Feykir


Feykir - 28.05.2014, Page 9

Feykir - 28.05.2014, Page 9
20/2014 Feykir 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Það mun hafa verið á samkomu sem haldinn var á Hvanneyri fyrir margt löngu, sem Halldór Helgason á Ásbjarnarstöðum orti svo. Dansinn vekur ástaryl svo elstu körlum hlýnar. Þegar stúlkur tygja til tilfinningar sínar. Vitað er að sumir samferðamenn á lífsins leið sjá fyrir óorðna hluti og vita jafnvel hvenær kemur að þeirra síðasta spori. Björn Leví Gestsson áður bóndi á Björnólfsstöðum í Langadal, var kunnur fyrir að yrkja snjallar vísur, og þá gjarnan hringhendur. Þessi er eftir hann. Ég er fallinn að mér skilst, andans hallar snilli. Hef í gallagljúfur villst gæfu fjalla milli. Skáldið Jón Þorsteinsson á Arnarvatni mun eiga þessa. Þessum brekkubrjóstum hjá bestu gekk ég sporin. Þegar brá mér eintal á albjört nótt á vorin. Það mun vera Guðmundur Sveinbjarnarson í Borgarnesi sem er höfundur að þessum vel gerðu vísum. Stundum eru dagar daprir dimmar nætur kvöl og stríð. Hret og stormar næða naprir nísta þrótt úr krönkum lýð. Við skulum duldum rúnum raða rétt í orð og línuskil, síðan lífs í bókum blaða. Birta mun þá eitthvað til. Fram skal knýja böla bætur og blessun yfir hrjáða jörð. Heimskan dvínar, hjaðna þrætur. Hljómar lífsins þakkargjörð. Held að rétt sé munað hjá mér að um 1950 hafi verið niðurskurður á fé bænda á Vesturlandi vegna mæðuveiki. Fengu þeir leyfi til að fara á Vestfirði til þess að kaupa lömb. Einn af þeim sem það gerðu var Höskuldur Einarsson þá bóndi á Vatnshorni í Skorradal. Eftir að hann var heim kominn úr þeirri ferð mun hann hafa gefið eftirfarandi upplýsingar. Vænt er fé á Vestfjörðum. Veitt var mér af allsnægtum. Hitti ég þar af húsfreyjum hóp á silkinærbuxum. Fór vísan fljótt á kreik og barst meðal annars til Júlíusar bónda í Hítarnesi, sem orti þá. Höskuldur með glaðvært geð gengur að verki sprækur. Hefur skoðað fjarðaféð og frúar undirbrækur. Valdimar Davíðsson frá Hömrum heyrði upplifun Höskuldar og orti þessa. Grannt að hyggur Höskuldur Vísnaþáttur 618 -hvergi er gátan flókin- Ef hann hittir húsfreyjur, úr hvaða efni er brókin. Systir Guðmundar, sem getið er um hér að framan, Ólöf Sveinbjarnardóttir á Rauðamel, mun hafa ort svo fallega vorvísu. Harpa! Syngdu sólarljóð. Sárin þurfa að gróa. Leiktu fyrir lamb og stóð lóu, þröst og spóa. Njáll Sigurðsson sem mun hafa verið ættaður frá Lundi í Fljótum er að ég held höfundur að þessari fallega hugsuðu vorvísu. Viska og hrós mér veitist þá er vatn í ósi hlýnar. Þegar ljósið lýsir á lífsins rósir mínar. Oft hafa birst í þessum þáttum vísur eftir Braga Björnsson frá Surtsstöðum í Jökulsárhlíð. Held endilega að þessi vel gerða vorvísa sé eftir hann. Skuggar styttast, skýrist ljós skapið þróttlaust mýkir. Vinir hittast, vaknar rós, vorið nóttlaust ríkir. Grímur Sigurðsson kenndur við Jökulsá var snjall hagyrðingur og ef ég man rétt féll hann frá þessum heimi í blóma lífsins. Svo var í þá dag hægt að yrkja til elskunnar. Frá því að ég falla réð fyrir töfrum þínum, Götur allar geng ég með gras í skónum mínum. Eftir að hafa reynt á lífsins leið afneitun í ástarsambandi yrkir Grímur. Út mig hrakti inn mig dró ýmist þessi svanni. Hafði ekki og hafði þó hug á villimanni. Fallega talar Grímur til hennar, sem veldur þessari löngu leit. Gleðisnauð er gangan mín, gæfa úr hendi dregin. Lífið allt ég leita þín -líka hinumeginn. Að lokum þessi sannleiksríka vísa Gríms. Oft er fyrir illt að sjá og eftirþankar bitrir. Bótin sú að eftir á eru flestir vitrir. Aldrei þessu vant hefur ekki snjóað á þessu vori svo heitið geti. Öðruvísi var þegar Baldur Eiríksson frá Dvergsstöðum orti svo. Þó dagurinn lengist drjúgum varð dekkra í álinu þó, og vetrarins græni gróður grófst undir sumarsnjó. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is það yrði nokkurn tímann notað, en svo var það allt í einu komið.“ Bangsi er sannkallaður þús- undþjalasmiður og fékkst í gegnum tíðina mikið við múrverk og byggingarvinnu, einkum á Hvammstanga en einnig nokkuð út um sveitir. Þá starfaði hann um 50 haust í sláturhúsinu á Hvammstanga þar sem hans aðalverk var að „fara innan í,“ eins og kallað var en það er að taka vambirnar. „Ég hætti þegar ég var orðinn gamalmenni, þetta var ágætur vinnustaður,“ segir hann. Bangsa hugkvæmdist eitt sinn að gera upp innviði gamallar myllu, sem hafði ekki verið notuð í hundrað ár og stendur skammt frá tjald- svæðinu í Kirkjuhvammi, ofan við Hvammstanga. „Það var talað um að byggja upp húskofann og það gerði Jón Ágústsson með miklum myndarbrag. Svo var það þannig að þá fannst mér ég verða gera eitthvað, svo ég smíðaði verkið inn í véla- samstæðuna. Það voru til tveir myllusteinar og þegar þeir voru komnir á sinn stað fór myllan í gang og er búin ganga í fjórtán ár. Svo var haldin veisla þegar þetta var sett í gang, við þurftum meira að segja starfsleyfi af því byggt var úr torfi. Svo kom maður til mín af Sauðárkrók og fékk myndir af þessu og ætlaði að setja svona upp á Reykjum, ég veit ekki hvort það hefur verið gert.“ [Sú uppsetning er í vinnslu, innsk. blm.] Á Hvammstanga er hefð fyrir hátíðarhöldum á sjómanna- daginn, þó þau hafi kannski í eina tíð verið viðameiri. Bangsi stefnir á að sjósetja bátinn sinn góða þann dag. „Ég ætla að reyna það ef ég hef þrek í það, börnin eru að spyrja mig að því, þau vilja fá að komast á sjóinn og fá stundum að fara með hérna fram fyrir og draga nokkra fiska.“ En þar sem það er ekki bara sjómannadagur fram undan, heldur einnig kosningar, er Bangsi að lokum spurður að því hvort hann sé búinn að ákveða hvað hann ætlar að kjósa? „Veit það ekki, maður gerir nú lítið úr þessum kosningaloforðum, það er kannski verið að lofa einhverju sem er ekki hægt að gera. Ég hugsa að ég kjósi bara ekkert, ekki það að mér sé illa við þetta fólk, það er ekki öfundsvert að standa í þessu,“ segir mann- og samfélags- vinurinn Bangsi að lokum. Íbúinn segist búa í Túna- hverfinu þar sem hann hefur útsýni yfir hafið og getur horft á þann óviðjafnanlega kvöldroða sem baðar himininn, hafið og eyjarnar. „Nú er vorið svo sannarlega komið. Skagfirska vornóttin skartar sínu fegursta. Óvíða er eins fallegt og við Skagafjörð á kyrrum sólrauðum vornóttum. Í þessari nóttlausu voraldarveröld ætti að vera óþarfi að keppa við sjálfa sólina með því að hafa sterka flóðlýsingu í gangi. Samt er það gert og t.d. truflar það mjög útsýnið frá Túnahverfinu að hafa í forgrunni, og í keppni við rautt sólarljósið, sterka flóðlýsingu sem er uppi á þakinu á Skagfirðingabúð. Þarflaust er að hafa þessa lýsingu í gangi birtunnar vegna, næg er hún þegar sólin naumast fer undir sjóndeildar- hringinn. Auk þess sparast umtalsverð orka ef slökkt er á þessu þegar lesbjart er úti.“ Hann bendir á að sam- keppni sólroðans við sterka flóðlýsingu sé að finna víðar og nefnir flóðlýsingu á svæði hesta-manna, austan við reiðhöllina Svaðastaði. „Þar er ég að tala um þegar horft er út á Skagafjörð, t.d. frá þjóðveg- inum til móts við Stóru-Gröf, eða af hlaðinu við Reyni- staðakirkju til að njóta kvöld- roðans eru það í raun þessir ljóskastarar sem fanga mesta athyglina og eru sannkölluð ljósmengun.“ Loks biður hann þá sem stýra og stjórna þessum ljósum, og aðra sem kunna að vera í sömu sporum, að taka þetta til skoðunar því eflaust finnast fleiri staðir þar sem ástandið er svipað. „Þegar við Skagfirðingar berjumst fyrir því að setja raflínur í jörð vegna sjónmengunar skulum við muna að ljósmengun sem skemmir fallegasta útsýni í heimi á ekki rétt á sér.“ /BÞ „Ljósmengun sem skemmir fallegasta útsýni í heimi á ekki rétt á sér“ Íbúi Sauðárkróks hafði samband við Feyki á dögunum varðandi ljósmengun í bænum og varpar fram spurningu til þeirra sem málið varða: „Er ekki vit í að slökkva á þessari lýsingu yfir bjartasta árstímann, leyfa vorinu að njóta sín og spara um leið umtalsverða orku og peninga?“ Ábending frá íbúa Sauðárkróks Sólarlag í Skagafirði. Myndin tengist innihaldi fréttar ekki beint. Mynd: Sylvía Magnúsdóttir

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.