Feykir


Feykir - 28.05.2014, Síða 2

Feykir - 28.05.2014, Síða 2
2 Feykir 20/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Við höfum val – notum okkur það Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá lesendum Feykis að kosningar eru á næsta leyti. Í lýðræðisþjóðfélagi eigum við þennan mikilvæga rétt, sem manni finnst á stundum að fólk átti sig ekki á hversu mikilvægur er. Árum saman börðust Íslend- ingar fyrir sjálfstæði sínu og stofnuðu lýðveldi sem felur í sér þennan kosningarétt. Seinna var barist fyrir að konur ættu líka kosningarétt og í dag geta allir sem náð hafa 18 ára aldri nýtt sér hann. Hvað sem allri pólitík og pulsupartíum, kaffiboðum og kosningarskrifstofum, blöðrum og barmmerkjum líður, vil ég hvetja fólk til að kynna sér málefnin og kjósa það fólk, þann lista, eða þau málefni sem hverjum og einum hugnast best. Vonandi er öll „pabbapólitík“ liðin tíð, að minnsta kosti ætla ég ekki að reyna að stjórna því hvað sonur minn, nýorðinn 18 ára, kýs. Hins vegar ætla ég að hvetja hann til að kynna sér málefnin og setja x-ið á þann stað sem að hann telur réttast. Gamalt spakmæli segir að val en ekki tilviljun ráði örlögum mannanna. Sé eitthvað til í því er enn meiri ástæða til að nýta sér það val sem við höfum með kosningum. Gildir þá einu hvort kosið er milli lista eða svokallað persónukjör. Mætum á kjörstað og setjum okkar x á kjörseðilinn! Kristín S. Einarsdóttir, kjósandi „Skóinn kreppir víða í stofnuninni“ Ákvörðun tekin um að stytta lokun endurhæfingarsundlaugar HS Til stóð að loka endurhæf- ingarsundlaug HS frá 2. júní til og með 17. ágúst, eins og fram kom í frétt sem birt var á Feyki.is í síðustu viku, en nú hefur sú ákvörðun verið endurskoðuð að sögn Hafsteins Sæmundssonar forstjóra HS. „Við höfum, vegna óska þar um, ákveðið að stytta þann tíma sem lokað verður í sundlaug í sumar og miða lokun við þann tíma sem óhjákvæmilegur er vegna framkvæmda.“ Endurhæfingin og sund- laugin á Heilbrigðisstofnuninni hafa mikið verið í umræðunni undanfarið en að sögn Hafsteins hefur starfsfólki verið fækkað þar á undangengnum árum. Skýringuna segir hann að mestu liggja í því að þar hafi sjúkrarýmum verið fækkað úr 15 í 8 og hjúkrunarrýmum úr 56 í 41. „Sjúkraþjálfarar okkar og aðrir starfsmenn endurhæfingar hafa fyrst og fremst sinnt íbúum á hjúkrunarheimili og sjúkl- ingum í sjúkrarýmum. Það er því ekki óeðlilegt að umsvif í endurhæfingu hafi minnkað. Samt sem áður vil ég fullyrða það að HS veitir betri þjónustu á þessu sviði en gengur og gerist annars staðar,“ segir Hafsteinn í samtali við Feyki. Hann segir víða hafa verið þrengt að í rekstri stofnunarinnar á undangengnum sex árum og fólki fækkað umtalsvert á þeim tíma. „Það er víða sem við þyrftum að geta gert betur í mönnun en nú er en því miður leyfir fjárhagurinn það ekki. Skóinn kreppir víða í stofn- uninni en það er ekki fyrst og fremst í starfsemi endurhæf- ingar sem það er og því er það undarlegt að umræðan snúist fyrst og fremst um þennan þátt starfseminnar sem er lítið brot af starfi okkar í heild. Hjá okkur starfa nú einungis þrír fastráðnir læknar en þeir hefðu þurft að vera fimm og ekki hefur borist nein umsókn í lausar stöður lækna þrátt fyrir auglýsingar þar um. Við erum knöpp í mönnun á hjúkrunar- og sjúkradeildum og má ekkert út af bera þar. Við hefðum gjarnan viljað veita betri þjónustu á sviði sálgæslu og geðlækninga. Ég get talið fleira til sem hefði verið æskilegt að þjónusta íbúa Skagafjarðar um en við getum ekki, eins og er, boðið upp á.“ Hafsteinn segir vonir standa til að nú verði Heilbrigðis- stofnuninni úthlutað nokkrum hjúkrunarrýmum í viðbót og væntir hann þess að það muni bæta afkomu stofnunarinnar í heild þótt það dugi ekki án frekari aðhaldsaðgerða til að koma rekstrinum í jafnvægi. Áfram verður haldið úti starf- semi í Endurhæfingarhúsi, bæði í sundlaug og æfingasal, og segist hann telja hana þokkalega mannaða þrátt fyrir niðurskurð. /BÞ Flug frá Akureyri til Danmerkur í sumar Sigríður og Svanhildur í stjórn MN Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands var haldinn í vikunni og voru nýir stjórnarmenn kosnir af samstarfsfyrirtækjum. Í stjórnina voru kosnar til tveggja ára Birna Lind Björnsdóttir, Norðursiglingu og Sigríður Káradóttir, Gestastofu Sútarans. Varamenn til eins árs voru kjörnir Tómas Árdal, Arctic Hotels og Karl Jónsson, Lamb-Inn. Til áframhaldandi stjórnar- setu til eins árs voru kosin Svanhildur Pálsdóttir, Hótel Varmahlíð, sem einnig var valin stjórnarformaður, Ólafur Aðal- geirsson, Skjaldarvík og Gunnar Jóhannesson, Fjallasýn. Frá- farandi stjórnarmenn eru Steingrímur Birgisson, Heldi og Katrín María Andrésdóttir, SSNV, ásamt Bergþóri Erlings- syni, SBA-Norðurleið, og Rósu Maríu Vésteinsdóttur, Arctic Hotels sem voru í varastjórn. Markaðsstofan sendir þeim kærar þakkir fyrir samstarfið á liðnum árum. Málþing um flugsamgöngur Eftir aðalfundinn var haldið Stefnt að eflingu starfs- stöðvar á Sauðárkróki Skipulagsbreytingar hjá Íbúðalánasjóði Eins og fram kom í aðsendri grein á Feyki.is í fyrradag, eftir þá Stefán Vagn Stefánsson, formann byggðaráðs Svf. Skagafjarðar, og Matthías Imsland, aðstoðarmann velferðarráðherra, hefur verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðis- mála skilað niðurstöðum vinnu sinnar. Vonast greinarhöfundar til að hægt verði að efla starfsemi sjóðsins á Sauðárkróki og fjölga þar störfum. Meðal tillagna verkefna- stjórnarinnar er að Íbúða- lánasjóði verði breytt varanlega og verkefnum hans skipt upp. Í grein Stefáns og Matthíasar er sérstaklega fjallað um starfsstöð sjóðsins á Sauðárkróki og að sú mikla reynsla og þekking sem þar er fyrir hendi sé grunnur sem byggja megi á til framtíðar. Í samtali við Feyki rétt fyrir prentun blaðsins sagði Matthías að í framhaldi af vinnu starfshópsins yrði nú farið í þá vinnu að ákveða hvernig framtíð sjóðsins yrði háttað. Matthías vitnaði í niðurstöður verkefnastjórnar- innar og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem kveðið er á um að vernda skuli og efla störf á landsbyggðinni. „Það sem hefur líka komið fram er að Norðvesturkjör- dæmi, og alveg sérstaklega Sauðárkrókur, missti á síðasta kjörtímabili mikið af opin- berum störfum sem fyrri ríkisstjórn flutti frá Skagafirði, sagði Matthías. „Þarna erum við að tala um að þurfi að snúa þessari þróun við og frekar að byggja starfsstöðina upp og efla hana og mögulega fjölga störfum þarna,“ sagði Matt- hías og bætti við mikilvægt væri að áfram yrði gott samstarf milli stjórnvalda og sveitarstjórnar um málið. „Við erum að horfa til þess og vonast til að þarna verði hægt að fjölga störfum,“ sagði hann að lokum. /KSE málþing í samstarfi við at- vinnuþróunarfélögin á Norður- og Austurlandi um flug- samgöngur og uppbyggingu millilandaflugs á Íslandi. Um 60 manns sóttu fundinn þar sem farið var yfir upp-lýsingar um millilanda- og innanlandsflug, flugvelli, ferða-þjónustu og atvinnulíf í víðu samhengi. Góðar umræður voru á fundinum og ánægjulegt að sjá áhugann á málefninu, að sögn Sigríðar Káradóttur, en Feykir hafði samband við hana að fundinum loknum. Á fundinum kynnti Sigurður Pétur Hjaltason, talsmaður Greenland Express, áform flugfélagsins um flug frá Ála- borg og Kaupmannahöfn til Akureyrar nú í sumar og fram á vetur. Stefnt er að því að fljúga á miðvikudögum og sunnu- dögum frá 11. júní til 25. nóvember. Bókanir verði aðgengilegar á næstu dögum og er flogið með 100 sæta vélum. Viðræður standa nú yfir um aðkomu Air 66N að verkefninu en aðstandendur þess bjóða Greenland Express velkomna norður og styðja við verkefnið svo það geti orðið að veruleika og nái góðu flugi til lengri tíma. /KSE

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.