Feykir


Feykir - 28.05.2014, Page 5

Feykir - 28.05.2014, Page 5
20/2014 Feykir 5 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2014x 14 Fyrir hverju ætlar list- inn að beita sér á næsta kjörtímabili ef hann hlýtur kosningu ? Við ætlum að beita okkur fyrir bættum samgöngum, leggja þarf bundið slitlag á tengi- og héraðsvegi en vegakerfi okkar er rúmlega 300 km. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir íbúana sem margir keyra daglega til og frá vinnu og skóla. Einnig er nauðsynlegt að bæta Kjalveg þar sem tugþúsundir ferðamanna fara um á hverju sumri. Við ætlum að beita okkur fyrir bættum fjarskiptum. Gott aðgengi að fjarskiptum er grundvöllur búsetu og atvinnu- starfsemi í dreifbýli í dag. Það þarf að þétta frekar gsm samband, einnig þarf betra netsamband, sveitarfélagið hefur kostað töluverðum fjár- munum til þessa en betur má ef duga skal. Beita þarf þrýstingi á stjórnvöld varðandi aðkomu að góðum fjarskiptum í dreifbýli. Fjarskiptafyrirtæki eru sýnilega ekki tilbúin að þjónusta strjálbýli með sama hætti og þéttbýli þar sem það er svo kostnaðarsamt. Við ætlum að beita okkur fyrir því að öll lögbýli í sveitarfélaginu hafi aðgang að þriggja fasa rafmagni en það er grundvöllur atvinnustarfsemi í sveitum í dag. Við ætlum að vinna að því í samstarfi við Samtök orku- sveitarfélaga og Samband íslenskra sveitarfélaga að gild- andi undanþágur orkumann- virkja frá greiðslu fasteigna- gjalda verði afnumdar. Við ætlum að þrýsta á um að stjórnvöld standi við fyrirheit sín um jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar. Hvaða kostum telur þú að sveitarfélag þitt búi yfir og hvaða tækifæri mætti nýta betur ? Það er eftirsóknarvert að búa í Húnavatnshreppi, hér er fallegt og gott að búa og ala upp börn. Húnavatnshreppur rekur leik- og grunnskóla í sameinaðri skólastofnun að Húnavöllum, þar fer fram metnaðarfullt starf. Aðstaðan er frábær, mötuneyti, sundlaug, íþróttasalur, tónlistar- kennsla og samfelldur skóla- dagur. Lítill heimilislegur skóli gefur ýmis tækifæri, t.d. fara leikskólabörn í sund 1x-2x í viku. Allir eru virkjaðir og sam- staðan er mikil. Við eigum mikla auðlind sem er Blönduvirkjun, hún var tekin í notkun 1991. Einnig eru í undirbúningi frekari virkjanir á veituleið Blönduvirkjunar. Afar mikilvægt er að fylgja eftir þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi 15. janúar þar sem ríkisstjórninni er falið að koma á samstilltu átaki heimamanna og stjórn- valda um atvinnuuppbyggingu í héraði til nýtingar þeirrar orku sem verður til þar. Það eru mikil tækifæri í mannauðinum, kraftmiklu fólki sem býr í Húnavatns- hreppi. Við eigum mikil sóknarfæri í landbúnaði og ferðaþjónustu þar sem sveitar- félagið er landmikið með víð- feðm heiðarlönd. Í Húnavatns- hreppi er mikið af veiðiám og vötnum og fallegum dölum. Margar náttúruperlur eru í Húnavatnshreppi, svo sem Hveravellir, Vatnsdalshólar, fossar í Vatnsdalsá og Frið- mundará, Blöndugil, Hvamms- skriður og Guðlaugstungur. Einnig má nefna fræga sögu- og/eða menningarstaði svo sem Þingeyrar, Þrístapa, Hof, Gull- stein og Forsæludal. Í Skagafirði búum við að miklum mannauði, einstæðri náttúru og auðlindum. Við ætlum að gera samfélagið okkar enn eftirsóknarverðara til búsetu og nýta þann mannauð og tækifæri sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða til að byggja hér upp fjölbreytt mannlíf og öflugt atvinnulíf. Við leggjum áherslu á fjölskylduvænt samfélag þar sem öllum eru búin tækifæri við sitt hæfi í leik og starfi. Gjöldum á barnafjölskyldur og eldri borgara verður haldið í lágmarki og séð til þess að þau fái notið þess mikla árangurs sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins. Það munum við einnig gera með áfram- haldandi ráðdeild og því að koma starfi grunnskóla og tónlistarskóla undir sama þak og ráðast í nauðsynlegar umbætur á skólahúsnæði, íþróttaaðstöðu og umhverfi allra skólanna okkar. Endur- uppbygging sundlaugar Sauð- árkróks verður á meðal þeirra verkefna sem við munum hafa forgöngu um. Við munum ráðast í fegrunarátak á þéttbýlisstöðum, umbætur í aðgengismálum, bæta aðstöðu til útivistar, t.d með útivistarhring um Sauðárkrók, hlúa að opnum svæðum og leikvöllum, tengja svæði betur saman með göngu- og hjólreiðastígum, fegra og efla miðbæ Sauðárkróks sem þjónustu, og íbúakjarna. Þá munum við standa fyrir áframhaldandi uppbyggingu hitaveitu í Skagafirði og nýtingu heitavatnsauðlinda til atvinnu- uppbyggingar. Eitt stærsta verkefni næsta kjörtímabils verður að fjölga hér fjölbreyttum atvinnutæki- færum og snúa vörn í sókn fyrir starfsemi og þjónustu opinberra stofnanna í héraðinu. Við munum áfram berjast fyrir framtíð Heilbrigðisstofnuna- rinnar á Sauðárkróki og standa í vegi fyrir því að stjórnvöld leggi heilbrigðisstofnunina niður eða skerði þjónustu hennar frekar. Við munum beita okkur fyrir svæðis- bundnum átaksverkefnum til að styrkja byggð og atvinnulíf í Skagafirði, standa vörð um mennta- og rannsóknastarf í héraðinu og tryggja áfram- haldandi uppbyggingu Hóla- skóla og styðja af krafti við starf FNV og frekari þróun fjölbreytts náms við skólann ásamt því að vinna að nýrri viðbyggingu við verknámshús. Á meðal stórra verkefna sem við munum vinna að er að nýta betur tækifæri okkar sem eins öflugasta matvælahéraðs lands- ins, nýta sérstöðu og styrk okkar á sviði mennta- og þróunarstarfs, vinna með ferða- þjónustunni í að hagnýta okkar mikla menningararf og sér- stæða náttúru til uppbygg- ingar. Eitt stærsta verkefni í atvinnuuppbyggingu fram- undan er að vinna að því að hér verði reist koltrefjaverksmiðja og standa fyrir kynningar- og markaðsátaki fyrir Skagafjörð sem góðan kost fyrir ný fyrirtæki og sem búsetukost. Umfram allt munum við leggja áherslu á að skapa fleiri tækifæri fyrir ungt fólk til fjölbreyttra starfa og búsetu í Skagafirði. E-LISTI Nýtt afl í Húnavatnshreppi Sveitarstjórnarkosningar 2014 > HÚNAVATNSHREPPUR V-LISTI VG og óháðir í Skagafirði Sveitarstjórnarkosningar 2014 > SVF. SKAGAFJÖRÐUR

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.