Feykir


Feykir - 10.07.2014, Blaðsíða 1

Feykir - 10.07.2014, Blaðsíða 1
 á BLS. 6-7 BLS. 8 Guðmundur og Kristín eru matgæðingar vikunnar Grilluð smálúða og ávaxtaspjót BLS. 11 Húsdýragarður og hestaleiga á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal í opnuumfjöllun Feykis Dýrin bræða fullorðna jafnt sem börn Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna heimsótti Skagafjörð Margt áhugavert að sjá og skoða 26 TBL 10. júlí 2014 34. árgangur : Stofnað 1981 Fellihýsi splundraðist Varhugavert ferðaveður víða um land Þegar blaðamaður Feykis átti leið yfir Húseyjarkvísl við Varmahlíð á sjöunda tímanum á þriðjudaginn hafði þetta fellihýsi lent utan vegar skammt austan við bæinn Lauftún. Af myndinni að sjá hefur fellihýsið fokið upp og er talsvert skemmt og einnig virtist sem önnur hlið bílsins sem dró það væri talsvert tjónuð, þó hann sjáist ekki á myndinni. Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki urðu engin slys á fólki þegar þetta umferðaróhapp varð. /KSE Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Ferðast um heiminn á 88 ára gömlum Rolls Royce 54 lönd – 80.000 km Eftir að hafa ferðast frá Beijing til Parísar árið 1997, frá London til Cape Town árið 2001 og 25.000 kílómetra á Inca Trail í gegnum Suður-Ameríku árið 2003, ákváðu hollensku hjónin Anton Aan De Stegge og Willemien Aan De Stegge að setja fyrir sig að keyra 80.000 kílómetra í kringum jörðina á bílnum, sem þá var 80 ára gamall. Í dag er bíllinn 88 ára og eru þau hjónin búin að setja mynd af 54 löndum sem þau ætla að heimsækja á bílinn. Þau eru m.a. búin að stoppa í Nýja Sjálandi, Ástralíu, Indónesíu, Japan, Austur-Evrópu, Fær- eyjum og eru nú stödd Íslandi. Hjónin sögðu Ísland vera mjög fallegt land þó svo veðrið væri ekki alltaf mjög skemmtilegt. Íslendingarnir sem þau höfðu hitt á ferðalaginu væru allir mjög Anton og Willemien ásamt fornbílnum stödd á Sævarstígnum á Sauðárkróki. Mynd: GSG G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N www.riverrafting.is - s: 453 8245 Paintball River rafting Wipeout Tjaldstæði Heitir pottar vingjarnlegir en það sem hafi komið þeim mest á óvart var hversu góður matur væri. Anton og Willemien hafa verið á Íslandi í rúmar þrjár vikur. Hugmyndin var að keyra þvert yfir landið en vegna snjóþunga enduðu þau með að keyra hringinn í kringum landið. Þau ætla að dvelja á Norðurlandi í tæpa viku í viðbót og enda ferðina á Akureyri. /GSG

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.