Feykir


Feykir - 28.05.2014, Side 12

Feykir - 28.05.2014, Side 12
12 Feykir 20/2014 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2014x 14 Fyrir hverju ætlar list- inn að beita sér á næsta kjörtímabili ef hann hlýtur kosningu ? K – listinn leggur áherslu á og mun beita sér fyrir heiðarleika, gegnsæi og ábyrgð í rekstri sveitarfélagsins, með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Ef uppfylla á réttmætar væningar íbúa um þjónustu og bætta aðstöðu þá er það forgangsverkefni að snúa við neikvæðri íbúaþróun og fjölga íbúum og atvinnutæki- færum. Við munum stuðla að heilbrigðu samkeppnisum- hverfi, auka markaðssetningu og kynningu á sveitarfélaginu sem góðum valkosti fyrir fólk, fyrirtæki og stofnanir. Opinber þjónusta er mikilvæg atvinnu- grein og munum við standa vörð gagnvart ríkisvaldinu um framtíð opinberra stofnana í héraðinu.Við viljum setja skýr markmið um heilbrigðisþjón- ustu í héraði, því öflug heil- brigðisþjónusta er grundvöllur búsetu og búsetuvals fólks. Skipulagsmál eru atvinnu- mál og munum við horfa til þess að ráðstöfun og þróun á landi og byggð verði með þeim hætti að það efli atvinnu og styrki byggð og mannlíf. Koma landfyllingu við höfnina á Króknum fyrir hótel og veit- ingastaði og Flæðarnar sjáum við sem grænan miðbæ. Við ætlum að móta stefnu um samgöngunet innan héraðs og tengingar við samgöngunet landsins með áherslu á jarð- göng á Tröllaskaga ásamt auknum umsvifum um hafnirnar. Við stöndum vörð um náttúru- og náttúruperlur Skagafjarðar s.s. Jökulsárnar. Viljum létta álögur á íbúa með lækkun fasteignaskatts og þjónustugjalda. Við viljum auka fjármagn til íþrótta og tómstundastarfs barna og ungmenna til að bæta þjálfun og stuðla að fjölbreytni í upp- byggilegu tómstundastarfi og bæta sundlaugaraðstöðu á Sauðárkróki og aðstöðu til íþróttakennslu á Hofsósi. Við stöndum vörð um og viljum efla uppbyggingu fjöl- skylduþjónustunnar og sam- þættingu hennar við aðra þjón- ustu sveitarfélagsins og viljum vinna að sátt um öfluga leik- og grunnskóla Austan vatna, í Varmahlíð og á Sauðárkróki. Hvaða kostum telur þú að sveitarfélag þitt búi yfir og hvaða tækifæri mætti nýta betur ? Einn helsti Styrkleiki sveitar- félagsins er að þar starfa góðir skólar á öllum skólastigum, þeir eru mikilvægir fyrir þróun og lífsgæði í samfélaginu um allt hérað. Sjávarútvegur, landbún- aður, ferðaþjónusta, iðnaður og rannsóknir skipa stóran þátt í atvinnu og mannlífi og þar liggja mörg tækifæri. Efla kynningu á Skagafirði sem matvælaframleiðsluhéraði og menntun í matvælaiðnaði, fylgja eftir uppbyggingu trefja- iðnaðar með áherslu á menntun og þróunarstarf og styðja við hönnun og nýsköpun í sam- starfi við menntastofnanir og fyrirtæki. Tryggja þarf nýliðun og framþróun í sjávarútvegi með því að heimila frjálsar hand- færaveiðar fyrir Skagfirðinga í Skagafiðri, tryggja jafnræði í greininni og auka vægi fisk- markaða. Við eigum ónýttan jarð- varma sem þarf að nýta al- menningi til hagsbóta og þar liggja ónýtt tækifæri til atvinnu- sköpunar. Við viljum að Skaga- fjörður verði virkur og vel tengdur í öflugu samstarfi innan héraðs og við nágranna okkar til austurs og vesturs. F.h. frambjóðenda K – lista Skagafjarðar Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, skipar 1. sæti listans. Skagafirði Fyrir hverju ætlar listinn að beita sér á næsta kjörtímabili ef hann hlýtur kosningu ? J-listinn á Blönduósi kennir sig við umbætur, jafnræði og almannaheill og hyggst beita sér fyrir að öll vinna við rekstur og stjórnun bæjarfélagsins einkennist af þessum gildum. Enn sem fyrr þarf að ná skuldunum frekar niður og því þarf að gæta aðhalds og varfærni við fjárfestingar og rekstur og varasamt að kynda undir væntingum íbúa um að umsvif geti stórvaxið á öllum sviðum á komandi misserum. Verkefnin eru á hinn bóginn næg hvert sem litið er og þarf að leggja í mikla vinnu við forgangsröðun svo skynsemi og gagnsemi ráði för. Viðhald er orðið mjög aðkallandi á ýmsum fasteignum bæjarfélagsins og halda þarf áfram vinnu við breytingar og endurnýjun skólahúsnæðis svo uppfylla megi lög um það sem ber að kenna. Félagsheimilið og blokkin eru í knýjandi þörf, götur, merkingar og umhverfi einnig og svo má áfram telja. Atvinnumálin eru alltaf á dagskrá og ljóst að íbúar hafa miklar væntingar til sveitar- félagsins um að fjölbreytt störf sem krefjast menntunar og bjóða góð kjör verði til. Allir hafa sterkan vilja til þess að svo megi verða og allir eru sammála um að vinna á þessu sviði heldur áfram og nýtur forgangs. Hér skiptir máli að þrýsta á ríkisvaldið um að loforð verði efnd og líka skiptir máli að val samstarfsaðila og ráðgjafastofn- ana heppnist vel. Starfandi fyrirtæki eiga alltaf að hafa greiða leið að eyrum bæjar- fulltrúa með sjónarmið sín og hagsmuni til þess að taka megi upplýstar ákvarðnair sem að þeim snúa t.d. á sviði skipu- lagsmála, hreinlætis og skatta- mála. Hvaða kostum telur þú að sveitarfélag þitt búi yfir og hvaða tækifæri mætti nýta betur ? Öllum ber saman um að ferðaþjónustan á mikið inni. Búa þarf til miklu fleiri vörur sem snúa að náttúruupplifun, skoðunar og gönguferðum, koma á framfæri söfnum og setrum og bæta kynningarstarf þeirra og þjónustu. Koma þarf héraðinu á framfæri með þátttöku í kynningar- og markaðsstarfi sem líklegt er að nái til þeirra sem hér fara um á leið sinni milli suðurs og norðurs. Þjónusta sveitarfélags- ins er til staðar á öllum sviðum og engar stórar fjárfestingar aðkallandi. Á Blönduósi er fyrirliggjandi atvinnuhúsnæði nú þegar. Nægar lóðir eru til staðar og landrými mikið og mikið land í eigu sveitarfélagsins þar sem með skömmum fyrir- vara má hefja framkvæmdir af hvað tagi sem vera skal. Samgöngur til norðurs og suðurs eru greiðar og stutt er í mikla orku og öflugar net- tengingar má virkja með stuttum fyrirvara. Umgjörðin og tækifærin eru fyrir hendi – framtíðin leiðir í ljós hvernig til tekst. K-LISTI Skagafjarðar Sveitarstjórnarkosningar 2014 > SVF. SKAGAFJÖRÐUR J-LISTI Umbótasinnaðra Blönduósinga Sveitarstjórnarkosningar 2014 > BLÖNDUÓS Feykirspyr! x 14

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.