Feykir


Feykir - 28.05.2014, Síða 8

Feykir - 28.05.2014, Síða 8
8 Feykir 20/2014 „Ég er aftur orðinn barn á bryggjunni“ Björn Þ. Sigurðsson, Bangsi, á Hvammstanga Björn Þ. Sigurðsson, sem allir Vestur-Húnvetningar þekkja sem Bangsa á Hvammstanga, er afskaplega hógvær maður en er þekktur fyrir að vera barngóður, handlaginn, hjálpsamur og hjartahlýr. Sjórinn og bryggjulífið hafa alla tíð verið Bangsa hugleikið, þó hann segist ekki geta kallað sig sjómann í hefðbundnum skilningi þess orðs. Hann segist hafa verið barn á bryggjunni og nú sé hann aftur kominn í þá stöðu. Blaðamaður mælti sér mót við Bangsa í notalegu húsnæði sem hýsti fjós og hlöðu meðan Bangsi var ungur en er nú orðið að notalegu kaffihúsi. Það þarf ekki að ræða lengi við Bangsa til að sannfærast um að hann lætur sér afar annt um samfélagið og íbúana. Enda gerast þeir ekki „upprunalegri“ íbúarnir, því Bangsi er fæddur og uppalinn á Hvammstanga og hefur verið þar „á sömu þúfunni alla tíð,“ eins og hann orðar það sjálfur. Faðir hans, Sigurður Davíðsson, var kaupmaður á Hvammstanga, einn af fjórum sem þá höndluðu þar. Verslun hans var í kjallara þinghúss, sem síðar var rifið, en verslunin lagðist af eftir daga Sigurðar. Sjálfur segist Bangsi aldrei hafa hugleitt að taka við rekstrinum, telur sig ekki hafa verið efni í góðan sölumann. Engu síður vann Bangsi mikið hjá föður sínum, sem m.a. höndlaði með varning sem hann flutti inn sjálfur og var ekki endilega fáanlegur hjá hinum kaupmönnunum á staðnum. Eftir daga Sigurðar var versluninni lokað. Þegar kom að því að tæma húsnæðið tók Bangsi þátt í að aka lagernum á haugana. „Ég tók svo sumt af því til baka, þarna fóru rosalega margir skemmtilegir munir,“ útskýrir Bangsi, en eins og m.a. kom fram í þættinum Ferðastiklum á dögunum er lager verslunarinnar uppistaðan í Verslunarminjasafninu á 13 VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Bangsi við fiskihjallann sinn en hann hengir fiskinn ekki síst upp fyrir ferðamenn sem eiga leið um hafnarsvæðið á Hvammstanga. Hvammstanga og segist Bangsi ánægður með þá ráðstöfun. Hann var þó búinn að gefa heilmikið út fyrir staðinn áður en safnið kom til og segir safnara víða af landinu hafa leitað til sín og fengið að hirða það sem þeir vildu, „enda grunaði mig aldrei að það yrði svona safn hérna.“ Bangsi segir skólagönguna hafa verið fremur stutta, þó hafi verið kominn skóli í þorpinu þegar hann var að alast upp. Hann hafi hins vegar verið yngstur systkinanna og orðinn einn eftir heima og því hafi ekki veitt af aðstoðinni. Auk versl- unarrekstursins voru kaup- mennirnir gjarnan með búskap inni í þorpinu og var Sigurður, faðir Bangsa, þar engin undantekning. Sjálfur hætti Bangsi búskap eftir að for- eldrarnir féllu frá, utan hvað hann átti nokkur hross. Bangsi er kunnur fyrir harðfisk- og hákarlsverkun. Hann segist einhvern tímann hafa tekið upp á því að fara með harðfisk á bókasafnið á öskud- Ein af mörgum myndum úr einkasafni Bangsa sem hanga uppi á bókasafninu á Hvammstanga. Myndin sýnir síld á bryggjunni upp úr 1950. aginn, handa börnunum, og síðan verði ekki aftur snúið. Einnig tók Bangsi upp á því við annan mann að verka harðfisk sem seldur var til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Eftir að félagi hans féll frá hélt Bangsi þessu góða verkefni áfram og segist kvíða því að þurfa hætta því, enda málefnið verðugt. Bangsi gaukar gjarnan soðningu að vinum og kunningjum og verkar skötu og hákarl sem hann kemst yfir. Hjálparhella Húsfreyj- anna á Vatnsnesi Margir njóta góðs af kunnáttu Bangsa þegar kemur að verk- unaraðferðum og matarhefðum, en hann hefur verið ómissandi hjálparhella húsfreyjanna á Vatnsnesi sem séð hafa um fjöruhlaðborð á Vatnsnesi undir heitinu Bjartar nætur. Hefur hann m.a. veitt silung og reykt, verkað grásleppu, hákarl og harðfisk. Bangsa þykir miður að sú hefð virðist nú ætla að leggjast af. Hlaðborðið hefur verið vinsælt og segir Bangsi að gestir hafi komið langar leiðir til að sækja þennan einstaka viðburð á landsvísu. Honum finnst líka eftirsjá í matnum sem slíkum og nefnir t.d. kindaábrysti sem ekki eru á borðum dagsdaglega. „Það er engin grásleppa orðin til hér, selshreifar fást ekki núorðið og svartfugl er farinn að minnka.“ Sjálfur á Bangsi litla trillu en gerir þó lítið úr eigin sjómennsku. „Ég var bara á grásleppu og rauðmagaveiðum, en svo bara var ekki fiskur hér í fimmtíu ár, ekki þorskur.“ Trébátur hefur fylgt Bangsa í 55 ár, og var hann einmitt að mála og dytta að honum þegar blaðamann bar að garði. „Mér þykir vænt um þennan bát, þegar ég var ungur fékk ég spýtur og nagla og smíðaði hann sjálfur að stórum hluta og við eigum ákafalega vel saman.“ Báturinn hefur reynst Bangsa hið mesta happafley og hann segist aldrei hafa komist í hann krappann. „Hann hefur aldrei sokkið hjá mér, en þetta er nú bara þó nokkuð að halda svona bát á sjó ef eitthvað er að veðri, hlöðnum af grásleppu og netum. Ég hef oftast nær verið einn, sjórinn hefur alltaf togað í mig.“ Reyndar smíðaði Bangsi eina átta báta og segist hann alveg hissa hversu vel tókst til, þar sem hann kveðst hafa verið „narraður í þetta“ á sínum tíma. Bangsi segist í dag byrja daginn í kaffihorninu í kaup- félaginu á staðnum og þar eru heimsmálin rædd. Eftir það leggur hann gjarnan leið sína á bókasafnið, sem er spölkorn frá heimili hans, líkt og kaupfélag- ið. Aðspurður segist hann „ekkert inni í þessum tölvum, maður hefur helst forðast þær.“ Þegar nánar er spurt kemur þó í ljós að hann hefur farið á tvö tölvunámseið, en segist ekki „nenna að eiga neitt við þetta.“ Leiðin liggur svo gjarnan á bryggjuna en hún er einnig í seilingarfjarlægð og fiskihjallur og trönur í eigu Bangsa setja skemmtilegan svip á lóðina kringum Hlöðuna og versl- unarhús Sigurðar Pálmasonar. Núorðið segist Bangsi einkum hengja upp fyrir ferðamennina, já og börnin, en hann er ein- stakur barnavinur. Þegar Bangsi er inntur eftir öðrum áhuga- málum segist hann oft fara á silungsveiðar, einkum í Vestur- hópsvatni, sem hann segir mjög gott veiðivatn. Blómaskeið með rækjuvinnslu og hitaveitu Bangsi rifjar upp að margir hafi sótt sjóinn á Hvammstanga og útgerðin oft verið blómlegri en nú er, ekki síst fyrir daga kvótans. „Hér er lífhöfn bæði fyrir stærri og minni báta, þannig að hægt væri að vera með meiri umsvif. Það er kannski lengra að sækja en t.d. á Hólmavík og Drangs- nes, en þó munar það kannski ekki miklu. Ég veit að þetta snýst líka mikið um þennan kvóta, það getur enginn byrjað útgerð og raunar ekki heldur farið að búa, menn þurfa að kaupa allan þennan kvóta.“ Sem fyrr segir fylgist Bangsi vel með lífinu á bryggjunni og öllu sem snýr að útgerð og fiskvinnslu. Hann segir blaða- manni að rækjuvinnsla sé hafin á staðnum á ný og rifjar upp blómatíma rækjuveiðanna á Húnaflóa. Sjálfur starfaði Bangsi um skeið við rækjuvinnsluna. Hann rifjar upp að um svipað leyti hafi hitaveitan komið á staðinn og breytt gríðarmiklu, en hitaveita var lögð á Hvammstanga árið 1972. Bangsi nefnir raunar hita- veituna sem mesta framfaraskref á staðnum á sinni tíð. Einnig göturnar. „Áður voru þetta bara moldargötur. Og ekki má gleyma höfninni, hér áður þurfti að setja alla báta upp á land, menn voru að missa báta fyrir hafnarleysi, þeir slitnuðu bara upp,“ útskýrir hann. „Að mínu mati höfum við rosalega góða vegi, miðað við marga aðra. Ekki datt manni í hug hér áður að það yrði malbikað milli Hvammstanga og Reykjavíkur. Ég byggði hús 1964 og þá var sett rör fyrir sjónvarps- loftnet, ekki datt manni í hug að Bangsi vonast eftir að koma bátnum sínum á flot á sjómannadaginn en hann og báturinn hafa átt samleið í 55 ár.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.