Feykir


Feykir - 28.05.2014, Page 4

Feykir - 28.05.2014, Page 4
4 Feykir 20/2014 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2014x 14 Fyrir hverju ætlar list- inn að beita sér á næsta kjörtímabili ef hann hlýtur kosningu? Við, B listi Framsóknar og annarra framfarasinna, viljum leita allra mögulegra leiða til að bæta búsetuskilyrðin í Húna- þingi vestra þ.e. að auka lífsgæði íbúanna. Við teljum að bætt búsetuskilyrði með t.d. lagn- ingu ljósleiðara til sveita efli lífsgæði og samkeppnishæfi og stefnum við að því að samhliða lagningu hitaveitu út um sveitir verði lagður ljósleiðari. Forsenda núverandi búsetu og lykillinn að því að ungt fólk flytji aftur heim er fjölþætt atvinna. Við viljum hrinda af stað átaksverkefni til að auka fjárfestingar í atvinnulífinu, jafnframt að leita leiða til að efla þann atvinnurekstur sem fyrir er. Til þess að svo megi verða þarf að ráða starfsmann til a.m.k. 3 - 4 ára sem hafi það hlutverk að kynna sveitarfélagið útávið í samráði við hagsmuna- aðila og leita nýrra tækifæra í atvinnumálum. Atvinnumál er sú lífæð sem samfélagið byggir á. Foreldrar í Húnaþingi vestra eiga ekki kost á þjónustu dagmæðra og viljum við að leikskólinn þjónusti foreldra að afloknu fæðingarorlofi og sé opinn börnum frá 9 mánaða aldri. Jafnframt leggjum við áherslu á öflugan stuðning við foreldra með frístundakortum B-LISTI Framsókn og aðrir framfarasinnar Sveitarstjórnarkosningar 2014 > HÚNAÞING VESTRA og akstursstyrkjum á lengri leiðum til að börn og ungmenni geti sem best nýtt sér framboð íþrótta, tómstunda og dreifnáms. Við viljum hrinda í framkvæmd viðbyggingu við íþróttamið- stöðina sem bæta mun aðgengi og notkunarmöguleika allra sem vilja nýta sér þá þjónustu. Við viljum stofna Öldungaráð, í samvinnu við félag eldri borgara í Húnaþingi vestra. Ráðið hafi það hlutverk að vera umræðu og samstarfsvett- vangur eldri borgara auk þess að vera ráðgefandi um sín málefni gagnvart sveitarstjórn. Hvaða kostum telur þú að sveitarfélag þitt búi yfir og hvaða tækifæri mætti nýta betur? Kostirnir liggja í mannauðnum, hér er gott samfélag sem stendur saman þegar eitthvað bjátar á. Auk þess eru ótal tækifæri sem bjóðast þeim sem áhuga hafa á hvers konar félagsstarfi. Hér í Húnaþingi vestra, eins og mörgum hinum dreifðu byggðum, er landbún- aður og ferðaþjónusta ákveðin undirstaða. Ferðaþjónustan hér eins og annars staðar á landinu er í mikilli sókn og við eigum að nýta þau tækifæri sem þar bjóðast. Við viljum enn sem fyrr leggja áherslu á mikilvægi þess að Húnaþing vestra verði samkeppnishæft bæði til atvinnurekstrar og þjónustu við íbúana. Tækifærin liggja í því að verða eftirsóknarverður kostur. Fyrir hverju ætlar list- inn að beita sér á næsta kjörtímabili ef hann hlýtur kosningu ? L-listinn leggur höfuðáherslu á eflingu atvinnumála og telur það forsendu fyrir auknum lífsgæðum sem er forsenda þess að sveitarfélagið sé áhugaverður valkostur til búsetu. Aukin atvinna er grundvöllur þess að unga fólkið okkar geti séð möguleika á að koma aftur heim að námi loknu. Þá viljum við standa vörð um að veita íbúum sem besta þjónustu. Lögð verður áhersla á að gæta aðhalds í fjármálum og rekstri bæjarins þannig að skuld- setning aukist ekki. Hvaða kostum telur þú að sveitarfélag þitt búi yfir og hvaða tækifæri mætti nýta betur ? Blönduós er vel staðsett sveitar- félag, við þjóðbraut og býr við greiðar samgöngur. Hér eru miklir möguleikar fólgnir í að efla þjónustu við ferðamenn og hefur verið verkefni í gangi á svæðinu á því sviði. Ferða- þjónustan er mjög vaxandi atvinnugrein á Íslandi og þarf að nýta þau tækifæri sem í því felst hér á svæðinu. Það er krafa okkar að þegar verði hafist handa við nýtingu orku Blöndu- virkjunar hér ásvæðinu og komið verði á fót starfsemi sem nýtir þá möguleika sem í henni felst. Nýting orkunnar frá Blönduvirkjun er þjóðhagslega hagkvæm þar sem nýting orkunnar eykst vegna þeirrar rýrnunar sem verður á henni við langan flutning. L-LISTI Blönduósbæjar Sveitarstjórnarkosningar 2014 > BLÖNDUÓS Fyrir hverju ætla listarnir að beita sér? Feykir spyr framboðslistana á Norðurlandi vestra Á laugardag munu landsmenn streyma á kjörstað og kjósa nýjar sveitarstjórnir til að taka við búi sveitarfélaga sinna. Þar sem UMFJÖLLUN Berglind Þorsteinsdóttir einungis nokkrir dagar eru til stefnu hafa sjálfsagt margir gert upp hug sinn en eflaust eru nokkrir enn að vega og meta hvaða frambjóðendur og málefni falla þeim best að geði. Feykir sendi framboðslistum á Norðurlandi vestra eftirfarandi spurningar og hér á eftir birtast þau svör sem bárust en vonandi munu þau koma að gagni við gera upp hug sinn fyrir kjördag. • Fyrir hverju ætlar listinn að beita sér á næsta kjörtímabili ef hann hlýtur kosningu? • Hvaða kostum telur þú að sveitarfélag þitt búi yfir og hvaða tækifæri mætti nýta betur? Feykirspyr! x 14

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.