Feykir


Feykir - 28.05.2014, Page 16

Feykir - 28.05.2014, Page 16
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 20 TBL 28. maí 2014 34. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Nemendur og starfsfólk Árskóla blésu til sinnar árlegu gleðigöngu á mánudagsmorgun. Veðrið var eins og best verður á kosið og ríkti glens og gleði meðal þátttakenda. Alltaf fjölgar þeim bæjarbúum sem slást í hópinn. Flestir mæta í lit- skrúðum klæðnaði og hljóðfæri og tónlist lífga upp á stemninguna. Blaðamaður Feykis brá sér í gleði- gönguna, sem endaði með grillveislu við Árskóla. Forvitnast í fataskápa: Dóra Heiða og Þorsteinn Brodda Fata sig upp á ferðalögum Fataskápsinnlit vikunnar er með örlítið breyttu sniði þar sem hjónakornin Steini Brodda og Dóra Heiða taka á móti Fröken Fabjúlöss í sameiningu! Steini er Skagfirðingur í húð og hár með smá blöndu að vestan og úr Eyjafirðinum, en Dóra Heiða er fædd og uppalin austan við Tröllaskagann, í þröngum dölum Eyjafjarðar. Þegar hjónin giftu sig í Hóladómkirkju fyrir 19 árum, hvarflaði ekki að þeim að þau ættu eftir að búa saman í Skagafirði, eins og raun varð á. Áður en þau fluttu í fjörðinn fagra náðu þau að skjóta smá rótum við Hafursfjörð í Noregi og til stendur að rækta þær aðeins betur á næstunni. En hvað er í algjöru uppáhaldi í fataskápnum hjá ykkur? -Fötin skapa manninn, og við hjónin notum yfirleitt tækifærið til að kaupa okkur flíkur á ferðalögum í útlöndum, svona til að skapa kannski smá sérstöðu í klæðaburði. Árið 2012 fór fjölskyldan saman í siglingu í Miðjarðarhafinu, og Dóra var orðin úrkula vonar um að versla sér ný föt, þar sem skipið stoppaði örstutt í hverri höfn, og kvenfataverslanir voru ekki alveg á hverju strái í Istanbul og Izmir. Síðasta daginn í fríinu, þegar við vorum komin á fast land og að bíða eftir flugi frá Bologna á Ítalíu, gekk Dóra fram hjá verslun með UMSJÓN MEÐ FRÖKEN FABJÚLÖSS Hrafnhildur Viðarsdóttir [ frokenfab@feykir.is ] spænska vörumerkinu Desiqual sem er í miklu uppáhaldi hjá stelpunni. Útsala stóð á skiltunum í glugganum og Dóra hvarf inn í verslunina og mátaði flest það sem þar fannst, á meðan íbúar Bologna tóku sér siesta. Hlaðin útsölu- varningi bar hún svo kápuna út í poka, en ekki á báðum öxlum, enda þurfti hvorki að óttast kulda né kölska þarna í borginni. Góðar skyrtur eru nauðsynlegar í fataskápnum hjá Steina, og þar sem dregið hefur verulega úr bindisnotkun, sakar ekki að litirnir séu líflegir. Þessa tilteknu skyrtu keypti Steini í London, þegar hann hvarf frá Dóru í einni stór- versluninni og laumaðist inn í skyrtubúð á Bond Street. Sagan segir að Dóru hafi helst grunað að hann væri að fela sig á nærliggj- andi krá, eða í reiðhjólaverslun í hliðargötu. Hver er það svo sem þið ætlið að afhenda tískukyndil komandi fataskápsheimsóknar? -Við skorum á Védísi Elfu Torfa- dóttir, hún er svo listræn og dugleg að hanna og búa til einstaklega fallegar flíkur á sjálfa sig og aðra. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Verslun Kjarnanum Hesteyri 2 550 Sauðárkróki Sími 455 9200 www.tengillehf.is Gleðiganga Árskóla Sauðárkrókur

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.