Feykir


Feykir - 28.05.2014, Page 15

Feykir - 28.05.2014, Page 15
20/2014 Feykir 15 Aðferð: Lambahryggur er úrbeinaður og kjötið lagt á borð með fitulagið niður. Fyllingin getur verið mjög mismunandi eftir smekk hvers og eins en við kjósum að nota bláber, hvítlauk, steinselju, salt, pipar og svo beikonsneiðar til að hindra að fyllingin leki út þegar búið er að vefja kjötinu saman. Næsta skref er svo að rúlla kjötinu utan um fyllinguna og krydda duglega með steikar- kryddinu frá Prima. Rúllan er elduð í ofni við 180°C í steikarfati eða eldföstu móti og soðið af steikinni notað í sósugerðina með Maizena sósuþykkingarefni og rjóma. Kartöflugratín er ómissandi með hryggnum en í það fara niðurskornar og flysjaðar kartöfl- ur penslaðar með hvítlauksolíu, dass af rjóma og mjólk og smá sletta af smur- eða kryddost og svo er stráð Mozzarella yfir herlegheitin áður en þessu er hent inn í ofninn með steikinni á 180°C. EFTIRRÉTTUR Banana-ís 3 eggjarauður 1 egg 70 g sykur 5 dl rjómi 1-2 pakkar súkkulaðihnappar ½ tsk bananadropar 1 banani Aðferð: Þeytið vel eggjarauður, egg og dropa. Saxið niður súkkulaði og stappið bananann. Takið þeytta rjómann og blandið saman við þeytinguna og síðan banana og saxað súkkulaðið. Hrærið vel saman, setjið í skál og frystið yfir nótt. Berið fram með súkku- laðisósu. Verði ykkur að góðu! Jón Örn og Þórdís Erla matreiða Þrírétta matseðill að hætti sjómannsins KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar getur látið sig dreyma um Heimsmeistarakeppninna í knattspyrnu í Brasilíu. Spakmæli vikunnar Lausnin að velgengni er ekki ljós en lykillinn að mistökum er að reyn að þóknast öllum. Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... 23 prósent bilana í ljósritunarvélum má skrifa á fólk sem hefur dundað sér við að ljósrita rassinn sinn? ... í hverjum Seinfeld-þætti mátti finna Superman einhvers staðar? ... í hvert sinn sem þú notar heyrnartól í klukkutíma eykst bakteríugróður eyrna þinna sjöhundraðfalt? FORRÉTTUR Humar í ostasósu 1 stk piparostur 1 kg humarhalar (helst utan kvóta) 1 stk hvítlaukur smjör samlokubrauð Aðferð: Piparostur skorinn í litla búta og bræddur við nokkuð vægan hita í potti. Humarinn er tekinn úr skelinni og hreinsaður vel. Því næst er humarinn steiktur á pönnu upp úr hvítlauk og smjöri. Humarinn fer svo út í ostasósuna og er borinn á borð með ristuðu brauði. AÐALRÉTTUR Fylltur lambahryggur 1 lambahryggur frá kjötvinnslu SAH afurða Fylling: 1 dós af bláberjum 1 hvítlaukur steinselja 1 bréf beikon salt og pipar Meðlæti: 1 kg kartöflur hvítlauksolía rjómi mjólk Smur- og/eða kryddostur MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is FEYKIFÍN AFÞREYING kristin@feykir.is Um lífið og dauðann Hjónin sátu og ræddu um lífið og dauðann. Þar kom að í samtalinu að eiginmaðurinn sagði að hann vildi ekki að sér væri haldið lifandi með tækjum og fljótandi næringu. Eiginkonan brást skjótt við, slökkti á sjónvarpinu og hellti niður bjórnum hans. Krossgáta Sjómaðurinn Jón Örn Stefáns- son og Þórdís Erla Björns- dóttir stuðningsfulltrúi frá Blönduósi eru matgæðingar vikunnar. Þau ætla að bjóða lesendum Feykis upp á girni- lega þrírétta máltíð. Í forrétt er humar í ostasósu, fylltan lambahrygg í aðalrétt og Banana-ís í eftirrétt. „Við Þórdís Erla erum semsagt búsett á Blönduósi og eigum þrjá drengi. Ég er starfandi sjómaður á Arnari HU-1, sem gerður er út frá Skagaströnd af FISK Seafood á Sauðárkrók, auk þess sem ég hef lagt stund á sjávar- útvegsfræði við Háskólann á Akureyri samhliða vinnu. Þórdís er starfandi stuðnings- fulltrúi við Blönduskóla.“ „Við skorum á nágranna okkar á Sunnubraut 3 á Blöndu- ósi, píparann og frambjóð- andann Guðmund Hauk og leikskólakennarann Kristínu Ósk.“ Feykir spyr... [SPURTÁ KRÓKNUM] Þekkir þú einhvern sem er sjómaður? ARDÍS HEBA SKARPHÉÐINSDÓTTIR -Nei SAMÚEL INGI JÓNSSON -Nei ÓLÖF BÁRA BIRGISDÓTTIR -Já, frænda minn HÁKON SNORRI RÚNARSSON -Nei SIGURJÓN HEIÐAR SIGURBJÖRNSSON -Já, pabba besta vinar míns Jón Örn og Þórdís Erla.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.