feykir kynnti sér keppnina og tók fegurðardísirnar tali. /KSE Nafn: Hólmfríður P. Aldur: 31 árs. Hvaðan ertu: Úr Seyluhreppi. Áttu kærasta: Nei. Áhugamál: Golf og bílaviðgerðir. Hvað hefurðu umfram aðra keppendur: Ég er rosaleg með golfkylfuna. Ertu bjartsýn á að vinna: Hæfilega, en það sem ég mun taka með mér er vinskapurinn. Ungfrú Seyluhreppur Ungfrú Staðarhreppur Nafn: Unnur Linda Aldur: 28 ára. Hvaðan ertu: Úr Staðarhreppi. Áttu kærasta: Nei. Áhugamál: Söngur. Hvað hefurðu umfram aðra keppendur: Sönghæfileika... jazzgeggjari og spila á kontrabassa. Ertu bjartsýn á að vinna: Já mjög mikið, en á jafn mikla möguleika og hver annar heimsfriður. Ungfrú Akrahreppur Nafn: Guðrún Birna. Aldur: 23 ára skvísa. Hvaðan ertu: Úr Akrahreppi Áttu kærasta: Nei, er á milli kærasta Áhugamál: Spá í bolla, ferðalög og flugferðir og „dodo,“ mér finnst það gaman. Hvað hefur umfram aðra keppendur: Skyggnigáfu. Ertu bjartsýn á að vinna: Bjartsýn á móti þessum gömlu krukkum. Nafn: Lotta Lýsól. Aldur: 40 ára Hvaðan ertu: Ég er fædd og uppalin á Tindastóli, hann pabbi minn var skíðamaður mikill og vaktmaður lyftunni. Áttu kærasta: Einu sinni átti ég kærasta... og ekki varð mér meint af því. Áhugamál: Tilraunastarfsemi með brennsluspritt sem rafmagnsgjafa, og ekki má gleyma blessuðum ritvélunum Hvað hefurðu umfram aðra keppendur? Um hvað ertu að tala maður? Ég er ekki kepp- andi, ég er meira svona frjáls- andi. Ertu bjartsýn á að vinna: Tjah, nú er þröngt í búi hjá smábyttunum, og ekki alltaf vinnu að fá, þó á ég reyndar síðdegisvaktina fyrir utan Áfengisverslun ríkisins í næstu viku. Fagurkerinn

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.